Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 27
Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Hilmi Sli 171 Sagt er að sumir menn beri í fasi sínu atvinnu sína og lífsverk, og er þessa ósjaldan getið. Til að mynda segir dr. Sigurður Nordal einhvers- staðar, að Jóhann Sigurjónsson hefði verið listamannslcgur útiits, að hann hefði líklega ekki getað orðið neitt annað en skáld. Hins er þó að geta að atvinna hefur án efa sést meira á mönnum fyrr á tímum en nú, það er að segja á þeirri tíð er lífið skiptist í erfiðisvinnu og aðra vinnu, og þá hefur auðveldlega mátt greina innisetumenn frá há- karlaformönnum, svo dæmi séu nefnd. Ekki veit ég hinsvegar hvers vegna mér þótti Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Hilmi vera hinn dæmi- gerði nútíðarsjómaður í útliti og framgöngu: Hávaxinn, yfirvegaður maður, sem bar hlédrægni afla- mannsins í fasi sínu. Og svo var það ef til vill hitt, að hann stýrði þekktum og fengsælum skipum,og hafði gjört það lengi. En hvað um það, þegar hér á blað- inu var ákveðið að hafa viðtal við Eggert Þorfinnsson, skipstjóri, ásamt Kristínu Ólafsdóttur, konu sinni og son- unum tveim, Þorfinni Pétri og Sigurði Jónasi. Þegar síldin var íarin írá Rauíinni skipstjóra á loðnuskipi, varð Eggert fyrir valinu og við hittum hann að máli í nýbyggðu húsi hans í austan- verðum Laugarási í vor að lokinni vertíð á loðnu. Ég veit ekki hvað ég ætti svosum að segja af sjálfum mér, segir Eggert er við inntum hann eftir uppruna og sjó- mennskuferli. Ég fæddist norður á Raufarhöfn í byrjun árs, árið 1936. Faðir minn hét Þorfinnur Jónsson og var formaður þar, en hann lést árið 1967, en móðir mín Sumarlín Gests- dóttir er hinsvegar enn á lífi. Ég hygg að það hafi svona komið af sjálfu sér að ég varð sjómaður og eins systkini mín, en við vorum fimm talsins, en Pétur, stýrimaður, bróðir okkar fórst með Stuðlaberginu út af Stafnesi, en var ekki um annað að gera en að íara suður... hin hafa verið á sjó, þar á meðal systir okkar, Bergljót, sem nú er kokkur á Sandeynni. Hún hefur verið mikið á sjó, meðal annars verið kokkur hjá mér í mörg ár. Þegar ég var að alast upp þá var Raufarhöfn mikill síldarbær, eins og flestir vita. Raufarhöfn er að vísu ofurlítið eldri en síldin, því þar var komin verslun og ofurlítið þéttbýli á fyrri hluta seinustu aldar, og staður- inn þótti álitlegur kostur, þegar hafist var handa um mikinn síldarútveg hér við land eftir stríðið. Áður var þama aðallega smáskipaútgerð, því þótt höfnin sé góð var innsiglingin grunn. Fiskimið eru góð á Þistilfirði og þangað sóttu menn á sumrin víða að, meira að segja Norðmenn og Fær- eyingar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.