Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 10

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 10
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 8 heimilum stöndum við að ásamt fjöl- mörgum aðilum öðrum. Síðast en ekki síst munu allir aðrir aldraðir íbúar hverfisins geta komið og notað sér þessa aðstöðu. Fyrirmyndin er komin frá Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar höfum við haft á að skipa góðum sjúkraþjálfurum, sem og á Hrafnistu í Reykjavík. Og sann- arlega á allt annað starfsfólk heimil- anna lof skilið varðandi þjónustulund við aldraða skjólstæðinga okkar. Sjúkraþjálfararnir í Hafnarfirði hafa rætt um hve einstök aðstaðan þar syðra er, þ.e. aðstaða með flestum þeim tækjum og búnaði sem við þarf varðandi sjúkraþjálfun, hreyfingu í sundlaug og heita potta. Og allt verður þetta undir sama þaki. Erum við sann- færðir um að þetta verk, sem vonandi verður byrjað á nú á vordögum, muni leiða af sér mjög aukna vellíðan fólks. Höfum við enda orðið varir við geysi- legan áhuga hjá vistfólkinu okkar hér á Hrafnistu og í Norðurbrún 1, sem og hjá öðrum íbúum í hverfinu. Satt að segja voru ekki allir í Sjó- mannadagsráði sannfærðir um að þetta væri rétt hvað varðar tímaröðun framkvæmda á vegum samtakanna. Mér er það minnisstætt að eftir haust- fund Sjómannadagsráðs á sl. ári kom einn ágætur ráðsfulltrúi að máli við mig hér í anddyrinu og sagðist verða að tjá mér þá sannfæringu sína að hann hefði ekki trú á að við værum að gera hið rétta. En meðan við stóðum þarna og ræddum um framkvæmdina barst mér óvæntur liðsauki. Til okkar kom aldr- aður vistmaður sem gengið hafði aftur og fram nálægt okkur á meðan við spjölluðum. Sá ég að hann þurfti eitt- hvað að ræða við mig, svo ég gerði hlé á samræðunum við þennan ágæta full- trúa og spurði manninn hvort hann vildi koma einhverju á framfæri við mig. ,,Já,“ Guðmundur,“ segir þá maðurinn og svo hátt að nærstaddir máttu vel heyra: „Eg vildi spyrja hve- nær þið ætlið að byrja á sundlauginni. Ég er orðinn gamall og þótt stutt sé hér niður í Laugardalslaugina, þá er það nú svo að þar er hraðinn og stærð- in svo mikil að það er erfitt fyrir okkur gamla fólkið að sækja þangað niður eftir... Hvenær heldurðu að þið byrjið á þessari sundlaug hérna?“ Ég svaraði og sagðist vonast til að það yrði strax nú á vordögum. „Ja, það er nú meira guðslánið,“ sagði þá maðurinn. „Það er mín heitasta ósk að ég fá að lifa svo lengi að ég fái að synda í henni þó ekki væri nema einu sinni, áður en ég er allur.“ Þar með fór gamli maðurinn, en áð- urnefndur fulltrúi úr Sjómannadags- ráði sagði: „Hafi mér nokkurn tíma snúist hugur á skammri stundu - þá er það núna.“ Hugað að byggingu á 32 íbúða þjónustublokk „Það sem við einnig horfum fram til um þessar mundir er bygging íbúða- blokkar á norðurhluta lóðar Hrafnistu í Laugarásnum. Þar er um að ræða 32 íbúða blokk sem standa mundi við Kleppsveg og verður hún sérhönnuð fyrir aldraða. Er þá átt við að við vilj- um geta sagt með sanni að þar verði séð fyrir þörfum aldraðs fólks eins og best verður á kosið. Þar yrði neyðar- bjalla í hverri íbúð, sem tengdist því kerfi sem þegar er fyrir hendi í íbúð- unum hér við Jökulgrunn. Þá höfum við hugleitt að veita blokkinni sömu þjónustu livað varðar mat, þvotta og þrif. Mundi hjúkrunar- og næturvakt sú sem til staðar er í núverandi bygg- ingum jafnframt sinna þessum íbúum. Eygjum við þá von að ráðast megi í þessar framkvæmdir þegar nú fyrri part sumars, ef af verður.“ Hjúkrunarálman við Hrafnistu í Hafnarfirði hagkvæmasti kosturinn „Lengi höfum við alið með okkur þann draum að ráðast í byggingu C- álmunnar í Hafnarfirði, sem verður hjúkrunarálma með 90 hjúkrunarrým- um. Því ræði ég um álmu fyrir 90 manns að þar er um að ræða þá rekstr- areiningu sem hagkvæmust er talin. Enn höfum við bent yfirvöldum á að bygging hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Hafnarfirði er sá alódýrasti kostur sem hægt er að velja þegar um ný- byggingu er að ræða. Við ætlum að byggingarkostnaður þessarar hjúkrunarálmu sé um 550 milljónir króna og er þá verið að tala um fullbúna hjúkrunardeild. En stæði hjúkrunarálman ein og sér og þyrfti að byggja þar upp alla þá þjónustu sem slíkri byggingu verður að fylgja er verið að ræða um upphæð sem er í kringum einn milljarður. Við veitum mikla þjónustu á Hrafnistu í Hafnar- firði eins og hér í Reykjavík, en eigum þó eftir sem áður afar góða möguleika og rými til að taka við auknum íbúa- fjölda. Því vonumst við til að ná góðri samstöðu um þessa framkvæmd með bæjaryfirvöldum í Garðabæ, á Álftanesi og í Hafnarfirði þá fram líða stundir.“ Arlega þarf að fjölga vistrýmum fyrir aldraða „Nú geta menn spurt hvort fram- kvæmdaþörfinni varðandi byggingar fyrir aldraða sé ekki senn fullnægt. Því er þá til að svara að áætlað er að á næstu árum muni þurfa rými fyrir um 300 manns. Til marks um hver þörfin er hér á stór-Reykjavíkursvæðinu, þá er rætt um að á annað hundrað Reyk- víkingar séu nú vistaðir í íbúðum fyrir aldraða utan sjálfs þéttbýlissvæðisins - þ.e. á Suðurlandi og í öðrum lands- hlutum. Þannig er þörfin og vandinn geysilega mikill. Loks eru menn að verða varir við að aldur fólks sem inn á þjónustustofnanir aldraðra kemur er sífellt að gerast hærri og heilsufarið verra, en þetta hlýtur að kalla á enn meiri þjónustu og umönnun." 6000 komu í sundlaugina 1992 „Það Grettistak sem sjómannasam- tökin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lyft í málefnum aldraðra er ótrúlegt. Bæði Gísli heitinn Sigurbjörnsson á Grund og okkar leiðandi menn á þessu sviði á liðnum áratugum hafa verið afar framsýnir. Hvað okkur í sjómannasamtökunum snertir þá munum við feta í fótspor þeirra eftir mætti og leitast við að láta merkið ekki falla. Við byggingu Hrafnistu í Hafnar- firði hefur ráðið einstök framúrstefnu- hyggja hvað framsýni snertir og okkur hefur þótt gaman þegar fulltrúar ým- issa erlendra sjómannasamtaka hafa heimsótt okkur og verið sýnt heimilið. Þeir hafa orðið öldungis forviða. Sama á við um fólk frá hinum Norður- löndunum sem starfar í þessum geira heilbrigðisþjónustunnar. Fyrir hefur og komið að ágætir aðilar í læknastétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.