Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 19
Þorvaldur Eyjólfsson. Skipið lét illa og var farið að fá miklar ágjafir. Allt í einu reið mikið brot bak- borðsmegin á skipið og skellti því á stjómborðshliðina. Stór vatnspottur, sem stóð á eldavélinni fullur af heitu vatni, kastaðist yfir slá, sem var til hlífðar og lenti aftan á Friðfinni. Það vildi honum til, að höfuðið var ekki komið upp úr stakknum svo hann slapp við að brennast, en kastaðist út í þil og hlaut allmikið höf- uðhögg. Hann flýtti sér í stakkinn og hélt rakleiðis upp í brú. Jón Högnason skip- stjóri var í brúnni. Hann hafði hringt á ferð og ætlaði að snúa skipinu uppí, en skipið lét ekki að stjórn. Hann hringdi þá á fulla ferð, og þrátt fyrir það að vélin var knúin til hins ýtrasta og stýrið hart í borð, tók það talsverða stund að ná skipinu upp í. Brotsjórinn hafði skollið á skipið aftan- vert. Þegar það kastaðist niður á hliðina hafði hlésjórinn hrifið stjórnborðs björg- unarbátinn úr sæti, svo og bátsuglurnar og kastað honum inn að afturmastrinu. Þeg- ar skipið valt og erfiðaði í sjónum, var mjög mikil hætta á, að báturinn færi fyrir borð og drægi þá með sér kaðla og báts- uglur, sem auðveldlega gátu farið í skrúf- una og stöðvað hana. Jón Högnason skipstjóri spurði, hvort þeir treystu sér til þess að fara aftur eftir og festa bátinn og ganga svo frá, að ekki yrði tjón af. Frið- finnur 1. stýrimaður fór aftur á ásamt Guðmundi Kristjánssyni bátsmanni, og þrátt fyrir mikinn ís, velting og erfiðar að- stæður gátu þeir bundið bátinn tryggilega við afturmast 5. Þeir gengu eins vel frá þessu og þeim var unnt og hröðuðu sér síðan fram í brú. Allar tómar tunnur, sem geymdar voru á bátaþilfari, fóru fyrir borð og hinar, sem voru fullar og geymdar í göngum, losnuðu. Geir Jónsson og Jó- hannes Einarsson fóru aftur eftir með sleggju til þess að brjóta tunnumar. Þeir stóðu inni í ganginum og höfðu efri hurð- ina opna og slógu úr þeim botninn, þegar þær bárust aftur eftir með sjónum. Um það leyti var orðið kolalítið í lúkarnum, og að þessu starfi loknu tóku þeir stór kolastykki með sér fram í. Skip framundan Mennimir á stjórnpalli sáu allt í einu, hvar skip var fvrir framan þá, heldur á stjómborða. Skipið lá flatt fyrir og hafði sjó og veður á stjómborðshlið. Friðfinnur sagði rórmanninum að leggja á hart í bak og hringdi á mestu ferð. Gulltoppi sló undan, og skipið rak fram hjá þeim í nokkurra feta fjarlægð. Það mátti ekki miklu muna. Skipið var með vinnuljós á þilfarinu og skipsmenn á Gulltoppi bjugg- ust við, að þeir væru að sjóbúa. Um þetta leyti hafði Sverre Smith loft- skeytamaður samband við ioftskeyta- manninn á Leifi heppna. Jón Högnason fór aftur í loftskeytaklefann, og þeir rædd- ust við Gísli skipstjóri Oddsson og Jón. Gísli sagði, að hjá þeim væri veðrið orðið svo slæmt, að þeir ættu í erfiðleikum með að verja skipið sjóum. Gulltoppur sigldi upp hrönnina og stakkst niður í öldudalinn. Vilhelm vél- stjóri varð að standa við stjómtæki vélar- innar og draga af, þegar skrúfan kom upp úr sjónum og rásaði, en veita síðan ork- unni inn á vélina, þegar skipið hófst að framan á ný. Annar vélstjóri var áfram niðri, þótt vakt hans væri raunverulega Þorsteinn Árnason, 1. vélstjóri. Guðmundur Markússon. lokið, og sama var um kyndarann. í véla- rúmi þurfti reyndar tvo menn, þar sem annar þurfti að vera við vélsímann og stjórntækin, en hinn leit eftir vatnshæð, smurði og fylgdist með því, sem fram fór. Sveinn Hallgrímsson háseti stóð við stýr- ið. Stýrisvél hafði nýlega verið sett í skip- ið, en þeim þótti ekki taka að nota hana, og Sveinn stýrði með handstýrinu. Þeir sáu lítið út vegna byls og særoks, en skipið erfiðaði í sjónum án þess þó að slá und- an að ráði. Þeirsáu því ekki heljarbrotsjó, sem nú óð að skipinu. Þeir vissu það fyrst, að brotið skall á skipinu, á brúnni braut alla brúargluggana og fyllti stýrishúsið af sjó, og um leið féll skipið niður á bak- borðshliðina. Þegar skipið skall niður, braut hlésjórinn gluggana hlémegin og beygði brúarvænginn gjörsamlega inn að brúarþilinu. Stýrið rásaði, Sveinn Hall- grímsson hrasaði á það, og það hjó sundur á honum aðra augabrúnina. Báðiráttavit- amir, póláttavitinn og sá í brúarþakinu féllu niðurogbrotnuðu. Jón Högnason skipstjóri hafði skroppið niður í íbúð sína og kom nú upp. Stiginn upp úr skipstjóraíbúðinni var bak- borðsmegin og nú gekk Jón hann alveg láréttan upp í stýrishúsið. Hann hand- fetaði sig að vélsímanum og hringdi á fulla ferðáfram. Niðri í vélarúmi og kyndistöð (eða fýr- plássi) hrötuðu mennimir til, er skipið fékk áfallið. Nokkrar plötur úr gólfi kyndistöðvarinnar losnuðu og féllu út í síðu og sjór, sem var í botninum fór með boðaföllum um kyndistöð og vélarúm. Vilhelm svaraði vélsímanum og setti á ferð, en skipið hallaðist, og vélin tapaði SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.