Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 68

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 68
66 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ araútgerðar, en svo seldu þeir skipið í apríl 1989 og þá varð ég að fara aftur til sjós, og nú er ég orðinn fiskimaður á ný á spánýju skipi. En mér líkar það nú ekki allskostar. Við erum svo lengi úti. I síðasta túr vorum við að veiðum við Austur- og Vestur- Grænland og á Nýfundnalandsbönk- unum, ég var kunnugur á þessum slóðum. Þegar íslenzka strandgæzlan flæmdi mig af Barða — eða Kögur- grunni, flýði ég á Austur-Grænlands- mið. Þetta verksmiðjuskip, Shetland Challenger heitir það, sem ég er með núna, Boyd á það. Það eru ekki nema tvö togarafyrirtæki í Hull, og það eru J. Marr og Boyd. Boyd á tvö verksmiðjuskip, sem veiða í Barentshafi og við Grænland, og reyna allsstaðar þar sem fisk er að hafa á slóðum sem ekki eru bannað- ar. Þegar fiskveiðar drógust saman, breytti Marr sínum stóru verk- smiðjutogurum í marningsskip (siecmick), en nú hefur Marr sjö lítil skip í gangi, sem veiða ferskan fisk, frysta ekki. Þessi skip sækja í Bar- entshafið og til Bjarnareyja. Þau hafa einhvern kvóta þarna. Ég er aftur á móti á nýju verk- smiðjuskipi, eins og ég sagði áðan, sem fór sína fyrstu ferð í apríl, og við höfum gert tvo túra. Mér finnst ég orðinn of gamall í svona langtúra, en mér var nú boðið að taka skipið og það var freistandi að verða skipstjóri á þessu stóra og nýja skipi með 36 manna áhöfn. Fyrri túrinn okkar var til Spitzber- gen, og við veiddum þar á 82. gráðu n.br. Skipið er sérstaklega byggt til veiða í ís. Það er hægt að keyra því í gegnum tveggja metra þykkan ís. Við veiðum rækju á þessum slóðum. Ég hef áður veitt þorsk við Spitz- bergen, en aldrei svona norðanlega, svo að ég fékk með mér gamlan fiski- lóðs, norskan, sem þekkti vel rækj- umiðin þarna. Við vorum þrjá mán- uði í túrnum og lönduðum í Dan- mörku (Hirtshal). Ég hef verið skipstjóri í þrjátíu ár og þekki fiskislóðir við ísland, Grænland og Nýfundnaland, en á þessari slóð við Spitzbergen á þessu skipi, kynntist ég mörgu, sem kom mér ókunnlega fyrir sjónir. í þessari fyrstu ferð var með okkur sem farþegi, maðurinn, sem hafði hannað báða Boydstogarana. Neðst í skipinu er verksmiðja, sem vinnur rækjuna, en ofar er vinnslan á þorski og ýsu. Þessi verkfræðingur gat ekki verið lengur en fjórar vikur um borð. Það var um tvær hafnir að ræða til að leggja upp mann, Longyear og Nýja- Álasund, en við komust ekki nær þessum höfnum um 70 sjóm. fyrir ís. Þetta var ein samfelld ísbreiða. Ég spurði þennan mann, hann er kunn- ugur aðstæðum, hafði verið þarna lengi áður. — Hvernig komum við þér í land? — „Það er enginn vandi,“ sagði hann. „Þú keyrir skipið á hálfri ferð inní ísinn, þangað til það stoppar af sjálfu sér, þá stopparðu vélina, setur út gangplanka, skipshöfnin fer niður á ísinn í fótbolta, en þyrla kemur og sækir mig.“ Þessu hafði ég aldrei kynnzt áður. Þegar ég fór frá Austur-Grænlandi fyrir þremur vikum (þ.e. í júlí/ágúst 1989), lá við, að leiðin lægi til Reykjavíkur. Það meiddist hjá okkur maður um borð, og það var enga hjálp að fá á Austur-Grænlandi, svo að ég ætlaði með manninn til Reykja- víkur og hitta þá einhverja af mínum gömlu kunningjum þar. Ég var búinn að keyra eina tvo tíma áleiðis, þegar samband náðist við þýzkt spítalaskip á þessum slóðum, og þar var læknir um borð. Þetta hefði verið svo upp- lagt fyrir mig, þar sem ég ætlaði, hvort eð var að fara að færa mig yfir á Nýfundnalandsmiðin. íslandssókn Taylor segist geta skrifað þykka bók um Islandssókn, og vissulega er þessi þáttur of snubbóttur. „Það þarf nú ekki að kynna veður- lagið á íslandsmiðum fyrir íslenzkum sjómönnum. Okkur hætti til Eng- lendingum að halda sjó lengur en ráðlegt er og lentum oft í hættulegri ísingu, en það var ekki fyrr en Lor- ella og Rodérigo fórust í janúar 1955, að við gerðum okkur ljóst, og ég held að það hafi verið eins um ykkur, að það væri ráðlegast að forða sér strax ef ísing fylgdi stormi. Þá fór ekki lengur á milli mála, hvað gat hent í norðaustan ísingarveðrum, en ísing- arskilyrðin geta myndast á örskots- stund. Jafnvel þessi stóru miklu skip, sem eftirstríðstogararnir voru, báru ekki af sér hörð ísingarveður. Sú var venjan að leita vars í honum norðaustan á Aðalvík eða undir Grænuhlíð, en ef hann var útí vestr- inu, norðvestan eða norð-norðvest- an, þá var flúið „round the corner“ (fyrir Sléttunesið) inná Jökulfirðina, þar var gott skjól við austurenda Grænuhlíðar. (Englendingar notuðu Jökulfirðina til skjóls, en Islendingar ekki. Islenzki togaraflotinn hnapp- aðist saman undir Grænuhlíð og hékk þar í hnapp og af því stórhætta og enginn friður, enda hlauzt af þessu slys (Eiríkur rauði), og lífhafn- ir á Hesteyrarfirði og Veiðileysis- firði). En oft fórum við í bílageymsluna, down to garage“, en svo nefndum við Dýrafjörð. Eftir að Ross Cleveland fórst 1968, neituðu vátryggingarfélögin í Hull að togarar færu á íslandsmið að vetrin- um, en það bann stóð stutt. Ég var á Joseph Conrad, þegar þetta var, og var hann fyrsta skip til að halda á Islandsmið eftir slysið. Við fórum 14. febrúar með fullt skip af blaðamönnum og sjónvarps- mönnum, sem vildu kynnast aðstæð- um og sjá ís. En það var enginn ís á íslandsmið- um, og raunveruleg ísingarveður eru sem betur fer heldur sjaldgæf, þótt hitt sé algengt að ís setjist á skip í frosthörkum. Það er ísing sem er við- ráðanleg. Ég varð að keyra með fjölmiðla- mennina norður að ísröndinni að finna fyrir þá ís. Annars var þetta dæmigerður íslandstúr. Ég kastaði út af Vestfjörðum í Kantinum á 150 föðmum, en hann var tregur og leið- indaveður, 4-6 vindstig með frosti, en ekki nein bráðaísing. Ég togaði svo upp Halann og alla leið uppá 90 faðma, þar er jafnan skárra sjólagið, og toguðum í álrennunni á sand- botni, sem við kölluð „Molly Gully, á 145 föðmum og þar gaf hann sig til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.