Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 83

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 83
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81 anskildum tveim þeim fyrstu, en þá var messað á Ráðshústorgi, eins og áður segir. Mjög fúslega hafa prest- arnir jafnan beint orðum sínum sér- staklega til sjómanna þennan dag með árnaðaróskum og fyrirbænum, sem bæjarbúar hafa reynt að endur- gjalda með góðri kirkjusókn þann dag. — Lengi framan af var kirkju- gangan hafin með hópgöngu þeirra sjómanna, sem í landi voru hverju sinni, og áttu þess kost að vera með. En 1951 var sú siðvenja lögð niður, aðallega vegna þess, að kappróður- inn og eftirfylgjandi dansskemmtun kvöldið á undan, drógu úr atorkunni að hópgangan varð fámenn. Gátu bæjarbúar upp frá því hagað kirkju- göngu sinni eftir geðþótta, og kannski var það líka betra. íþróttirnar og þau skemmtiatriði, sem sjómannadagsráðið hafði aug- lýst hverju sinni, fóru svo fram eftir hádegið. Fyrst í höfninni, eins og áður hefur verið greint frá, og úti á Gleráreyrum, ásamt ýmsum inn- skotsþáttum til gamans, s.s. söng karlakóranna og lúðrasveitarinnar o.fl. Seinna færðist athafnasvæðið á flötina sunnan sundlaugarinnar, eða á hátíðasvæðið, sem hér er kallað. Var það ólíkt þægilegra að geta fram- kvæmt íþróttir dagsins svo til á sama stað. Knattspyrnan fór að vísu fram á íþróttavellinum á Gleráreyrum, þar til hún var tekin af dagskránni, en það var árið 1955. Orsökin var eink- um sú, að mjög erfitt reyndist að fá lið til að keppa, engir sjómenn þótt- ust til þess færir. Einnig mun hafa ráðið miklu, að með bættum skilyrð- um til íþróttaiðkana og auknum kappleikjum milli landshluta, varð þessi íþrótt það algeng, að ekki yrði að vænta mikillar aðsóknar að keppni óvaninga, sem lítið gaman væri að horfa á. Þess í stað var reynt að viðhafa meiri fjölbreytni í gamninu, við laug- ina og sunnan hennar. Mátti þar stundum líta marga spaugilega til- burði, s.s. í pokahlaupi, nagla- og nálþráðaboðhlaupi, og ýmsu fleiru af slíku tagi, sem fólkið virtist hafa mik- ið gaman af. Mun óhætt að fullyrða, Stakkastunds- og björgunarsundssveit eitt þessarra fyrri ára. að engum hafi hingað til fundist hann fara vonsvikinn af útiskemmtisam- komum á Sjómannadaginn á Akur- eyri (þegar undantekinn er dagurinn 1958, en þá féllu allar útiskemmtanir niður). Heiðursmerki Sjómannadagsráðs hefur til þessa verið veitt 9 öldruðum sjómönnum, sem allir hafa átt og eiga heima á Akureyri. Nöfn þeirra eru þessi: Eiður Benediktsson, skipstjóri. Stefán Magnússon, sjómaður. Stefán Jónsson, skipstjóri. Axel Björnsson, vélstjóri. Jóhann Guðmundsson, sjómaður. Kristján Kristjánsson, sjómaður. Aðalsteinn Jónsson, vélstjóri. Gísli J. Eyland, skipstjóri. Egill Jóhannsson, skipstjóri. Ennfremur hefur skrautritað heið- ursskjal verið afhent fyrir frækilega björgun skipsfélaga í vonsku veðri á Halamiðum. Móttakandi var Ólafur J. Aðalbjörnsson, sjómaður á Akur- eyri (síðar togaraskipstjóri. ÁJ.) Punktar úr grein Jónasar Þorsteinssonar: SJÓMANNADAGURINN Á AKUREYRI 40 ÁRA Jónas Þorsteinsson, skipstjóri, skrifaði í Sjómannadagsblaðið 1980 um Sjómannadaginn á Akureyri 40 ára. Þar er að finna úrdrátt úr grein- um Jóns og Egils, en mörgu aukið við og raktar ýmsar breytingar og Jónas ársetur þær. Hann segir sundkeppni hafa lagzt niður 1966 og legið niðri í nokkur ár. Björgunarsund hafi bætzt við íþróttakeppnina 1955 og sund- keppnin þá flutt í sundlaug bæjarins, og í sama mund tekin upp stigagjöf í samanlögðum íþróttum dagsins. Hann segir að útihátíðahald hafi fimm sinnum fallið niður, „ýmist vegna veðurs eða annarra orsaka“. Árið 1950 var kappróður færður yfir til laugardagsins. Jónas Þorsteinsson. Guðþjónustuhald var flutt úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.