Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14
I febrúar í vetur voru 60 ár liðin frá Halaveðrinu, en þá fórust rúmlega sjötíu sjómenn á Islandsmiðum með togurunum LEIFI HEPPNA og FIELDMARSHALL ROBERT- SON og mótorbátnum SÓLVEIGU. Viðhorf til skipagerða í byrjun aldar Sem að framan greinir þá voru í byijun febrúar, eða dagana 7.-8. febrúar liðin 60 ár frá því að Halaveðrið gekk yfir, en þá varð mannskæðasta sjóslys á Islands- miðum, sem vitað er um. í veðrinu fórust 67 togaramenn, þar af 6 Englendingar og með mótorbátnum Sólveigu fórust sex ís- lenskirsjómenn út af Stafnesi. Allmikið hefur verið rætt um þetta slys, sem í raun og veru skipti sköpum fyrir ís- lenska togaraútgerð. Fram til þessa höfðu menn almennt talið að járntogarar gætu ekki sokkið á rúmsjó, enda höfðu þeir komist klakklaust frá miklum veðrum. Þeir togarar sem fórust, höfðu að því er menn best vissu orðið til með öðru móti. Þeir höfðu strandað, farist á blindskerj- um, í ásiglingum, eða vegna bilana, sem ekki varð við ráðið. Þó skal þess getið að hér er um hina almennu reglu að ræða, eða almenn viðhorf til járntogara. Fólkið trúði blint á þessi skip, sem höfðu það umfram önnur á Islandsmið- um, að geta verið að allt árið, og hvernig sem viðraði. Þetta viðhorf kom líka víða fram. Sjómannskonur og heimilin voru öruggari, ef húsbóndinn var á togara, en til dæmis á mótorbáti á vetrarvertíð, eða á skútu. Að vísu höfðu orðið slys um borð í togurum, og þeir höfðu farist, en sú vissa að þeir þyldu veður, vetrarstorminn sem æddi um höfin, var þó nokkurs virði. Og þess ber að geta að á þessari tíð var skipakostur íslendinga annar en síðar varð. Mótorbátar voru margir nánast dekkuð, eða hálfdekkuð áraskip með mótor og stýrishúsi, ellegar vélvana, eða vélarlausar skútur, sem oft fórust í storm- inum. Þá var útgerð opinna skipa að vetrarlagi enn við lýði. Mannfórnir voru miklar í þessu veik- byggða úthaldi, og því skiljanlegt að þjóð- in fagnaði miklum skipum. Það væri þó ofsagt ef þessi mikla trú á sjóhæfni járntogara, hefði einvörðungu verið bundin þeim. Mótorbátar og skútur töldust líka til framfara, en þess er þó að geta að íslenskir sjómenn hafa gegnum tíðina verið sókndjarfir, svo ekki sé meira sagt og um það eru mörg dæmi. Til dæmis hafa togarar fengið töpuð veiðarfæri op- inna hákarlaskipa upp á Halamiðum, því hákarlamenn voru þar Iíka að vetrarlagi og nefndu „Misdýpin“. Auðvitað var slíkt úthald glæfraspil, en þeir sem séð liafa hákarlaskipið Ófeig í byggðasafni Strandamanna og Vestur- Húnvetninga í Reykjaskóla, sjá þó að slíku skipi mátti talsvert bjóða, svo ekki sé meira sagt. En um sókn á Misdýpin, sem koma undir eftir að fjöllin eru sokkin gegnir öðru máli, og þá sér í lagi þegar allra veðra er von. Til miðanna eru rúmlega 50 sjómílur, eða um 100 km, en 60 árum Halamið eru, eins og margir vita, tunga norðvestur af Stiga og Rit við ísafjarðar- djúp. „Kröpp lægð nálgast landið“ Halaveðrið gerði viss boð á undan sér. bæði í lærðri veðurfræði og eins vóru ýms óveðurstákn á himni. þrátt fyrir annars gott veður á vestanverðu landinu að morgni 7. febrúar. Undir Svörtuloftum og í kantinum við Öndverðarnes, er til að mynda íslenskur togari að veiðum í logni. Ungur kyndari, Andrés Jónsson, frá Hergilsey í Breiða- firði, síðar yfirvélstjóri í Landhelgisgæsl- unni, kemur upp á þilfar til að fá sér ferskt loft. Hann sér inn Breiðaljörð og norður- yfir; sér að „Blakkt er yfir Barðaströnd en ljós í Gilsfirði" en með hinu síðarnefnda er átt við að sólin skín í Gilsfirði. Auðvitað er þetta ekkert tiltökumál, það er að segja fyrir flesta menn, en Breið- firðingurinn veit að nú er verið í svika- logni. því þjóðfræðin sagði að ekki mætti róa með þessi tákn á himni yfir sér. Og í sjálfu sér fannst honum þetta dálítið frá- leitt, því fjöll stóðu í vatni og gárur frá skipinu var svotil eina hreyfmgin, nema hin þunga undiralda, sem aldrei deyr til fulls undir Svörtu Loptum. Hann tekur sér góðan tíma og fer síðan upp í brú, en í þann mund er hann lokar hurðinni, ber loftskeytamanninn að og hann segir skipstjóranum að komið sé vitlaust veður á Halanum og skipin þar séu að hætta að toga. Ungi kyndarinn sagði fátt, en varð hugsað til gamalla úrræða, sem eldri voru en loftskeytin. Og ekki leið á löngu, fyrren það byrjaði einnig að hvessa við Snæfells- nes, og togarinn varð að leita vars og þótti vel sloppið með það. Halaveðrið var skollið á. Arið 1925 var ekki komin á vakt allan sólarhringinn á Veðurstofu íslands, en veðurstofustjóri var dr. Þorkell Þorkels- son, eðlisfræðingur, sem undirbjó stofnun Veðurstofunnar árið 1919 og var síðan veðurstofustjóri frá 1920—1946. Um þetta leyti var þó nútíðarlegt fyrirkomu- lag á starfi Veðurstofunnar, því skip, sem höfðu loftskeytatæki og loftskeytamann, gátu fengið veðurfregnir. Útvarpið var hinsvegar ekki tekið til starfa, þannig að örðugra varað koma veðurspám og fregn- um á framfæri um landið. Fyrstu árin, áður en útvarp tók til starfa, 1926 og síðar Ríkisútvarpið 1930, var örðugt að koma veðurfregnum á framfæri við almenning. Veðurstofan fékk öll skeyti gegnum Loftskeytastöðina, en síðar var ráðinn þangað loftskeyta- maður til að taka beint á móti veðurskeyt- um, bæði á morsi og eins gegnum Lands- símann, en óbreytt ástand var, hvað varð- aði það að koma veðurfregnum til lands- manna. Var þetta gert með þeim hætti, að veðurfregnum var komið fyrir undir gleri í kassa við símstöðvar í stærri verstöðv- um. Þangað gátu formenn farið og lesið spána, og í Reykjavík var þessum sið haldið í Landssímahúsinu fram undir 1950, að þar mátti lesa nýtt opinbert veð- ur í glugga. Veðurfræðingar og annað starfslið veð- urstofunnar kom til starfa klukkan 0600, laugardaginn 7. febrúar, 1925. Þegar búið var að safna saman athugunum og byijað var að spá í veður dagsins kom í ljós að kröpp lægð nálgaðist landið. Bátar réru úr verstöðum syðra, en klukkan hálf níu um morguninn var veð- urspáin send út með morsi til skipa, og g spáin gekk út gegnum símakerfið með venjulegum hætti. Stormurinn lét heldurekki á sérstanda, því ekki var langt liðið á daginn, þegar Halavedrid ivrir 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.