Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 49
Konungur hófst handa við að sjó-
búa spænska flotann í Cadis árið
1587, (hafnarborg skammt frá Gibr-
altar) en Englendingar höfðu veðuraf
herförinni. í spænsku flotadeildinni
voru um 60 herskip, sem lágu á ytri
höfninni, þegar Sir Francis Drake bar
að með flotadeild 23 herskipa og
gerði hann skyndiárás á spænska flot-
ann á legunni og kom Spánverjum í
opna skjöldu og í einu vetfangi lögðu
Drake og menn hans eld í spænsku
herskipin og eyðileggingin varð gífur-
leg. Þeir létu þó ekki við það eitt sitja,
heldur gengu þeir á land og eyddu
borginni í hefndarskyni og hrópuðu
aukinheldur vígorð gegn Spánar-
konungi.
Spánverjar vígbúast á ný
En Spánverjar voru ekki af baki
dottnir, þrátt fyrir þessi áföll og innan
árs höfðu þeir endurnýjað flota sinn.
Og reyndar höfðu þeir gjört meira.
Þeir höfðu nær tvöfaldað flotastyrk
sinn og áætlun þeirra var að sigla til
Ermarsunds og þar átti þessi mikili
floti að skýla herflutningaskipum og
innrásarprömmum frá Niðurlönd-
um, sem þá lutu stjóm Spánarkon-
ungs. Var ætlun þeirra að hertaka
Lundúnaborg og knýja síðan fram
uppgjöf, en þeir friðarsamningar
myndu auðvitað hafa kostað Bret-
land sjálfstæði sitt.
Segir nú ekki frekar af undirbún-
ingi, en 19. júlí árið 1588 sást til
spænska flotans frá Landsenda á
Cornwall skaga. Og Drake var við
öllu búinn. Tilbúinn til þess að berj-
ast til síðasta manns fyrir drottningu
sína og föðurland.
Englendingar mættu óvinunum,
sem fylkt höfðu flotadeildinni í
hálfhring, en alls voru spænsku skip-
in 130 að tölu. Og í upphafi beitti
Drake þeirri tækni að ensku skipin
sigldu umhverfis spænska flotann og
réðust þeir á hvert skip fyrir sig.
Drake valdi sér stóran galleon og
mætti lítilli mótspyrnu, þegar
spænska flotaforingjanum varð ljóst
að hann átti í höggi við sjálfan Sir
Francis Drake. Er skemmst frá því að
segja að spænski flotinn var gersigr-
aður og það sem eftir var af skipum
flúði til hafs.
Þótt þetta væri síðar talin ein mesta
sjóorusta aldarinnar, var hetjan Sir
Francis Drake síður en svo sestur í
helgan stein. Hann hugði á frekari
hernað gegn Spánarkonungi og nú
hafði hann verið útnefndur flotafor-
ingi, eða Drake aðmíráll.
Það var þó ekki fyrr en átta árum
síðar, sem hann lét næst til skarar
skríða gegn Spánverjum, en það var
árið 1596 er hann lagði upp í eina
ferðina enn til Vestur-Indía, en þá
veiktist hann um borð í skipi sínu og í
banalegunni leit hann til strandar til
Nombre de Dios, þarsem hann hafði
unnið sinn fyrsta sigur á Spánverjum.
Og þótt menn séu ósammála um
margt, sem Sir Francis Drake tók sér
fyrir hendur um dagana, ber hann
sem sjómaður og herforingi ægis-
hjálm yfir aðra skipstjóra og flotafor-
ingja á 16. öld.
Hann hafði víðtæk áhrif á stjórn-
málasögu Evrópu og eflingu breska
heimsveldisins.
Skoðun
og viógeróir
gúmmíbáta
allt áriö.
Teppi og dreglar
til skipa ávallt
fyrirliggjandi.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjargötu 9 Örfirisey
Sími: 14010
Glettingur hf.
Þorlákshöfn
Fiskverkun —
Útgerð
Símar 99-3757 — 3957
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49