Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 28
Suður á vertíð Fyrir mér er staðurinn þó einkum síldarbær. Bær með miklum plönum og bólverki og ég byrjaði strax að vinna í síldinni, eins og allir aðrir. Þetta var hinsvegar fyrst og fremst sumarvinna, þannig að um tvítugt fór ég að fara suður til Reykjavíkurá ver- tíðir og var á svonefndum útilegubát- um á línu og netum. Ég var þarna á BIRNI JÓNSSYNI, sem var einn Svíþjóðarbátanna, svonefndu, en bát- urinn var skírður eftir Birni í Ána- naustum, kunnum skútuskipstjóra úr Vesturbænum, sem síðar var Iengi með línuveiðarann SIGRÍÐI. Jón Bjömsson, skipstjóri, sonur hans átti skipið og gerði það út, en Björn sonur hans var tekinn við skipstjórninni er ég réðist þangað. Einnig var ég á GUÐMUNDI ÞÓRÐARSYNI eina vertíð með Haraldi Ágústssyni, þeim kunna aflamanni, sem núna er skipstjóri á SIGURÐI. GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON var á þeirri tíð eitthvert stærsta og glæsilegasta fiskiskipið í bátaflotan- um, þótt eigi þætti hann líklega stór núna, eftir að bátarnir fóru að stækka fyrir alvöru. Einhver sagði mér að Gumundur Þórðarson hefði borið 270 tonn, sem þætti víst ekki mikið núna, og þegar fyrsta síldarskipið, sem þyggt var yfir, ELDBORGIN, kom með 550 lestir að landi úr einni veiðiferð, þótti það ótrúlega mikill afli og um það var fjallað í fjölmiðl- um. Nú landa stærstu skipin um 1600 lestum, þannig að þátarnir hafa stækkað. Af Guðmundi Þórðarsyni er það að segja, að hann var rifinn fyrir nokkrum árum, eftir að hann svaraði ekki lengurkröfum tímans. Ég hélt þessum sið nokkuð lengi, að vinna í síldinni á sumrin, og var verkstjóri við síldarsöltun seinast, en svo dreif ég mig í Stýrimannaskólann og lauk þar hinu Meira fiskimanna- prófi, eins og það hét þá, eða árið 1964. Reyndar hefi ég sleppt því hér, að ég átti einnig og gerði út trillu frá Raufarhöfn í nokkur ár, en það þótti sjálfsagt mál í þeim bæ og þykir sjálf- sagt enn. Og þannig gekk þetta í nokkur ár, en eftir að síldin hætti, eða síldin var farin frá Raufinni, var sjó- mennskan aðalstarfið. Ég réði mig síðan sem stýrimann á ÓSKAR HALLDÓRSSON. Þar var ég í Ijögur ár, en síðan skipstjóri þar í 10 ár eða svo á loðnu og síld og eitthvað á netum. Það var á þeim árum, sem fslendingar veiddu síld í Norðursjó og lönduðu einkum í Danmörku, en lítið var að hafa fyrir skipin heima, eftir að síldarstofnamir hrundu. Einnig fiskuðum við síld við strendur Bandaríkjanna og lönduðum þá í einhverja pramma, utan við þrjár mílurnar, til að fylgja lögum, en aflanum var landað á Long Island og síðarí Gloster. Síldveiði og loðnuveiði á ýmsum skipum — á ýmsum stöðum Síldarævintýrinu, sem gjarnan er kennt við Norðursjóinn, lauk árið 1975, en þá urðu breytingar á fisk- veiðilögsögunni og fleiru. Þá virtust 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.