Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 22
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
20
Báran eða „Bárubúð" við Tjörnina íReykjavík, en húsið létfélagið byggja 1899-
1900. Það stóð á uppfyllingu í norðvesturenda Tjarnarinnar þar sem hið nýja ráðhús
Reykjavíkur stendur nú. Eftir að Báran missti húsið lenti það í einkaeign og um 1930
komst það í eigu KR sem notaði það sem íþróttahús. A stríðsárunum hafði setuliðið
bækistöð í Bárunni, en þá kom þar upp eldur og brann húsið til kaldra kola. — Báran
var mikið notuð til fundarhalda. Til dcemis varþar haldinn fundur um símamálið þeg-
ar bœndaförin varfarin 1905 og árið eftir var þar haldinn stoþifundur Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar. Fundir voru þar í sambandi við uppkastið svonefnda 1908 og margs
konarpólitískir fundir eftir það. Einnig voru hér haldnar hlutaveltur og leiksýningar
að ógleymdum dansleikjum sem þóttu oft tilþrifamiklir. í gamalli revýuvísu segir:
„Ættum við ekki öll að hlaupa
og ofan á Báruball.
En fyrst við skulum frekt oss staupa
svofjörugt verði rall!“
Félagið hélt síðan fundi vikulega til
febrúarloka er vertíð hófst. Fyrsta
verkefni félagsins var að svara að-
gerðum útgerðarmanna. 10. desember
sendu félagsmenn útgerðarmönnum
reglur um kjör háseta, sem 80 menn
höfðu undirritað. Birtust þær í Þjóð-
ólfi sem fyrr segir.
Eru kröfur þeirra ívið hærri en
reglugerð útgerðarmanna kvað á um,
en í samræmi við kjör á síðustu vertíð.
Þeir krefjast þess að fá „helming af
kaupi sínu í peningum“ og „allan kost
ókeypis hjá útgerðarmanni, eins og
hann er ákveðinn í farmannalögun-
um.“ Þetta ákvæði farmannalaganna
höfðu útgerðarmenn reynt að snið-
ganga og skrifuðu í blöðin kvartanir
um það efni. Skipstjórafélagið Aldan
gerðist sáttasemjari í deilunni og gáfu
báðir aðilar eftir. Ólíklegt er að sam-
komulagið hafi verið gert skriflega, en
með þessu samkomulagi hefur Ut-
gerðarmannafélagið í raun (de facto)
viðurkennt Báruna sem samningsað-
ila, þótt það reyndi síðar að semja be-
int við einstaklinga.
Bygging Bárubúðarinnar -
fleiri Bárufélög sett á stofn
Starf Bárunnar beindist síðan fyrst og
fremst að því að efla samheldni og
félagsþroska félaganna. Eftir undir-
skriftum háseta að dæma hafa undir-
tektir þeirra við starf Bárunnar verið
góðar, en erfitt reyndist að innheimta
félagsgjaldið - eina krónu. Atti félag-
ið alla tíð í miklum fjárhagsörðugleik-
um, ekki síst er það réðst í það stór-
virki að reisa Bárubúð.
Árið 1897 eða 1898 var stofnuð
deild, „Báran nr. 2“, í Hafnarfirði.
Blaðið ísland skýrir svo frá stofnun
þess: „Báran var stofnuð fyrir fáum
árum. Nú hefur hún fært út kvíarnar út
fyrir Reykjavík og er í sambandi við
hana nýstofnað hásetafélag í Hafnar-
firði.“ Hingað til hefur verið álitið að
sú deild hafi verið stofnuð 1896, en
fréttin í íslandi er eina samtímaheim-
ildin um stofnun deildarinnar og er
ekkert annað vitað um starf hennar
fyrir aldamótin. Þó er hugsanlegt að
deildin hafi verið stofnuð 1896, eins
og Pétur Guðmundsson taldi, en frétt-
in í íslandi sé birt af því að deildin hafi
verið endurreist árið 1898, þar sem
erfitt var að halda uppi samfelldu
starfi í félögum þessarar tegundar.
Deildir úr Bárunni voru eftir alda-
mótin stofnaðar á ýmsum stöðum -
Akranesi í desember 1902, Eyrar-
bakka í desember 1903, Stokkseyri
skömmu síðar, Keflavík í desember
1904, önnur deild í Reykjavík 1905
og í Garðinum sama ár. Þessar deildir
stofnuðu með sér yfirstjórn, stórráð,
sbr. skipulag Góðtemplarareglunnar.
Sigurður Eiríksson regluboði samdi
við Ottó N. Þorláksson um það að að-
stoða sig við það að stofna sjómanna-
stúku í Reykjavík. Og gerði hann það
gegn því að Sigurður sjálfur stuðlaði
að stofnun sjómannnadeilda í ver-
stöðvum er hann heimsækti á ferðum
sínum á vegum Góðtemplarareglunn-
ar. Stofnun deildanna eftir 1904 má
rekja til þessa samkomulags og er
skemmtilegt dæmi um áhrif Góð-
templara á stofnun stéttarfélaga hér-
lendis. Stofnun Dagsbrúnar 1906,
breyttir útgerðarhættir (þ.e. togaraút-
gerðin) og missir Báruhússins o. fl.
urðu þess valdandi að úr starfi og
áhrifum Bárufélaganna dró, og mun
síðasta lífsmark með Reykjavíkur-
deildunum hafa verið haustið 1909
eða 1910, en tvær deildanna á Eyrar-
bakka og Stokkseyri breyttust í verka-
lýðs- og sjómannafélög, sem starfa
enn í dag.