Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 45
Sailed Dec. 13, 1577 Returned Scpt. 26, 1580 Ncw Albion June 17-iuly 23,1579 Mogador Canary Is. Cape Blanco Ladrones Is. Guatulco f ’apturcd Don Francisco de Zarate ^ Captured Spanish bark Cacafuego capturcd at Cape San Francisco Sicrra Leone Mindanao Oct. 14,1579 I Ternate Sumatra Guayaquil Ccicbes Arica / Bra/ilian Coast / April 5,1578 Rivcr Plate Valparaiso Sightcd African coast May 1580 Cape of Good Hope June 1580 Mocha [A Searching for missing ships | Port San Julian Capc Virgins | Cape Hom Driven south by storms Hnattsigling Drakes Entcred Pacific Scpt. 6, 1578 myndu breyta um aðferðir við gull- flutningana og verja leiðakerfið bet- ur, sem og borgirnar. Samt lét Drake það ekki hindra sig, því hann ákvað að leggja aftur til atlögu við gullflutn- ingana, þótt einhver kynni nú að telja að nokkrum hefndum hefði verið komið fram fyrir árásina á bresku skipin í Mexíkóhöfn. Enn lagt til atlögu Drake sat- ekki lengi auðum hönd- um, heldur byrjaði að gera nýja áætl- un til þess að ræna gullforða Spánar, með árás á flutningaleiðina. En margs var að gæta, og þá sér í lagi liðsmunar. Hann varð að koma Spánverjum í opna skjöldu með því að ráðast að þeim Kyrrahafsmegin, því ekkert enskt skip hafði þá siglt fyrir suðurodda S-Ameríku. Drake var það auðvitað ljóst, að þetta yrði glæfraför hin mesta og örðug á allan máta, einkum þar sem um ókunna stigu var að fara og hann átti aukin- heldur ekki gott með að leita hafnar til þess að afla vista, því eigi máttu Spánveijar hafa neina njósn af fyrir- ætlunum hans. Elízabetu drottningu leist vel á hugmyndir Drakes um ferðina og samþykkti hana, en með því skilyrði að „hann léti eigur mágs hennar í friði“. Francis Drake lét úr höfn í Ply- mouth 13. desember árið 1577 og voru fimm skip í flota hans og nú var stefnt suður. Um vorið 1578 voru skip hans út af ströndum Brazilíu og enn var stefnt suður með austur- strönd álfunnar. Hann náði gegnum Magellansund síðla sumars og GULLNA HINDIN, skip hans sjálfs leiddi flotadeildina með fána. En nú fóru í hönd örðugir tímar. í 17 daga börðust skipin við storma, hafís fyrir klettóttri strönd, og þegar út á sjálft Kyrrahafið var komið versnaði ástandið enn, og var þó bág- borið fyrir. Eitt skipanna þoldi ekki átökin og sökk og flotadeildin tvístr- aðist í storminum, og loks var Gullna hindin ein eftir, og Francis Drake setti stefnuna norður með ströndum Suður-Ameríku, eftir að hafa í 16 daga barist við storminn, sem hrakti þá talsvert suðurfyrir Hornhöfða. Og nú lét hann heldur betur til skarar skríða, því Spánveija dreymdi ekki einu sinni um að ensk skip myndu sigla til Kyrrahafsins. Hann mætti því nánast engri mótspyrnu og hann hlóð skip sitt með fjársjóðum, gulli, silfri, listaverkum, vefnaði, vistum, víni og öðru, sem hugurinn girntist. Tvö spænsk herskip urðu þó á vegi hans, en komu aldrei nærri. Sagt var að sjóveiki angraði Spánverjana. Þeir fylgdu Drake eftir dag og nótt, en lögðu eigi til atlögu, hvernig sem á því stóð og Drake hélt áfram ferð sinni norðurmeð landi, og nú hafði hann áhyggjur nokkrar, sumsé að Spánverjar hyggðu á hefndir og myndu veita honum verðuga fyrirsát á Magellansundi, eða við suðurodd- ann, þannig að hann ákvað að reyna að sigla norðurfyrir Ameríku og um íshafið heim til Englands, en hann varð að láta í minni pokann fyrir veðrahamnum, og snúa aftur suður á bóginn. 17,—23. júlí 1579 er hann í landvari í Kalifomíu til þess að hvíla áhöfnina og taka vistir. í „hentugri og þægilegri höfn“ (New Albion). Hann þakkar skapara sínum. Hann skiptist á gjöfum við vin- gjamlega frumbyggja landsins og helgaði sínu ástkæra föðurlandi þessa byggð og þetta land, með því að negla SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.