Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 9

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 9
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 „Mál málanna að halda merki sjómannastéttarinnar á lofti á sem myndarlegastan hátt“ - segir Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og nýkjörinn formaður Sjómanna- dagsráðs, sem greinir hér m.a. frá stórhuga framkvæmdum sem hefjast munu á komandi vori og sumri „Þessi nýja heilsustöð mun hýsa sjúkraþjálfun, sundlaug og vœntanlega hverskyns nudd- og líkamsþjáljúnaraðstöðu. “ (Ljósmynd Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson) * aðalfundi Sjómannadags- ráðs á fyrra ári gerðust þau tíðindi að Pétur Sigurðsson frv. alþingismaður lét af starfl for- manns eftir þriggja áratuga farsæit starf. I hans stað var kjörinn sem kunnugt er Guðmundur Hallvarðs- son alþingismaður, sem á að baki langan starfsferil innan sjómanna- samtakanna og er þar því öllum hnútum kunnugur og þá ekki síst málefnum Sjómannadagsráðs vegna náins samstarf við Pétur Sig- urðsson og fleiri framámenn. I eft- irfarandi spjalli spyrjum við Guð- mund hvað helst sé á döfinni nú og það reynist margt og ekki smátt í sniðum - bygging nýrrar heilsumið- stöðvar við Hrafnistu í Laugarásn- um og hugað verður að byggingu blokkar fyrir aldraða á sömu lóð. Er þá hvergi. allt talið af því sem ýmist er í gangi eða undirbúningi. „Fyrst er rétt að greina frá því að hér sunnanvert á lóðinni milli Norður- brúnar og Hrafnistu er þegar búið að teikna og samþykkja byggingu endur- hæfingar- og sundlaugaraðstöðu fyrir aldraða,“ segir Guðmundur. Ekki er hér um ný áform að ræða: Það hefur lengi verið ósk okkar í Sjó- mannadagsráði að þessi hugmynd yrði að veruleika og nú er loks í aug- sýn að hún rætist. En hið óvenjuleg- asta við þetta er ef til vill það að hér erum við í fyrsta skipti komnir í sam- starf við Reykjavíkurborg um stórar byggingaframkvæmdir. Margt hefur orðið þess valdandi að Reykjavíkur- borg telur sér þetta mál skylt: A íbúðasvæði nærri Hrafnistu í Laugar- ásnum búa um 6000 manns sem teljast í hópi aldraðra. Hefur fjöldinn sífellt verið að aukast frá því er Sjómanna- dagurinn tók Hrafnistu hér í Laugarási í notkun árið 1957. Hefur það satt að segja lengi verið að velkjast fyrir okk- ur hví í ósköpunum samstarf Sjó- mannadagsins og borgaryfirvalda hef- ur ekki tekist löngu fyrr, þegar höfð er í huga sú framúrstefna sem Sjó- mannasamtökin mörkuðu í málefnum aldraðra með byggingu Hrafnistu í Reykjavík, sem Reykvíkingar og aðrir landsmenn nutu góðs af. En nú er þetta samstarf loks komið á og lofar það góðu. Sé ég ekki annað en að allar forsendur séu fyrir hendi til þess að framvegis muni mjög náinn og góður samvinnuandi ríkja milli okkar og borgarinnar, þótt hann beri seinna að en þurft hefði að vera að mínu mati.“ Framkvæmdir hefjast á vordögum ,,í ljósi þess mikla fjölda eldra fólks sem í þessu hverfi býr, og ég hef getið um, vonum við að hin nýja aðstaða nýtist Hrafnistufólkinu og íbúunum að Norðurbrún 1 sem best, en að Norðurbrún 1 eru sem menn vita íbúðir fyrir aldraða á vegum Reykja- víkurborgar. Einnig því fólki sem dvelst á hjúkrunar- og umönnunar- heimilinu Skjóli sem er einnig hér á lóð Hrafnistu, en þeim hjúkrunar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.