Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 13
öflunaskyni fyrir Sjómannadag- inn. Sjómannadagsráð fagnar mjög því frumkvæði og velvilja er Hval- ur hf. sýndi þarna, en fjöldi manns notfærði sér þessa skemmtisigl- ingu, sem víða er fastur liður í há- tíðahöldum Sjómannadagsins, þótt þessi siður hafi ekki verið upp tekinn í Reykjavík fyrr en nú. Þó er þess að minnast, að þegar fyrsti Sjómannadagurinn var haldinn, þá komu Hafnfirðingar siglandi til Reykjavíkur, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum, því eins og margir vita, þá héldu Hafnfirðingar og Reykvíkingar upp á Sjómannadaginn sameigin- lega í fyrstu, þótt síðar þætti hent- ugra að hafa sérstaka hátíðadag- skrá í Hafnarfirði. Sjómannadagsráð vill því þakka Kristjáni Loftssyni, fram- kvæmdastjóra Hvals hf. fyrir sigl- inguna og eins skipverjum á Hval- bátunum, en samskiptin við Loft Bjarnason, (1898 — 1974) útgerð- armann og forstjóra Hvals hf. og fleiri útgerðarfélaga voru ávallt góð og áttu sjómenn oft hauk í horni, þar sem Loftur var, og það sama má segja um aðra forráða- menn Hvals hf. Sveit úr Siglingaklúbbnum Snarfara var til aðstoðar á Reykja- víkurhöfn og sýndu menn ýmsar listir á skemmtibátum sínum. Konur úr kvenfélögum eigin- kvenna sjómanna önnuðust sölu á veitingum úr sölugámum, sem Hafskip hf. lánaði. Merki dagsins sem og Sjómannadagsblaðið var selt í Reykjavík, eins og annars- staðar úti um land, en ritstjórar þess eru nú Garðar Þorsteinsson og Jónas Guðmundsson. Dagskrá Ríkisútvarpsins var að hluta til- einkuð sjómönnum og var sú dagskrá í umsjón Guðmundar Hallvarðssonar. Sjómannadagurinn í Reykjavík Hvalur hf. sýndi þá miklu rausn aó bjóða Reykvíkingum og öðrum hátíðagestum í skemmtisiglingu út á Sundin. Veitingar voru fram bornar og komust færri en vildu í siglinguna þótt skipin væru í lát- lausum ferðum. þakkar skipulagsnefnd dagsins fyrir mjög góða vinnu við undir- búning dagsins, svo og alla fram- kvæmd þegar til dagskrárinnar kom, og er það von forráðamanna Sjómannadagsins að þetta hafi aðeins verið upphafið að því að hefja Sjómannadaginn aftur til vegs og virðingar meðal borgar- búa í Reykjavík. Þá þakkar Sjómannadagurinn öllum þeim mörgu sem lögðu hönd að verki við alla fram- kvæmd hans. Þessir voru heiðraðir á Sjómannadaginn 1984. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.