Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 7

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 7
sem fjallað var um. Það var samdóma álit allra þeirra, sem ráðstefnuna sóttu, en það munu hafa verið á þriðja hundrað manns, að hún hafi tekist með afbrigðum vel og vakið menn til tímabærra umræðna og um- hugsunar um þessi mál. Erindi þau sem flutt voru á ráðstefnunni og nið- urstöður umræðna verða þráðlega gefnar út í bókarformi. Af þeim tillögum í 17 liðum sem öryggismálanefnd sjómanna afhenti niér í október 1984 og áður hefur ver- ið minnst á, hafa sumar þegar komið til framkvæmdar en aðrar eru til at- hugunar og úrvinnslu í samgöngu- ráðuneytinu. Hafa þegar verið skip- aðar 2 nefndir til að endurskoða ann- ars vegar lög um Siglingamálastofnun ríkisins og hins vegar til að gera til- lögur um vissa þætti í öryggismálum sjómanna. í samræmi við tillögur nefndarinnar voru lög um atvinnu- réttindi skipstjórnarmanna og önnur lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum endurskoðuð og breytt í sam- ræmi við breyttar aðstæður og af- greidd sem lög frá Alþingi fyrir síð- ustu áramót. Með nýju lögunum eru atvinnuréttindi nokkuð rýmkuð á minni fiskiskipum jafnframt voru undanþágumál fyrir yfirmenn á ís- lenskum skipum tekin til gagngerrar endurskoðunar og stefnt að því að undanþágum fækki verulega. Á næstu tveimur árum munu því verða haldin námskeið í öllum landshlut- um til öflunar atvinnuréttinda fyrir þá, sem starfað hafa samkvæmt und- anþágu um nokkurt skeið. Samhliða þessu var stofnaður sérstakur styrkt- arsjóður, sem veita mun fjárstyrk þeim undanþágumönnum sem fara í nám til að afla sér tilskilinna réttinda. Sérstök nefnd á vegum ráðuneyt- isíns vinnur nú að því að gera tillögur um skipulag á fræðslustarfsemi fyrir sjómenn um öryggismál. Hér er bæði átt við námskeið fyrir yfirmenn á skipum og fyrir almenna sjómenn og verður stefnt að því að viðurkenning frá slíkum námskeiðum verði skylda til að menn fái lögskráningu á skip. Á þessum námskeiðum þarf að kenna öryggis- og slysavarnir, brunavarnir og reykköfun, svo að einhver dæmi séu nefnd. Nefndin stefnir að því að leggja fram hugmyndir sínar og til- lögur mjög bráðlega. Jafnframt þessu hefur Öryggis- málanefnd sjómanna haldið áfram starfsemi sinni, m.a. með áróðurs- herferð í ijölmiðlum, sem lesendur þessarar greinar kannast vafalaust við. í nóvember 1982 skipaði þáverandi samgönguráðherra nefnd til að kanna öryggisbúnað fiski- og farskipa sam- kvæmt þál. sem samþykkt var á Al- þingi vorið 1982. Þessi nefnd hefurátt erfitt um vik, þar sem hana hefur skort fé til þess að vinna að verkefni sínu. Eins og dæmin sanna eru þó tví- mælalaust slysagildrur víða í höfnum landsins og því nauðsynlegt að þess- um þætti öryggismála verði sinnt, og hef ég nú nýverið gert ráðstafanir til þess að nefndin geti á viðunandi hátt skilað tillögum um bætt öryggi í höfnum landsins. Og síðast en ekki síst ber að geta þess að til þeirra mála og þeirrar starfsemi, sem hér hefur verið lýst hefur tekist að afla á fjárlögum 3,0 millj. kr. úr ríkissjóði og annarra 3,0 millj. kr. úr gengishagnaðarsjóði eða samtals 6,0 millj. kr., þannig að vel á að vera séð fyrir ljárþörf vegna öryggismála sjómanna á þessu ári. Ég hef hér að framan fyrst og fremst fjallað um tillögur Öryggis- málanefndar sjómanna og fram- kvæmd á þeim. Rétt og skylt er þó að geta þess, að auk þess sem Slysa- varnarfélag íslands, Siglingamála- stofnun ríkisins, Rannsóknarnefnd sjóslysa og fleiri aðilar eiga þátt í framkvæmd þessara tillagna, þá hafa þessar stofnanir á margvíslegan hátt unnið að öryggismálum sjómanna umfram það sem hér er getið. Auð- vitað er þessi starfsemi jafn mikils virði fyrir öryggismál sjómanna, enda þótt hún sé ekki tíunduð hér sérstak- lega. Meginmálið er það, að ég held að fullyrða megi, að aldrei fyrr hafi tek- ist jafn gott og mikið samstarf jafn margra aðila að öryggismálum sjó- manna og nú hefur gerst. Það er trú mín og von að þar láti menn ekki deigan síga, en geti sýnt von bráðar verulegan raunhæfan árangur í fækk- un slysa á sjó. Grundvallarskilyrði þess, að það megi takast, eru þó ekki þær aðgerðir og tillögur sem hér hafa verið nefndar, heldur hitt að sjómenn séu sjálfir stöðugt á verði fyrir sínu eigin öryggi og félaga sinna, svo og hitt sem stundum hefur verið sagt, að ekkert björgunartæki jafnast á við skipið sjálft. SJÓMENN SJÓMENN LÍFEYRISSJÓÐUR SJÓMANNA minnir ykkur á, að samkvæmt íslenskum lögum ber öllum launþegum og atvinnurekendum að greiöa í lífeyrissjóð. Hefur ÞÚ athugað hvort ÞfNUM iðgjöldum sé skilvíslega skllað f réttan sjóð. Ef svo er ekkl, kannaðu þá mállð fyrr en seinna. Það margborgar sig. Lífeyrissjóður sjómanna Laugavegi114 sími 91-19300 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.