Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 15
hann fór að hvessa í Faxaflóa og á mið-
unum við Suðurland og Reykjanes og bát-
arnir héldu til lands, því ekki var unnt að
standa að veiðum. Allir náðu þó landi,
nema línubáturinn Sólveig, en það fannst
brak úr honum fljótlega og hann þar með
talinn af, en nú víkur sögunni til Hala-
miða, en þar fóru nú í hönd örlagaríkir
tímar, sem reynt skal að greina nokkuð
frá.
Halaveðrið
Margt hefur verið ritað um Halaveðrið,
um óveðrið sjálft, um skipin sem fórust og
þá einkum um mennina og aðstandendur
þeirra, en tugir Ijölskyldna misstu fyrir-
vinnuna í sjóslysunum og afleiðingarnar
röskuðu högum hjá hundruðum manna.
Við rannsókn kom í Ijós að 16 togarar
höfðu verið að veiðum á Halamiðum dag-
ana 7.-8. janúar árið 1925, þar af 13 ís-
lenskir, en það voru: Ari, Asa, Draupnir,
Egill Skallagrímsson, Gulltoppur, Gylfi,
Hilmir, Jón forseti, Leifur heppni, Njörð-
ur, Surprise, T ryggvi gamli og Þórólfur.
Þá voru á Halanum ensku togaramir
Ceresio, Earl Haig og Fieldmarshall Rob-
ertson, en sá síðasttaldi var þó gerður út
frá Hafnarfírði og var með íslenska áhöfn
að mestu leyti. Togarinn var eign Helly-
ersbræðra, sem höfðu umsvif og útgerð í
Hafnarfirði um árabil. Það sama gilti
reyndar um Earl Haig, þar var Nikulás
Jónsson skipstjóri og íslensk áhöfn að
mestu leyti og Jónas Jónasson, skipstjóri
stýrði Ceresio og einnig þar var ís-
lensk/ensk áhöfn.
Ef ritaðar heimildir eru kannaðar, virð-
ist sem skipin hafi öll verið að veiðum að-
faranótt 7. febrúar, en afli var þó misjafn.
Um morguninn fórað hvessa og hættu þá
flest skipin veiðum. Togaramenn gerðu
að afla og bundu upp trollin, eins og venj-
an var, þegar óveður skall á. Það var sein-
ast séð til Leifs heppna, að skipverjar voru
þar í aðgerð, en skipið hafði veitt vel um
nóttina og var að klára túrinn, þótt það
yrði á annan máta en til stóð. Að minnsta
kosti þrír íslenskir togarar sigldu framhjá
Leifi um daginn, eða Hilmir, Egill Skalla-
grímsson og Gulltoppur. Var skipið þá
enn með vörpuna úti og skipverjar í að-
gerð og var mikill afii á þilfari.
Er nú skemmst frá því að segja, að skip-
in héldu sjó, en lensuðu ekki undan til
lands, eins og síðar varð reglan, þegar tog-
arar hrepptu illviðri á Halamiðum að
vetrarlagi. Þegar leið á daginn, fór veður
enn versnandi og áður en varði var komið
fárviðri á þessum slóðum og skipin lágu
undir áföllum. Ekki varð það heldur til
Jón Högnason, skipstjóri.
þess að bæta stöðuna, að mikil ísing
hlóðst á skipin, en það bæði þyngdi þau
og dró úr stöðugleika. Og þegar svo er
komið dugar siglingalistin ekki ein, eða
skipstjórnin, skipin hlutu að verða fyrir
skakkaföllum, og svo bættist það við, að
ekki sást út úr augum fyrir særoki og ofan-
komu, þannig að töluverð hætta varð á
ásiglingu, þar sem mörg skip eru á svipuð-
um slóðum.
Þegar leið á daginn fór fyrst að syrta í
álinn, ef svo má orða það. Þeir sem til
þekktu, höfðu þó ekki tiltakanlegar
áhyggjur. Menn voru því svosum vanir,
að þarna gerði vond veður, en til þessa
höfðu skipin þó komist skaðalítið frá
þeim leik, þannig að fyrirfram virtist
ekkert vera að óttast. Þetta voru góð skip,
þótt þau væru ekki öll jafn stór. En að lýsa
því út í hörgul, sem gerðist er ekki unnt í
grein í blaði. Hvert skip var í raun og veru
sérstök saga þessa tvo örlagaríku daga í
Halaveðrinu 1925. Töluvert hefur verið
ritað um þessa atburði, enda er hér að
mestu stuðst við prentaðar heilmildir,
ásamt munnlegum, því allir íslenskir sjó-
menn af eldri skólanum kunnu sögur úr
Halaveðrinu. Og þegar maður hefur lesið
sér nánar til, undrar það mann eiginlega
mest, að ekki skyldi þó fara verr en raunin
varð á og fórust þó þrjú skip og margir
menn, sem áður hefur verið greint frá.
Sveinn Sæmundsson, rithöfundur, sem
skrifaði bók um Halaveðrið, sem út kom
árið 1967, „í sætrótinu" segir t.d. á þessa
leið um ástandið um borð í Earl Haig, er
skipið fékk á sig brot: „Um leið reið brot-
sjórinn framyfir skipið, bakborðsmegin.
Þeir vissu ekki fyrr til en þeir lágu í sjó,
sem þeyti þeim sitt á hvað, og allt í einu
var ekkert þak á brúnni lengur. Sjórinn
reif stýrishúsið af fyrir ofan brjósthæð.
Gluggar, þak og hurðir þeyttust út á sjó.
Um leið kastaðist skipið enn á hliðina og
lá nú með möstrin í sjó ..Og á öðrum
stað segir frá á þessa leið, þegar við lá að
Tryggvi gamli lenti í árekstri við annað
skip, sem velktist í brimsjónum. Var það
fyrir snarræði Þorvalds Eyjólfssonar,
skipstjóra og Þorsteins Árnasonar, vél-
stjóra, að árekstri varð afstýrt:
„Það var komið fram yfir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins 8. febrúar. Þeir
rýndu út í sortann, en sáu varla fram á
hvalbak, svo svartur var bylurinn. En
hvað var þetta? Allt í einu sáu þeir Ijós
framundan á stjórnborða. Það var ekki
um að villast. Þama var togari og árekstr-
arhættan á næsta leiti. Þessu skipi hafði
sýnilega svalað undan veðrinu, annað
hvort ekki haft nægilegt vélarafi gegn
sjóum eða ekki látið að stjóm af öðrum
Togarinn Gulltoppur.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15