Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 26
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Guðmundur Hallvarðsson: ÍSLENSK F ARM ANN ASTÉTT eir sem hafa fylgst með skipa- komum til hafna sinna heimabyggðar hafa eflaust tekið eftir aukningu fjölbreytileika þeirra þjóðfána sem erlend kaupskip skarta og þá einnig þjóðerni áhafna skipanna. Eflaust hugsa menn sem svo, já þetta er erlent skip með ódýra áhöfn sem hefur hér stutt viðdvöl það er gott að losna við þetta skip og áhöfn fljótt aftur. í alltof mörgum tilfellum birtist skipið aftur og menn hugsa það sama án frekari bollalegginga, æ þetta er bara svona, hvað kemur mér þetta við. Þægindafánar Alþjóðaflutningaverkamanna- sambandið (ITF) hefur um nokkra áratuga skeið unnið að öryggis-, að- búnaðar- og launamálum sjómanna þriðja heimsins sem hafa verið í sigl- ingum á verslunarskipum undir þæg- indafána hér í Evrópu. Vel hefur miðað í átt til betra lífsviðurværis þessara sjómanna og hefur það eink- um gerst vegna samstöðu evrópskra sjómanna og hafnarverkamanna. Þó eru dæmi um að skip sem stöðvað hefur verið í höfn vegna lágra launa áhafnar, en fengið að láta úr höfn eftir að útgerð gerði samning við áhöfn á grundvelli ITF hafi neytt sjó- menn til undirritunar annars samn- ings þegar í sjó var komið. Oftast er þá áhafnarmaður látinn undirrita að hann taki ekki laun samkvæmt samn- ingi ITF sem í grunnlaun er fyrir há- seta um $ 810 US, heldur sé hann sáttur við heildarlaun fyrir ótak- markaðan vinnutíma t.d. $200 US. Sem betur fer eru þetta undantekn- ingar sem auðvitað upp kemst um síðir, en engu að síður sýnir hve mál- ið væri alvarlegt ef ekki væri reynt að spyrna við fótum. Eftirtaldir þjóð- Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. fánar eru hinir svokölluðu þæginda- fánar: Antigua & Barbuda Bahanas Sri Lanka Gibraltar Lebanon Malta Panama St. Vincent Bermuda Cayman Islands Cyprus Honduras Liberia Netherlands Antilles Marshall Islands Vanuatu íslendingar taka þátt í nútímaþrælahaldi Það gera þeir óbeint því miður. Erlend leiguskip mönnuð erlendum sjómönnum hafa verið þó nokkuð notuð til siglinga að og frá landinu sum í nokkrar ferðir önnur til reglu- bundna siglinga. Oftast hafa áhafnir þessara skipa verið með kjarasamn- inga samkvæmt ITF en þó ekki alltaf og hefur þá verið gengið í að leiðrétta kaup og kjör hinna erlendu sjó- manna. Óneitanlega þarf á stundum að mæta álagstoppum farmflutninga með leiguskipum, en um tíma var allt of langt gengið í þessum málum þannig að Sjómannafélag Reykjavík- ur varð að grípa til aðgerða gegn tak- markalausri leigutöku erlendra skipa af hálfu íslensku skipafélaganna og skipamiðlara. Nokkuð hefur orðið ágengt en nauðsyn er þó á að halda vöku sinni í þessum efnum. Hafa menn virkilega gleymt? Olíuflutningaskipið Sineta fórst við Skrúð í desember 1987 og létust allir sem í áhöfninni voru. Flestir voru frá Grænhöfðaeyjum, en fáeinir frá Bretlandi. Lík hinna hvítu voru flutt til heimalandsins en hinum lit- uðu var tekin gröf á Islandi, þar var of í lagt af hálfu útgerðar að senda líkin heim til syrgjandi ættingja. Flutningaskipið Angola sem skrá- sett var í Panama var á leiðinni frá Spáni til íslands með saltfarm þegar það fórst 250 sjómílur vestur af Skot- landi 22. febrúar 1989. Öll áhöfn skipsins 17 menn frá S-Kóreu fórust. í umfjöllun flestra fjölmiðla hér á landi um þetta hörmulega sjóslys snérist umræðan fyrst og fremst um það hvort eigandi farmsins hefði tryggt nógu hátt og í þessum bolla- leggingum gleymdust 17 sjómannslíf. Enginn fjölmiðill hafði áhuga á að fá vitneskju um tryggingar þeirra sjó- manna sem fórust, þeir voru frá þriðja heiminum. 20 janúar 1989 strandaði við inn- siglinguna í Grindavík flutningaskip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.