Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 25
ull. Eftir að hafa fengið svo örugga staðar-
ákvörðun og sett út í kortið, var þeim
ljóst, að í stað þess að sigla sextíu til sjötíu
mílur áfram hafði skipið hrakið um tutt-
ugu og fímm sjómílur afturábak þá 36
klukkutíma, sem það hafði verið knúið á
fullri ferð gegn fárviðrinu. Gulltoppur
sigldi undir Jökul, en þar var stanzað og
mannskapurinn kallaður á þilfar. Menn
lagfærðu það, sem hægt var og brutu ís af
skipinu. Þeir Friðfmnur Kjæmested stýri-
maður og Sverre Smith loftskeytamaður
hjuggu mesta ísinn úr framvantinum öðru
megin og komust upp í mastrið. Þeim
tókst að festa loftnetið í salninguna. Litlu
síðar náði Gulltoppur loftskeytasam-
bandi við TFA í Reykjavík og skýrði frá
því, að þeir væru á heimleið. Sverre Smith
hafði einnig samband við togara, sem
voru inni á Patreksfirði og bar á milli fyrir
þá skilaboð til Reykjavíkur. Þegar tekið
var til í brúnni, fundust þar raktæki
skipstjórans, sem hann annars geymdi á
hillu við vaskinn í íbúð sinni. f áfallinu
höfðu þau kastazt alla leið upp í brú.
Sjóslysin í Halaveðrinu snertu alla
þjóðina og margar fjölskyldur áttu um
sárt að binda. 32 konur með um 90 böm
innanvið 15 ára aldur misstu menn sína í
Magnús Brynjólfsson, loftskeytamaður á
Leifi heppna.
veðrinu og margir einhleypir áttu fyrir
öldruðum foreldrum að sjá, en samkvæmt
skýrslum kom í Ijós að þannig höfðu 48
einstaklingar misst fyrirvinnu sína.
Opinberar skýrslur telja að 68 íslend-
ingarhafi týnt lífinu í þessum þyl, þeir
voru af togurunum tveim og línubátnum,
og einn maður lést af meiðslum er hann
hlaut um borð í Gullfossi í veðrinu.
Hafa verður í huga, að árið 1925 voru
tryggingabætur mjög litlar. Dánarbætur
fyrir sjómann voru kr. 2000 og kr. 200 til
viðbótar fyrir hvert barn og bæturnar
voru greiddar í eitt skipti fyrir öll. Á nú-
gildandi verði munu þetta vera um 60.000
kr.
Þó munu aðstandendur þeirra er fórust
með Fieldmarshall Robertson hafa staðið
nokkuð betur að vígi, þar eð breskar
tryggingar voru betri og bætur hærri. Þá
munaði einnig mikið um að efnt var til al-
mennrar fjársöfnunar til styrktar ljöl-
skyldum þeirra, sem fórust og þreytingar
voru gjörðar á tryggingakerfinu. Varð það
til þess að auka dánarbætur verulega, en
þær skiptust milli 87 einstaklinga, sem
misstu fyrirvinnuna.
Hér verður ekki gjörð nein tilraun til
þess að meta líftjón, afleiðingar, eða fé-
lagsleg áhrif Halaveðursins, enda ekki á
neins manns færi. Þó töldu sjómenn rétt
að minnast þessa atburðar, þegar sextíu ár
voru liðin.
Helstu heimildir: Skipstjóra- og stýrimannatal. Vél-
stjóratal 1911 — 1977. Sextíuárásjó, JónasGuðmunds-
son. íslenskar æviskrár. íslenskir samtíðarmenn.
Morgunblaðið. Sjómannafélag Reykjavíkur 50 ára
starfssaga. í Særótinu, Sveinn Sæmundsson. Sagnir, 5.
árgangur, 1984. Sjómannadagsblaðið. Sjómannablað-
ið Víkingur. Öldin okkar. Veðurstofa íslands, veður-
stofustjóri o.fl. munnlegar heimildir.
Togarinn Leifur heppni.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25