Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57 Dick er að hyggja að fiskveiðimörkum. Hvar skyldu þau nú vera? í enska texta myndarinnar er notað viðurnefnið „Old Fox“. landi, en skipið hafði verið þar í þurrkví til skoðunar og viðhaldsvið- gerða, og ég kastaði við Suðaustur- ströndina í nánd við Hvalbak, og vorum við að veiða, þegar varðskipið Þór tók okkur að veiðum 1,5 sjóm. innan markanna. Það var kl. 4 Vi um morguninn þann 19. júlí. Stýrimað- urinn hafði verið að toga, en ég var í koju. Við höfðum staðsett okkur eft- ir radarmiðun, sem að vísu var ekki nákvæm, við náðum ekki miðun nema af fjöllum upp af ströndinni. Ég ætlaði ekki að vera innan við fiskveiðimörkin í þetta skipti, og við vorum það ekki þegar ég fór í koju. Stýrimaðurinn kom niður og vakti mig, og sagði Þór kominn að okkur, og við værum 1,5 sjóm. fyrir innan. Þegar ég kom upp keyrði ég út, og var ekki nema 5 mínútur að komast útúr lögsögunni, og ég hélt að það væri vafasamur verknaður að taka þá skipið á alþjóðahafi undir fána er- lends ríkis. En alþjóðalög voru ekki í neinu uppáhaldi hjá ykkur íslendingum. Mér var skipað að stoppa, og átti náttúrlega að hlýða því, en gerði það nú ekki, og varðskipið elti okkur, og þar kom, að varðskipsstjórinn sagð- ist myndi skjóta á okkur sprengjukúl- um. Ég sagðist ekki stoppa að held- ur, hann mætti sökkva skipinu, ef honum sýndist svo. Þá kom orðsend- ing frá kapteininum, að ég skyldi flytja alla menn aftur á skipið, því að hann ætlaði að skjóta sprengikúlum á það að framan. Ég fór að ráðum hans, en eitthvað hefur síðasta skotið geigað, eða ekki verið miðað á fram- hluta skipsins, því að það kom í vél- arrúmið í olíuverkið, þar með var flótta mínum lokið, og varðskips- menn komu um borð og tóku skipið og drógu það til hafnar. Mér var stungið í fangelsi, fyrst á Litla-Hrauni, en brezki sendiherr- ann krafðist þess að ég væri fluttur í Borgarfangelsið í Reykjavík, meðan mál mitt væri rannsakað. Mér var svo sleppt eftir nokkra daga, með dular- fullum hætti. Ég fékk fangelsisdóm í undirrétti, en var laus og fór heim meðan athug- að væri, hvort rétt væri að áfrýja dómnum. Þeir bjuggust ekki við að sjá Taylor-karlinn meira, íslending- arnir, og líklega ekki saknað þess. Við ákváðum að áfrýja ekki, og þá bar mér að mæta í Reykjavík til að afplána dóminn. Ég flaug til Reykja- víkur og þar var enginn mættur til að taka á móti sakamanninum, svo að ég labbaði mig á lögreglustöðina og tilkynnti mig mættan til að afplána dóminn. Þá var ég sendur beint á Litla-Hraun, en fluttur nær strax í fangelsið í Reykjavík og sleppt eftir nokkra daga. Það var í þetta skipti, sem til mín kom rithöfundur, þekktur rithöfund- ur á íslandi, þetta var maður á sjö- tugs aldri, mjög hár maður vexti, 6 eða 7 feta hár, en mér er ómögulegt að muna á honum nafnið, ungi Geir getur sagt þér það. Hann kom oft þessi maður, ekki til að taka við mig viðtal, heldur til að spjalla um sjó- mennsku og eitt og annað. Hann var að skrifa einhverja bók. (Þessi rithöf- undur reyndist vera Jónas Árnason, sem vænta mátti. Hann hafði gaman af því að spjalla við Dick. Þeir hittust síðar í sjónvarpsþætti í Englandi. Dick hélt því ákveðið fram að rithöf- undurinn hafi verið um sjötugt, snemma hefur þá Jónas verið öldur- mannlegur.) Ungi Geir Zöega kom oft til mín og loks daginn sem átti að láta mig lausan, þá spurði Geir mig hvort mér væri ekki sama þó ég væri einn dag í viðbót í fangelsinu. Ég spurði hverju það sætti. Hann sagði að blaðamenn og útvarpsmenn væru sífellt að spyrja hvenær ég yrði látinn laus og biðu þess að hafa tal af mér og taka myndir. Ég féllst á að bíða, en fann, að það var eitthvað meira á bak við þetta. Ég hafði átt að verða laus kl. 4 um daginn og fara á hótel og þaðan í býti um morguninn með flug- vél út. Geir vildi hafa það þannig, að hann sækti mig í fangelsið kl. 4 næstu nótt og færi með mig beint á flugvöll- inn. Það varð svo, en hann ók ekki aðalveginn útá flugvöll, heldur fór einhverja bakleið, þetta var allt mjög dularfullt, líkast njósnasögu, það var eins og hann óttaðist að okkur væri fylgt eftir. Geir skýrði aldrei fyrir mér í hverju þetta lá, og ég var því ekkert að spyrja hann, aðeins feginn að vera sloppinn úr fangelsinu. Það var ár- eiðanlega um einhver vandræði að ræða. Ég var að minnsta kosti spurð- ur, hvort ég ætlaði að höfða mál, en ég neitaði því, þessu var lokið af minni hálfu. Enska vátryggingafé- lagið refsaði mér fyrir að stofna skip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.