Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 40
Sjóræninginn,
sem sleginn var til
riddara
í febrúarmánuði árið 1573 klifraði
ungurens.kurskipstjóri upp ítrjátopp
á hæð einhversstaðar á landræmunni
sem tengir Suður- og Norður-Amer-
íku og sér til nokkurrar furðu sá til
hafs til tveggja átta í senn, eða sam-
tímis til Atlantshafsins og Kyrrahafs-
ins. Þetta var söguleg stund, því
þarna fór maður er síðar öðlaðist sess
í veraldarsögunni, sem Sir Francis
Drake, landkönnuður, ofurhugi og
sjóræningi, sem fyrstur Englendinga
sigldi skipi sínu umhverfisjörðina.
Francis Drake klifraði aftur niður
úr trénu, og þar eð hann vissi að eng-
inn landa hans hafði siglt skipi um
Kyrrahaf, féll hann á kné og bað al-
mættið í hljóðri bæn að gefa sér tæki-
færi til þess að sigla út á Kyrrahafið á
ensku skipi. Og skemmst er frá því að
segja að tæpum hálfum öðrum áratug
síðar, eða árið 1577 lagði Francis
Drake upp í þá sjóferð er hann þráði
svo heitt. Þá stýrði hann flotadeild
fimm skipa, er hafði það verkefni að
ræna spænskum fjársjóðum með
vopnavaldi og ennfremur til þess að
ná tangarhaldi og fótfestu á landi í
Nýja heiminum, eða í Vesturheimi.
Þetta var að sjálfsögðu ekki fyrsta
ránsferð Francis Drake á hendur
Spánverjum, því hann var þegar orð-
inn svo þekktur fyrir ránsferðir sínar
að Spánverjar nefndu hann Meistara
sjóræningjanna, eða einskonar yfir-
þjóf á heimshöfunum.
En hver var hann svo, þessi al-
ræmdi sjóræningi, sem barægishjálm
yfiraðra í þessari atvinnu?
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ