Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Page 55
Frá Akranesi. Margar mjög fróðlegar greinar birtust í Ægi á fyrstu árum hans og sýnir þann stórhug og fram- sýni þeirra manna er skrifuðu í blaðið. Ekki er ætlunin hér að ræða frekar 80 ára afmæli Ægis, það verður gert annarsstaðar. En til fróðleiks skal birt hér skemmtileg grein um fiskklak er birtist í 1. tbl. Ægis 1905 og á hún ef til vill enn erindi til okkar, þótt skiptar skoðanir vísinda- manna séu um ágæti slíkra vinnubragða. Fiskiklak Fiskinum fækkar og ber margt til þess: Fyrst og fremst þær þrautstunduðu botnvörpuveið- ar. Smáseiðin eru veidd og drep- in, en verða þó ekki höfð til mat- ar. Fiskurinn er veiddur á hrygnitímanum. Þetta hefir valdið áhyggjum fyrir framtíð fiskveiðanna og efasemdir um framför og þrif þessarar atvinnu- greinar framvegis. Mörg fiski- svið er áður voru auðug eru nú þurausin. Mörg ráð hafa menn hugsað upp til þess að stemma stigu fyrir þessu, en ekkert dug- að. Fiskimennimir geta þó sjálfir ráðið nokkrar bætur á þessu. Fiskimennirnir, sem stuðlað hafa að því að trufla náttúrunnar eðlilega gang í hafinu, hafa það í raun og veru á sínu valdi að bæta fyrir gerðir sínar, ef þeir fylgja eftirfylgjandi bendingum. Menn geta á mjög einfaldan og auð- veldan hátt látið fiskinn hrygna á hrygnitímanum ef hann aðeins kemst lifandi inn í bátinn. Drepið hendinni liðlega á kvið fiskar, sem kominn erað hrygn- ingu og látið hrognin og mjólk- ina renna í gegnum gotraufina, látið þetta renna í ker hálffylt með hreinum sjó. Bezt er að hleypa mjólkinni fyrst út og hræra síðan gætilega í með hend- inni unz sjórinn lítur út eins og dauf mjólkurblanda. Hleypið því næst hrognunum niður í ker- ið og hrærið síðan alt saman gætilega með hendinni. Eftir nokkrar mínútur er meiri hluti eggjanna frjóvguð. Hellið svo aftur innihaldi kersins gætilega í sjóinn. Náttúran sér um það, sem eftir er. Hafið sjálft er bezta klakstöð. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.