Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 13
öflunaskyni fyrir Sjómannadag- inn. Sjómannadagsráð fagnar mjög því frumkvæði og velvilja er Hval- ur hf. sýndi þarna, en fjöldi manns notfærði sér þessa skemmtisigl- ingu, sem víða er fastur liður í há- tíðahöldum Sjómannadagsins, þótt þessi siður hafi ekki verið upp tekinn í Reykjavík fyrr en nú. Þó er þess að minnast, að þegar fyrsti Sjómannadagurinn var haldinn, þá komu Hafnfirðingar siglandi til Reykjavíkur, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum, því eins og margir vita, þá héldu Hafnfirðingar og Reykvíkingar upp á Sjómannadaginn sameigin- lega í fyrstu, þótt síðar þætti hent- ugra að hafa sérstaka hátíðadag- skrá í Hafnarfirði. Sjómannadagsráð vill því þakka Kristjáni Loftssyni, fram- kvæmdastjóra Hvals hf. fyrir sigl- inguna og eins skipverjum á Hval- bátunum, en samskiptin við Loft Bjarnason, (1898 — 1974) útgerð- armann og forstjóra Hvals hf. og fleiri útgerðarfélaga voru ávallt góð og áttu sjómenn oft hauk í horni, þar sem Loftur var, og það sama má segja um aðra forráða- menn Hvals hf. Sveit úr Siglingaklúbbnum Snarfara var til aðstoðar á Reykja- víkurhöfn og sýndu menn ýmsar listir á skemmtibátum sínum. Konur úr kvenfélögum eigin- kvenna sjómanna önnuðust sölu á veitingum úr sölugámum, sem Hafskip hf. lánaði. Merki dagsins sem og Sjómannadagsblaðið var selt í Reykjavík, eins og annars- staðar úti um land, en ritstjórar þess eru nú Garðar Þorsteinsson og Jónas Guðmundsson. Dagskrá Ríkisútvarpsins var að hluta til- einkuð sjómönnum og var sú dagskrá í umsjón Guðmundar Hallvarðssonar. Sjómannadagurinn í Reykjavík Hvalur hf. sýndi þá miklu rausn aó bjóða Reykvíkingum og öðrum hátíðagestum í skemmtisiglingu út á Sundin. Veitingar voru fram bornar og komust færri en vildu í siglinguna þótt skipin væru í lát- lausum ferðum. þakkar skipulagsnefnd dagsins fyrir mjög góða vinnu við undir- búning dagsins, svo og alla fram- kvæmd þegar til dagskrárinnar kom, og er það von forráðamanna Sjómannadagsins að þetta hafi aðeins verið upphafið að því að hefja Sjómannadaginn aftur til vegs og virðingar meðal borgar- búa í Reykjavík. Þá þakkar Sjómannadagurinn öllum þeim mörgu sem lögðu hönd að verki við alla fram- kvæmd hans. Þessir voru heiðraðir á Sjómannadaginn 1984. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.