Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 55
Frá Akranesi. Margar mjög fróðlegar greinar birtust í Ægi á fyrstu árum hans og sýnir þann stórhug og fram- sýni þeirra manna er skrifuðu í blaðið. Ekki er ætlunin hér að ræða frekar 80 ára afmæli Ægis, það verður gert annarsstaðar. En til fróðleiks skal birt hér skemmtileg grein um fiskklak er birtist í 1. tbl. Ægis 1905 og á hún ef til vill enn erindi til okkar, þótt skiptar skoðanir vísinda- manna séu um ágæti slíkra vinnubragða. Fiskiklak Fiskinum fækkar og ber margt til þess: Fyrst og fremst þær þrautstunduðu botnvörpuveið- ar. Smáseiðin eru veidd og drep- in, en verða þó ekki höfð til mat- ar. Fiskurinn er veiddur á hrygnitímanum. Þetta hefir valdið áhyggjum fyrir framtíð fiskveiðanna og efasemdir um framför og þrif þessarar atvinnu- greinar framvegis. Mörg fiski- svið er áður voru auðug eru nú þurausin. Mörg ráð hafa menn hugsað upp til þess að stemma stigu fyrir þessu, en ekkert dug- að. Fiskimennimir geta þó sjálfir ráðið nokkrar bætur á þessu. Fiskimennirnir, sem stuðlað hafa að því að trufla náttúrunnar eðlilega gang í hafinu, hafa það í raun og veru á sínu valdi að bæta fyrir gerðir sínar, ef þeir fylgja eftirfylgjandi bendingum. Menn geta á mjög einfaldan og auð- veldan hátt látið fiskinn hrygna á hrygnitímanum ef hann aðeins kemst lifandi inn í bátinn. Drepið hendinni liðlega á kvið fiskar, sem kominn erað hrygn- ingu og látið hrognin og mjólk- ina renna í gegnum gotraufina, látið þetta renna í ker hálffylt með hreinum sjó. Bezt er að hleypa mjólkinni fyrst út og hræra síðan gætilega í með hend- inni unz sjórinn lítur út eins og dauf mjólkurblanda. Hleypið því næst hrognunum niður í ker- ið og hrærið síðan alt saman gætilega með hendinni. Eftir nokkrar mínútur er meiri hluti eggjanna frjóvguð. Hellið svo aftur innihaldi kersins gætilega í sjóinn. Náttúran sér um það, sem eftir er. Hafið sjálft er bezta klakstöð. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.