Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 39
Bandarískum verksmiðjutogara hleypt af stokkunum, en togarinn er ætlaður til veiða á Atlantshafinu og verður aflinn full- unninn um borð. Afkastageta er miðuð við 40 tonna afla á sólarhring. Togarinn er rúmlega 70 metra langur og hlaut nafnið Amfish. Smíðaverð skipsins er um 260 milljónir króna (Ikr). Þess þarf auðvitað ekki að geta að fullkomin rækjuverksmiðja er um borð, og ef til vill ættu íslend- ingar að hyggja betur að þessum veiðum! sbr. viðtal hér í blaðinu við skipstjórann á Hilmi SU. Hollenskir verksmiðjutogarar Hollenskir útgerðarmenn ijár- festu óhikað í nýjum fiskiskipum á seinasta ári (1984) og aukin- heldur hafa þeir gert tilraunir með nýjar skipagerðir. Einna mesta athygli vekur 95 metra langur frystitogari DIRK DRIK, sem er stærsta og fullkomnasta fiskiskip sem Hollendingar hafa látið smíða til þessa, en stærri verk- smiðjuskip eru þó í smíðum. Mjög góð útkoma varð víða af verksmiðjutogurum og einna best útkoma mun hafa orðið af Al- aska-ufsaflökum í Beringshafi en þar er gerður út floti verksmiðju- togara. En sé aftur vikið að hol- lenska togaraflotanum, þá hafa bæst í hann, nýverið, tveir stórir frysti- og verksmiðjutogarar AST- RIDog HOLLAND. Sá fyrmefndi getur fryst um 220 tonn af fiski á sólarhring, en full- fermt tekur skipið 120 þúsund kassa af frystum flökum (20 kg). Skipið var smíðað í Hollandi. ASTRID er 97.75 metra löng og verður því stærsti togari Hol- lands. Astrid hinn 98 metra langi togari rétt fyrir sjósetningu. Togarinn getur fryst 220 tonn af fiski á sólarhring og er stærsta fískiskip Hollendinga. ASTRID er með 6.600 hestafla aðalvélar og mun sigla með 14 hnúta hraða, en skrúfan er 3.60 m í þvermál, og gefur það hugmynd um stærðina. Mjög mikil sjálfvirkni er í skip- inu, enda verða aðeins 32 menn í áhöfn á þessu mikla skipi. Þess má til gamans geta, að eig- endur þessa nýja skips eru ekki byrjendur í útgerð, en Kwakkel- stein félagið sem á skipið verður 100 ára á næsta ári. Það á fyrir annan frystitogara, MONIKA, sem smíðaður var árið 1974 og er aðeins 64 metra langur, og auk þess tvö minni verksmiðjuskip, ANITU og ELLY, en frá þessu er greint til að sýna, að þetta fyrir- tæki rennir ekki alveg blint í sjóinn. Þá á fyrirtækið einnig miklar frystigeymslur fyrir fisk í Ijmuiden, en firmað á auk þess hluti í mörguni fisksölu- og út- gerðarfyrirtækjum, og er m.a. meðeigandi í risatogaranum HOLLAND, sem er 94 metrar á lengd, en frystilestar skipsins eru 3400 rúmmetrar. Frystigeta 175 tonn á sólarhring. Aðalvél er 5.800 hestöfi og sjálfvirkni er beitt til hins ítrasta. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.