Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 59
Guðmundur G. Hagalin, rithöíundur F. 10.10.1898-D. 26.2.1985 í febrúarmánuði sl. lést í sjúkrahúsinu á Akra- nesi Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur, en Guðmundur var sjómaður af bestu gerð alla ævi. Hóf ungur sjóróðra í Lokinhömrum, og þótt lífs- starf hans yrði á öðru sviði, var hann trúr uppruna sínum alla tíð. Sjómenn kunnu að meta þennan sjóaða rithöf- und sinn og sæmdu hann gullmerki Sjómanna- dagsins á Sjómannadaginn árið 1975. Það kom í minn hlut að afhenda Guðmundi og sagði þá meðal annars í ræðu við það tækifæri: Úr röðum ísl. sjómanna hafa komið margir mætir listamenn, málarar og rithöfundar. Við sameinumst nú í því að kalla fram þann fremsta meðal þeirra, sem ritað hafa um sjó- mennsku, sjávarútveg og líf þeirra sem að þessum atvinnuvegum hafa staðið. Ég vil biðja rithöfundinn Guðmund Gíslason Hagalín að ganga hér fram. Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist 10. október 1898 í Lokinhömrum í Arnarfirði. Faðir hans var Gísli Kristjánsson, bóndi og skipstjóri, en móðir Guðný Guðmundsdóttir kona hans. Hagalín ólst upp við sjósókn frá blautu barns- beini og á skólaárunum stundaði hann sjóinn á sumrum. Hann var því þaulkunnugur öllu, sem laut að sjóvinnubrögðum jafnt sem daglegu lífi sjó- manna, þegar hann gerðist blaðamaður og rithöf- undur, rösklega tvítugur að aldri. Ávallt síðan hef- ur hann verið áhugamaður um sjávarútveg og sjó- sókn og fylgst með hverju einu sem gerst hefur á þeim vettvangi. Flestar bækur Hagalíns eru sjón- um tengdar á einhvern hátt, gerast á sjó eða við sjó og söguhetjurnar hafa allflestar framfæri sitt af sjávarútvegi. Fyrsta bók Hagalíns, Blindsker, kom út 1921. Þar eru meðal annars sögur um líf og starf sjómanna. Síðan hefúr Hagalín sent frá sér smásögur svo tug- um skiptir og náð sér efni úr ýmsum áttum, en langmest frá sjávarsíðunni. Nefna má sem dæmi sögurnar Drengskapur, Hákarlaveiðin, Strand- ið á heiðinni, Sjómaður kemur heim, Brennið þið vitar, Mannleg náttúra og eru þó fáar einar nefndar. Ekki hefur Hagalín síður orðið tíðrætt um sjóinn í sínum mörgu skáldsögum og bera allar frásagnir og lýsingar með sér að vera skrifaðar af manni, sem kann til verka á sjó. Sem dæmi má nefna þekktustu skáldsögu Hagalíns frá fyrri árum, Sturlu í Vogum, og eina ágætustu sögu hans frá seinni árum, Márus á Valshamri og Meistari Jón. Ævisögur þær, sem Hagalín hefur skráð, eru að meirihluta af sama tagi. Ber fyrst að telja Virka daga, endurminningar Sæmundar Sæmundssonar brautryðjandaverk sem ætíð mun teljast til merk- ustu ritverka íslenskra bókmennta, auk þess sem það er merkileg atvinnusöguleg heimild; ennfrem- ur Sögu Eldeyjar-Hjalta og í fararbroddi, út gerðarsögu Haralds Böðvarssonar á Akranesi. Guðmundur varð fyrir pólitískum ofsóknum um langt árabil vegna einbeittra og lýðræðissinnaðra skoðana sinna á opinberum vettvangi gegn ein- ræðisöflum til hægri og vinstri. En af Guðmundi G. Hagalín verður j)að ekki skafið að hann hefur öllum öðrum íslenskum rit- höfundum fremur skilið og komið til skila viðhorf- um sjómanna sjálfra og bækur sínar um sjómenn hefur hann skrifað á tæpitungulausu, ómenguðu og kraftmiklu sjómannamáli. Ég hafði persónulega þann heiður að flytja breytingartill. við frv. til fjárlaga á réttum tíma þeg- ar pólitísk hrossakaup áttu sér stað, um hverjum skyldi hlotnast j)að hnoss að öðlast heiðursverð- laun íslenskra listamanna. Alþingi íslendinga til mikils sóma var till. þessi samþykkt. Nú er mér enn meiri heiður að heiðra jág Guð- mundur G. Hagalín, þessum æðstu heiðursverð- launum Sjómannasamtakanna, gullkrossi þeirra. Svo mörg voru þau orð, og ég varð þess var síð- ar að sjómenn kunnu vel að meta |)ann heiður er við vildum sýna Guðmundi Hagalín. Guðmundur Hagalín var jarðsettur frá Reyk- holti, en síðustu 15 árin, sem hann lifði höfðu |>au hjón heimili sitt þar. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans Unni Aradóttur, og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Pétur Sigurðsson Dslenslt jmw lctctsla tttmnerud síld 'krydd Stíd Síldartylat Síldarmlkr' Fiskiðjusamlag Húsavíkur Sími 96-41388 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.