Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 43
Francis Drake
Francis Drake fæddist árið 1540(?) í
Devon í Englandi og var með sjóara-
blóð í æðum. Hann var elstur 12
barna foreldra sinna, en faðir hans
hafði áður verið sjóliði. Fjölskyldan
sætti sig ekki við siðbreytinguna, er
enska kirkjan sagði skilið við Róm,
og varð að fara huldu höfði um sinn.
Fann fólkið skjól í flaki af seglskipi,
sem rekið hafði á land á bökkum
árinnar Medway, þar sem hún renn-
ur fram í mynni Thamesárinnar, og
þarna í ármótum stóð hinn ungi
bjarteygi Francis á þiljum og hrópaði
nafn allra skipa er framhjá sigldu.
Francis var heillandi drengur og
ljölskyldan var í tengslum við enskan
aðalsmann, Sir John Hawkins, sem
sá að mannsefni var í þessum unga
drengstaula og hann kom honum til
náms, þannig að hann hlaut góða
menntun og á unglingsárunum varð
hann lærlingur um borð í kaupfari,
barkskipi sem sigldi í verslunarferðir
til Frakklands og Hollands. Francis
hinn ungi var námfús og var fljótur
að tileinka sér þetta verksvið, en þó
kom það honum á óvart, þegargamli
útgerðarmaðurinn og kaupmaður-
inn, setti hann yfir skipið, og þannig
var hann orðinn skipstjóri innan við
tvítugt, og fór hann þá sína fyrstu ferð
til Karabíska hafsins, og var það
einkum og sér í lagi hagnaðarvonin
og ævintýraþráin, sem knúði hann til
þess, einkum þó hið síðarnefnda, þótt
allar ferðir lengri á þeirri tíð væru
vegna ábatans. Og þessi innri þrá
varð förunautur hans til dauðadags.
Francis tekur sér vopn í hönd
Ekki er vitað með vissu, hvort ungi
skipstjórinn gerði sér ljóst, er hann
ákvað að gera siglingar að ævistarfi,
að það ætti eftir að gjöra hann sjálfan
að þjóðsagnapersónu og frægðar-
manni. Fjöldi manns fékkst við þessa
atvinnugrein, sem í senn var hættu-
leg, en — ef heppnin var með ábata-
söm í meira lagi.
A þessum tímum varð þó ákveð-
inn hluti verslunarinnar að fara fram
með hernaði, kaupmenn urðu að
minnsta kosti að geta varið sig, skip-
ið og eigurnar, en flókin pólitísk sam-
bönd og samningar voru þó oftar en
hitt forsenda tiltölulega friðsamrar
verslunar. Og segja má að það hafi
verið fyrir tilviljun eina að Francis
Drake tók sér fyrst sverð í hönd fyrir
England árið 1568, þótt það síðar
fylgdi honum og gerði hann að her-
skáum siglingamanni og sjóræningja.
Forsaga þess var annars sú að Drake
var að taka vatn og vistir í mexi-
kanskri höfn, ásamt flota skipa. Þeir
nutu verndar spænska landstjórans í
Mexikó, Don Martin Enriques, að
þeir töldu, en þá var það sem Enriq-
ues gaf hinum 13 spænsku herskip-
um, sem þarna lágu, fyrirmæli um að
ráðast til atlögu við ensku kaupförin,
með fallþyssuskothríð. Þessi árás var
fyrirvaralaus, en með óskiljanlegri
heppni tókst tveim af ensku skip-
unum að komast undan, Drake og
skipstjóra að nafni Hawkins og kom-
ust skip þeirra heilu og höldnu til
Englands.
Hann hafði áður verið tiltölulega
friðsamur kaupmaður og skipstjóri,
þótt kaupskip væru yfirleitt eitthvað
vopnuð á þessum tíma, þó ekki væri
til annars en að gæta farmsins. En
Drake gerðist nú umsvifameiri og
beitti vopnavaldi hiklaust, þótt það
verði eigi rakið hér í smæstu atriðum.
Margs var þó að gæta, þar sem Philip,
Spánarkonungur var mágur Elízabet-
ar Englandsdrottningar, en Mary
systir hennar hafði verið kona Phil-
ips, en var nú látin. Þessum mægðum
við spænsku hirðina fylgdu ákveðin
stjórnmálatengsl, njósnirog ástir. Til
dæmis reyndist einn af nánustu ráð-
gjöfum Englandsdrottningar vera út-
sendari, eða njósnari Spánarkonungs,
og við spænsku hirðina voru þeir
margir er fúsir voru til þess að segja
Elízabetu leyndarmál og fyrirætlanir
Philips II, sem að mati sagnfræðinga
voru meðal annars þær að hann sat
raunverulega um bresku krúnuna og
liður í því var að ná undir sig verslun
og yfirráðum á heimshöfunum. Eitt
fyrsta verkið í þeirri atlögu var að
loka spænskum höfnum fyrir bresk-
um skipum, til þess að hindra verslun
Englendinga.
Þetta hafði gífurleg áhrif á hag
þjóða, því spænska konungsdæmið
tók ekki aðeins yfir það sem við nú
nefnum Spán, heldur einnig Portú-
gal, vissan hluta Ítalíu, Niðurlönd
eða Holland og Belgíu, mestalla Mið-
og Suður-Ameríku, Vestur-Indíur og
Filippseyjar.
Þetta hafnbann hafði gífurleg áhrif.
Inka-gullið gat nú flotið óhindrað í
stríðum straumum beint í fjárhirslu
Spánarkonungs, eftir sérstökum sigl-
ingaleiðum. Og ef þetta hafnbann og
fjárstreymi var látið óhindrað, voru
dagar nágrannaríkjanna efalaust tald-
ir.
Og það var Drake sem fann leiðina
til þess að rjúfa gullflutningana, og
með bréfi frá Elízabetu drottningu
snéri hann afturtil Mið-Ameríku, og
þar komst hann með aðstoð inn-
fæddra, eða Indíánanna í Panama að
því hvaða leið Spánverjar fluttu gull-
ið. Það kom frá Cordilleras de los
Andes, eða Andesfjöllum sem lágu
meðfram vesturströnd Suður-Amer-
íku. Þaðan var það flutt til Panama-
borgar, síðan var það flutt landveginn
á múldýrum, þvert yfir landið að Atl-
antshafsströndinni, en í Nombre de
Dios var því skipað um borð í
gullskipin, sem sigldu í herskipafylgd
til Sevilla. Að finna flutningaleiðina
var fyrsta skrefið til þess að rjúfa
hana, og árið 1572 lét Francis Drake
til skarar skríða. Hann hélt í her-
förina á tveim hraðskreiðum skipum,
sem einkum voru mönnuð frá heima-
bæ hans, Devon. Mennirnir voru all-
ir kornungir og um tvítugt og sumir
höfðu nokkra sjómannsreynslu áður
en látið var í haf til að hrófla við gull-
flóðinu til Spánar.
Hann tók land í Panama og tók
Nombre de Dios herskildi og rændi
hana, svo og ýmsar aðrar hafnir og
með hjálp og leiðsögn innfæddra sat
hann fyrir gulllestunum á leið yfir
landið. Þær urðu auðveld bráð fyrir
liðsmenn Drake, sem framkvæmdu
áætlun, eða leiftursókn á gullflutn-
ingana. Þeir hlóðu skip sín ráns-
fengnum og hélt heimleiðis. Philip II.
Spánarkonungur hafði orðið fyrir
milljóna tjóni — og svo bættist niður-
lægingin við.
Það var auðvitað öllum ljóst, þar á
meða! Francis Drake að Spánverjar
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43