Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 15
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13 „Þetta hefur verið gífurlega ánægjuleg vinna“ Rætt við Halldór Guðmundsson arkitekt um fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Sjómannadagsráðs og það sem afrekað hefur verið á síðustu árum „ Umrœðurnar um framkvœmdirnar voru gjarna líflegar á œskuheimili mínu. “ (Ljósm. Sjómannadagsbl.l Björn Pálsson) Halldór Guðmundsson arkí- tekt hefur haft veg og vanda af teikningu flestra helstu mannvirkja sem reist hafa verið á vegum Sjómannadagsráðs allt frá því er byggingu A álmu Hrafnistu í Hafnarfirði lauk. Hann hefur því teiknað hjúkrunardeildina við heimilið auk þjónustuhverfanna og lokið uppdrætti nýrrar hjúkrunar- álmu sem vonast er til að fyrr en seinna verði hafnar framkvæmdir við. Enn er hann höfundur teikn- inga sem fyrir leggja af nýrri sund- laug við Hrafnistu í Reykjavík og níu hæða fjölbýlishúss sem í fram- tíðinni er áætlað að rísa muni á lóð Sjómannadagsráðs við Kleppsveg. Er þá ekki nærri allt talið af störf- um hans fyrir sjómannasamtökin. Halldór er sonur Guðmundar H. Oddssonar skipstjóra, eins mesta baráttumanns Sjómannadagsráðs um langt árabil og formanns Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar. Móðir hans, Laufey Hall- dórsdóttir, var formaður kvenfélags Öldunnar og þegar á unglingsárum gerðist Halldór því vel kunnugur starfi samtakanna Sjómannadag- urinn í Reykjavík og Hafnarfirði. Sjómannadagsblaðið átti við Hall- dór eftirfarandi viðtal um þau verkefni sem fyrirhuguð eru og hvar þau eru á vegi stödd, svo og ýmislegt sem lýtur að því er þegar hefur verið afrekað. Við byrjum þó á að spyrja hann um námsferil hans og upphaf þess er hann tók að starfa fyrir sjómannasamtökin. „Ég lærði smíðar, en fór síðan í bygg- ingarfræði í Danmörku og þá í Bygge- teknisk Höjskole í Kaupmannahöfn," segir Halldór. „Árið 1976 útskrifaðist ég sem arkitekt frá Konunglega lista- háskólanum í Kaupmannahöfn. A námstíma mínum kynnti ég mér sér- staklega öldrunarmál og lokaverkefn- ið við háskólann var einmitt íbúðir og heimili fyrir aldraða. Þegar heim kom árið 1976 hóf ég störf við Teiknistof- una við Ármúla hjá Gísla Halldórs- syni arkitekt og hef starfað þar óslitið síðan, fyrst sem starfsmaður en er nú meðeigandi. Öldrunarmálin, sem ég sérhæfði mig í, hafa verið aðalstarfs- vettvangurinn og fyrstu verkefnin á þeim vettvangi voru einmitt við Hrafnistu í Hafnarfirði. Senn hófst svo mikið starf við endurbætur á Hrafnistu í Reykjavík, en mikið upp- byggingarstarf var unnið á vegum sjó- mannasamtakanna um þessar mund- ir.“ Ráðist í byggingu hjúkrunardeildar „Þegar ég kom að framkvæmdunum í Hafnarfirði var búið að byggja A-álm- una sem áður segir, vistálmuna sem tekin var í notkun 1977, og farið að hyggja að byggingu hjúkrunarheimil- is. Á þeim árum sáu menn þó ekki fyrir sér að byggt yrði meira en ein álma. Því var fyrstu áformunum breytt, en þau gerðu ráð fyrir þrem álmum. Því var hús hjúkrunardeildar- innar reist framan við A-álmuna sem sjá má, enda hagkvæmast talið að deildin tengdist A-álmunni á þennan máta. Þegar í byggingu hjúkrunarálmunn- ar var ráðist var ákveðið að boðið skyldi upp á meiri þjónustu en þá tíðk- aðist á slíkum heimilum. Þar á meðal var ákveðið að sundlaug og endurhæf- ingaraðstaða skyldu vera á sama stað, þannig að öll sú aðstaða sem stoðdeild af þessu tagi þarf væri í sama rými: sjúkraþjálfun, endurhæfing og sund- laug. Þá var barnaheimili fyrir börn starfsmanna komið þarna fyrir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.