Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 23
f frostveðri og særoki hleðst ísinn ótrúlega fljótt á skipin. Grannir hlutir, svo og vírar verða margfaldir að gildleika og ísinn, þessi svarni óvinur sjómanna á norðlægum slóð- um, raskar jafnvægishlutfalli skipanna, svo að þau verða krönk og jafnvel leggjast undan þunganum. talrörið og báðu um ennþá meiri ferð. Þeir gerðu sér allir ljóst, hvílíka hættu þeir lögðu skipið í með því að þeita því svona vægðarlaust upp í óveðrið, en um annað var ekki að ræða. Þrátt fyrir ýtrustu að- gætni og frábæra sjómennsku féll skipið frá öðru hvoru og tók þá stundum á sig sjó. Einn slíkur sjór skall inn yfir skipið fyrir aftan brú, sprengdi upp háglugga á vélarreisn og steyptist niður í vélarúmið. Hjarimar brotnuðu ekki, en vélstjóranum reyndist ókleift að loka. Hann flautaði upp og sagði frá því, sem skeð hafði. Að beiðni skipstjóra fór Friðfmnur stýrimað- ur ásamt einum háseta, Gunnari Kristó- ferssyni, til þess að loka háglugganum. Þeim gekk það illa vegna þess, að lamirn- ar höfðu bognað. Meðan þeir voru að þessu varð Friðfinnur var við hvar brot- sjór reis skammt frá skipinu, sem hafði slegið undan. Þeir sáu holskefluna æða að skipinu. Friðfmnur sagði Gunnari að drífa sig inn í maskínutoppinn, en sjálfur hljóp hann i hlé við reykháfinn. Brotið reið yfir og sendi góða gusu niður í véla- rúmið á eftir Gunnari. Strax á eftir fór Friðfinnur að háglugganum, bað Gunnar að lána sér sleggju, og með henni lánaðist honum að berja gluggann aftur þannig, að Vilhelm vélstjóri og Gunnar gátu benzlað hann aftur með vír. Friðfinnur hélt síðan upp í brú á ný, en Gunnar komst ekki upp vegna þess að búið var að loka ristinni og lúgunni yfir kyndistöðinni. Hún var eini uppgangurinn. Eftir þilfarinu var útilok- að fyrir nokkurn mann að fara. Vegna þess að gólfið í kyndistöðinni hafði losnað og plöturnar henzt til, var aðstaða þar niðri mjög slæm. Sjór kom niður í vélarrúm og kyndistöð, bæði er háglugginn opnaðist og eins og um rist yfir kyndistöð, sem venjujega var opin án þess að kæmi að sök. Utilokað var að losna við ösku, og hún safnaðist fyrir niðri, en er sjórinn kom niður, blandaðist hann öskunni, og rann niður í kjalsogið. Allt varð að hrærigraut, sem stíflaði dæl- urnar. Það var farið að birta af sunnudags- morgni og loftskeytaþræðimir orðnir mjög gildir af ís. Eitt sinn er skipið hjó í öldu, brotnaði fremri loftskeytastöngin, datt niður á þilfarið og sjálft loftnetið nið- ur á annan brúarvænginn. Friðfinnur hljóp út úr brúnni, gat gripið þræðina og bundið þá fasta. Eftir að birti tókst mönn- unum að komast eftir skipinu, og þeir gátu skipt vöktum. Veðurofsinn hélzt, en hríðin og frostið var sízt minna en fyrr. Veðrið gengur niður Gulltoppur andæfði allan sunnudag- inn, en þegar leið á daginn, fór að draga úr veðrinu, enda þótt það væri ennþá svo slæmt, að ekki væri ferðaveður. Ekkert var hægt að elda meðan veðrið var sem verst, en á sunnudagskvöld tókst Ragnari bryta að elda hafragraut. Hafragrautur ásamt hnausþykkri dósamjólk var mikið hnossgæti, ekki sízt þeim, sem staðið höfðu í brúnni gluggalausri og alísaðri. Laust eftir miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 9. febrúar hringdi Jón skipstjóri á stanz og sagði mönnum að lóða dýpið. Skipið var á 90 faðma dýpi. Jóni skip- stjóra reiknaðist til, að þar sem þeir hefðu stímað upp í veðrið með fullri ferð í 36 tíma og skipið hefði stýrt, að minnsta kosti öðru hvoru, hefði þeim miðað áfram um að minnsta kosti tvær til þrjár sjó- mílur á klukkustund. Þeir væru með öðrum orðum staddir útnorður af Horni. Þar sem sama frostveðrið hélzt, enda þótt hríðin væri ekki eins svört og áður, þótti þeim líklegt, að ennþá væri sama áttin ríkjandi. Stefna suðvestur með fjörð- um myndi því beint undan. Með allri var- úð var Gulltoppi snúið undan og sigld suð-vestlæg stefna. Þótt dregið hefði úr veðurofsanum, varsjórinn ennþá mikill. I birtingu um morguninn stytti upp. Þeir sáu fljótlega land aftur út á bakborða. Þeim var ekki fyllilega ljóst, hvaða fjall þetta var, unz einn kvað upp úr með, að þeirsæju þama kollinn á Látrabjargi. Þeir rýndu til lands,og brátt sást Snæfellsjök- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.