Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 22

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 22
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 20 Báran eða „Bárubúð" við Tjörnina íReykjavík, en húsið létfélagið byggja 1899- 1900. Það stóð á uppfyllingu í norðvesturenda Tjarnarinnar þar sem hið nýja ráðhús Reykjavíkur stendur nú. Eftir að Báran missti húsið lenti það í einkaeign og um 1930 komst það í eigu KR sem notaði það sem íþróttahús. A stríðsárunum hafði setuliðið bækistöð í Bárunni, en þá kom þar upp eldur og brann húsið til kaldra kola. — Báran var mikið notuð til fundarhalda. Til dcemis varþar haldinn fundur um símamálið þeg- ar bœndaförin varfarin 1905 og árið eftir var þar haldinn stoþifundur Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Fundir voru þar í sambandi við uppkastið svonefnda 1908 og margs konarpólitískir fundir eftir það. Einnig voru hér haldnar hlutaveltur og leiksýningar að ógleymdum dansleikjum sem þóttu oft tilþrifamiklir. í gamalli revýuvísu segir: „Ættum við ekki öll að hlaupa og ofan á Báruball. En fyrst við skulum frekt oss staupa svofjörugt verði rall!“ Félagið hélt síðan fundi vikulega til febrúarloka er vertíð hófst. Fyrsta verkefni félagsins var að svara að- gerðum útgerðarmanna. 10. desember sendu félagsmenn útgerðarmönnum reglur um kjör háseta, sem 80 menn höfðu undirritað. Birtust þær í Þjóð- ólfi sem fyrr segir. Eru kröfur þeirra ívið hærri en reglugerð útgerðarmanna kvað á um, en í samræmi við kjör á síðustu vertíð. Þeir krefjast þess að fá „helming af kaupi sínu í peningum“ og „allan kost ókeypis hjá útgerðarmanni, eins og hann er ákveðinn í farmannalögun- um.“ Þetta ákvæði farmannalaganna höfðu útgerðarmenn reynt að snið- ganga og skrifuðu í blöðin kvartanir um það efni. Skipstjórafélagið Aldan gerðist sáttasemjari í deilunni og gáfu báðir aðilar eftir. Ólíklegt er að sam- komulagið hafi verið gert skriflega, en með þessu samkomulagi hefur Ut- gerðarmannafélagið í raun (de facto) viðurkennt Báruna sem samningsað- ila, þótt það reyndi síðar að semja be- int við einstaklinga. Bygging Bárubúðarinnar - fleiri Bárufélög sett á stofn Starf Bárunnar beindist síðan fyrst og fremst að því að efla samheldni og félagsþroska félaganna. Eftir undir- skriftum háseta að dæma hafa undir- tektir þeirra við starf Bárunnar verið góðar, en erfitt reyndist að innheimta félagsgjaldið - eina krónu. Atti félag- ið alla tíð í miklum fjárhagsörðugleik- um, ekki síst er það réðst í það stór- virki að reisa Bárubúð. Árið 1897 eða 1898 var stofnuð deild, „Báran nr. 2“, í Hafnarfirði. Blaðið ísland skýrir svo frá stofnun þess: „Báran var stofnuð fyrir fáum árum. Nú hefur hún fært út kvíarnar út fyrir Reykjavík og er í sambandi við hana nýstofnað hásetafélag í Hafnar- firði.“ Hingað til hefur verið álitið að sú deild hafi verið stofnuð 1896, en fréttin í íslandi er eina samtímaheim- ildin um stofnun deildarinnar og er ekkert annað vitað um starf hennar fyrir aldamótin. Þó er hugsanlegt að deildin hafi verið stofnuð 1896, eins og Pétur Guðmundsson taldi, en frétt- in í íslandi sé birt af því að deildin hafi verið endurreist árið 1898, þar sem erfitt var að halda uppi samfelldu starfi í félögum þessarar tegundar. Deildir úr Bárunni voru eftir alda- mótin stofnaðar á ýmsum stöðum - Akranesi í desember 1902, Eyrar- bakka í desember 1903, Stokkseyri skömmu síðar, Keflavík í desember 1904, önnur deild í Reykjavík 1905 og í Garðinum sama ár. Þessar deildir stofnuðu með sér yfirstjórn, stórráð, sbr. skipulag Góðtemplarareglunnar. Sigurður Eiríksson regluboði samdi við Ottó N. Þorláksson um það að að- stoða sig við það að stofna sjómanna- stúku í Reykjavík. Og gerði hann það gegn því að Sigurður sjálfur stuðlaði að stofnun sjómannnadeilda í ver- stöðvum er hann heimsækti á ferðum sínum á vegum Góðtemplarareglunn- ar. Stofnun deildanna eftir 1904 má rekja til þessa samkomulags og er skemmtilegt dæmi um áhrif Góð- templara á stofnun stéttarfélaga hér- lendis. Stofnun Dagsbrúnar 1906, breyttir útgerðarhættir (þ.e. togaraút- gerðin) og missir Báruhússins o. fl. urðu þess valdandi að úr starfi og áhrifum Bárufélaganna dró, og mun síðasta lífsmark með Reykjavíkur- deildunum hafa verið haustið 1909 eða 1910, en tvær deildanna á Eyrar- bakka og Stokkseyri breyttust í verka- lýðs- og sjómannafélög, sem starfa enn í dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.