Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 64
Stækkun á Laugarásbíói Á annan páskadag voru opnaðir tveir nýir salir við Laugarásbíó, salur B með 120 sætum og salur C með 80 sætum til viðbótar við sal A, sem tek- ur429 manns í sæti. Jarðvegsframkvæmdir við þessa stækkun hófust 7. september 1984 eða fyrir réttum 7 mánuðum. Sökklar voru steyptir þann 9. nóvember, eða fyrir 5 mánuðum. Arkitekt að húsinu er Halldór Guðmundsson, en verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar sá um verkfræði- lega hlið byggingarinnar. Verktaki við jarðvinnu var Hagvirki h.f., en verktakar við bygginguna eru Ham- arinn h.f., Pétur Jökull Hákonarson og Hallgrímur Guðmundsson. Verkið hefurgengið frábærlega vel eins og sést á mjög stuttum bygging- artíma. Lánsfjárhefur verið aflað hjá við- skiptabönkum sjómannadagssamtak- anna og Laugarásbíós, Landsbanka íslands, Iðnaðarbanka íslands og Sparisjóðs vélstjóra. Mest allur tæknibúnaður í sýningaklefa er feng- inn frá Dansk biograf teknik í Kaup- mannahöfn, sáu þeireinnig um upp- setningu tækjanna ásamt eftirlits- manni með sýningatækjum Gunnari Þorvarðssyni, rafverktaka og sýning- armönnum hússins. Tækin eru öll af fullkomnustu gerð og er óhætt að segja að sýningarklefi Laugarásbíós verði sá fullkomnasti á landinu. Þá verður Dolby-hljómburðartæki í sal A og B, einnig hafa verið settir nýir hátalarar af fullkomnustu gerð í sal A. Mörgum finnst undarlegt að við skulum ráðast í þessa framkvæmd núna þegar myndbönd eru svo vinsæl sem raun ber vitni. Laugarásbíó bar gæfu til að fylgjast með þeirri þróun og hefur ásamt Háskólabíó sölu- og framleiðsluleyfi á myndum frá Universal og Paramount í gegnum CIC video. Það hefur farið mjög í vöxt að allar betri myndir eru seldar hingað á prósentukjörum, en þá fær erlendi aðilinn hluta af hverjum seldum miða. Það segir sig sjálft að til þess að geta nýtt myndirnar til hins ýtrasta þarf að hafa fleiri en einn sal. Þessra framkvæmdir eru einfaldlega til þess að geta tekið þátt í leiknum áfram. Laugarásbíó verður 25 ára á þessu vori. Þegar það var opnað var öll tækni og aðbúnaður gesta sá besti sem völ var á og nú á þessum tíma- mótum teljum við að Laugarásbíó sé enn komið í fararbrodd. SAMÁBYRGÐ ISLANDS Á FISKISKIPUM SiMi 81400 SÍMNEFNI SAMÁBYRQÐ LAGMULA 9 Samábyrgðin tekst á hendur eftirfarandi: Fyrir útgerðarmenn: Skipatryggingar Ábyrgðartryggingar útgerðarmanna Slysatryggingar sjómanna Farangurstryggingar skipshafna Afla- og veiðarfæratryggingar Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum Rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa Fyrir skipasmíðastöðvar: Ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgerða Nýbygginga-tryggingar Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsyn- legar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Höfn, Hornafirði Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík. 64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.