Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 87

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 87
Tómas mér hafði hann fengið um borð í togar- anum Skallagrími frá Bjarna heitnum Sæ- mundssyni, fiskifræðingi sem venjulega fór tvær ferðir á vertíðinni með skipi þessu til rannsókna. Oft stríddi hann okkur, sem skipstjóralærðir erum, á því að kyndarinn hafi verið eini mað- urinn sem sýndi starfi Bjarna einhvern áhuga. Tómas var aðeins tvítugur að aldri er hann setti fyrstu laxaseiðin í ár. Allt sitt líf úr því stundaði hann þetta ræktunarstarf víðsvegar um land. Áhugi hans á auðlegð hafsins við strendur landsins var mörgum alþingismönnum kunnur, því árum saman vann hann að fjáröflun til rannsókna á þessu sviði. Ég líkti Tómasi einu sinni við bandarísku þjóðsagnapersónuna Johnny Appeltree. Sá síðarnefndi fór sveit úr sveit og lagði grundvöll að ræktun eplatrjáa með sínu brautryðjandastarfi. Tómas fór sveit úr sveit og ræktaði ár okkar. Fyrir honum var fisk- eldi og lax- og silungsveiðar sem því fylgdi ekki bara sport, heldur ræktun auðlegðar, sem landsmönnum bæri skylda til að sýna meiri ræktarsemi, óbornum kynslóðum til yndisauka og hagsældar. Tómas kvæntist Ingu Sigríði Pálsdóttur frá Mosvöllum í Önundarfirði þann 8. apríl 1938. Hún er dóttir Páls Guðmundssonar íshússtjóra á Hnífsdal og Guðrúnar Sólborgar Jensdóttur. Tómas og Sigríður eignuðust fjögur mannvæn- leg börn sem eru: Adolf, tæknifræðingur, hans kona er Sigrún L. Baldvinsdóttir og eiga þau eitt barn. Guðjón, hagræðingarráðunautur, kvæntur Þuríði Gísladóttur og eiga þau þrjú börn, Valdimar, viðskiptafræðingur og kennari í V.f. kvæntur önnu Sigríði Zöega og eru þeirra börn þrjú og yngst er Guðrún Sólborg sem gift er Sigurði Sumarliðasyni og eiga þau þrjú börn. Við sem unnum með honum um langt árabil geymum í huga okkar minningu um góðan fé- laga og mætan mann, sem lagði sig allan fram svo hugsjónir hans mættu rætast. Hugsjónir, sem beindust meðal annars að því að búa öldr- uðum og þeim sem minna mega sín betra líf, og að því að gera landið okkar auðugra og betra til búsetu, en það er í dag. KRUPS rafmagnsheimilistæki KRUPS tækni — þægindi Umboðsmenn: Jón Jóhannesson & Co. sf. Sími 15821 — Reykjavík SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 87

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.