Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 12
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Guðjón A. Kristjánsson I BRENNIDEPLI að hefur margt verið að ger- azt milli Sjómannadaga í mál- efnum sjómannastéttarinnar í heild, og þeirra samtaka, sem ég veiti forstöðu. Öryggismálin eru náttúrlega alltaf á döfinni með sjómannastéttinni. Þar hefur umræðan undanfarið og bolla- leggingarnar mikið snúizt um svo- nefnd „mannleg mistök“, sem slysa- vald. Það hafa verið fundnar út tölur í því sambandi og þær háar. Tölfræðin er góð, það sem hún nær, en hún metur ekki aðstæður, og forsendurn- ar fyrir tölvísi í þessu efni eru ekki traustar, en skylt er að taka tillit til þeirra. Menn hafa talað um að 70- 90% sjóslysa megi rekja til „mann- legra mistaka“, og því er það mjög á baugi að efla kennslu í meðferð björgunartækja og hvernig bregðast beri við þegar hin ýmsu slys bera að höndum. Á árunum 1900-1925 fórust til jafnaðar 70 sjómenn á ári, en dauða- slysum fækkaði á fjórða áratug aldar- innar niður í 44 menn sjódrukknaða árlega og nú eru banaslys 20-25 ár- lega, og það hefur ekki tekizt að fækka þeim meir, en við það er ekki hægt að una, auk þessa eru vinnu- slysin alltof mörg. Þar sem margvíslegum björgunar- útbúnaði hefur verið komið fyrir um borð í skipum, án þess að tekizt hafi að fækka slysum meira en að ofan segir, hefur umræðan beinzt inná of- annefnda fræðslu- og kennslubraut. Sú er von okkar allra, sem þessi mál varða, að þessi kennsla og fræðsla beri árangur. Ýmislegt deila menn þó um í þessum málum. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að vinna markvisst að, er uppbygg- ing á þyrlukosti landsmanna, svo æv- inlega sé til staðar björgunartæki sem svo rækilega hefur sannað kosti sína og viðbragðsflýti á neyðarstund. Kjaramál sjómanna eru auðvitað Guöjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ. alltaf íbrennidepli. Stéttin þarf sífellt að vera á verði um það að dragast ekki aftur úr öðrum. Launamismun- urinn er orðinn mikill í þjóðfélaginu og ýmsir hagsmunahópar hafa góða aðstöðu til að bæta kjör sín en sjó- menn, verkafólk og fiskvinnslufólk á undir högg að sækja með sín kjör. Nú standa fyrir dyrum kjarasamningar sjómanna. Þá er og að minnast deilu um fisk- verð en það hefur enn ekki fengist varanleg lausn á fyrirkomulaginu um fiskverðsákörðunina og staðið þar í stappi. Sjómenn geta ekki lengur unað við það óþolandi misræmi sem er á fisk- verði hér á landi. Það er skýlaus krafa sjómanna að allur fiskur verði seldur á uppboðsmarkaði og að verð- lagsráð verði lagt niður. Tölvutækni og upplýsingar sím- leiðis hafa þegar yfirstígið alla erfið- leika í frjálsri verðmyndun með fisk. lögbundin verðlagning á að vera liðin tíð. Ef „útgerðarmenn" vilja ekki styðja frjálsa verðlagningu, verður hún sótt með öðrum leiðum af sjó- mannasamtökunum á næstu misser- um. Reglugerð stjórnvalda um fisk- miðlun varð allmikið þrætumál, en leyzt með ótímabundinni tilraun, sem sérstakri nefnd hagsmunaaðila var falið að annast. Reynzlan verður að leiða í ljós, hvernig til hefur tekizt. Það á ekki að vera hlutverk aflamiðl- unar að koma í veg fyrir hagkvæma ráðstöfun aflans með ofstýris- skömmtun. Frumvarp um stjórnun fiskveiða hefur náttúrlega orðið mikið hitamál í okkar samtökum. í frumvarpinu er margt, sem ýmsir okkar í Farmanna- og fiskimanna- sambandinu erum andvígir, en ein- hver lausn þarf að fást í málinu. Sjálf- ur er ég andvígastur hugmyndum um sölu veiðileyfa og einnig að menn geti braskað með óveiddan fisk í sjónum, og tekið sitt á þurru, og þar komi ekki til nein geta til útgerðar eða dugnaðar við veiðarnar. Þá held ég og að sala veiðileyfa og sala á óveiddum fiski geti leitt til að sjávar- útvegurinn allur færist á fáar hendur og fjársterkir aðilar erlendir geti náð yfirtökum. I öllum kerfum eru bak- dyr opnar, og þeim getur reynzt erfitt að loka, ekki sízt eins og horfir í hug- myndum manna um frjálsan fjár- magnsflutning til landsins. í ritstjórnargrein í 2. tbl. Víkings- ins fór ég nokkrum almennum orð- um um kvótakerfið. Ég drap þar fyrst á könnun Skáíss fyrir alþingis- manninn Kristinn Pétursson, sem sýndi að miklu af fiski væri hent í sjóinn. Ég sagði þetta mjög alvarlegt mál. En ég dró í efa sumt í skýrslunni t.d. að frystitogarar hentu smáþorski í sjóinn, þar sem þau skip fengju yfir- leitt gott verð fyrir fiskinn í sinni vinnslu. Hinsvegar væri ekki nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.