Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 23

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 23
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21 „Gylfi, “ skip Geirs Zoega. Hásetar sœttu sig ekki við að útgerðarmenn réðu öllu einir um ráðningarkjörin á þilskipunum. „Fjandi leiðinlegt að geta ekki hamlað eitthvað á móti með samtökum sjómanna.“ Sjómannastéttin í Reykjavík var orðin nægilega fjölmenn 1890 til að stofna stéttarfélag en erfið starfsskilyrði og lítill félagsþroski sjómanna drógu úr samtakaviðleitni. Það þurfti „árás“ af vinnuveitenda hálfu til að knýja sjó- menn til að standa sameinaðir í félagi til að standa vörð um kjör sín. Ekki hvað síst þörfnuðust þeir samtaka er afli minnkaði og fiskverð féll, því að atvinnuöryggi þeirra var mest ógnað í slæmu árferði. Haustið 1894 var ástandið því orðið þannig hjá hásetum að brýn nauðsyn bar til að stofna sam- tök, en til þess þurfti forystu. En hvað- an átti hún að koma? Ottó N. Þorláksson segir í viðtali á 50 ára afmæli Bárufélaganna: „Utgerðarmannafélagið sýndi hvað það ætlaði sér með því að setja reglur um ráðningu sjómanna sem voru þeim mjög óhagstæðar. Mér datt í hug að það væri fjandi leiðinlegt að geta ekki hamlað eitthvað á móti með samtök- um sjómanna. Ég var þá í Stýrimann- skólanum og reyndi að fá skólafélag- ana í lið með mér, reyndi víst við þá alla, en enginn var fáanlegur nema Geir Sigurðsson... Hvorugur okkar Geirs hafði verið í nokkrum félags- skap, nema í einhverri skólafélags- nefnu, en einhverjir skólabræður okk- ar voru templarar og töldum við helst að leita þangað eftir félagsfyrirmynd. Við höfðum eitthvað kynnst Jóni Jónssyni, hann var gagnfræðingur frá Flensborg, en hafði stundað sjó- mennsku, var nokkru eldri en við og templari. Það varð úr að ég fór til hans að tala um félagsstofnunina og fékk hann eftir langa mæðu til þess að verða formaður. Við fórum svo að ganga milli sjómanna og fengum góð- ar undirtektir." Hafa verður í huga hve seint þetta er ritað. Ottó var þá kominn á áttræðis- aldur og stoltur af þessu verki. Flestir nemendur Stýrimannaskólans höfðu einnig stundað sjómennsku áður en þeir settust á skólabekk og einnig í fríum. Þeir höfðu því kynni af kjörum háseta og samskipti við þá. í sama viðtali fullyrðir Ottó að eng- inn stofnandi Bárunnar hafi þekkt nokkuð til verkalýðshreyfingarinnar erlendis. Efni yfirlýsingar Ottós er fremur vafasamt, þar sem blöð og tímarit birtu þá fréttir af verkföllum og verkalýðshreyfingu erlendis. Ottó segir í viðtali á 80 ára afmæli sínu að hann hafi drukkið í sig blöð og tímarit þessa tíma. Er þeir Ottó og Geir vildu beita reglulegu félagi í baráttu háseta, hafa þeir að líkindum ekki stuðst við erlendar fyrirmyndir nema óafvitandi. Með Bárufélögunum hefst óslitin saga stéttarsamtaka á íslandi Hitt verður þyngra á metunum hjá þeim að þetta form féll vel að sam- takaviðleitni þjóðarinnar. Þá var al- gengt að stofnuð væru samtök til að vernda hagsmuni og koma á fót fram- farafyrirtækjum. Má í því sambandi sérstaklega benda á kaupfélögin, verslunarfélögin, Góðtemplararegl- una, o. fl. hagsmunasamtök. Drykkju- skapur var mikill og almennur meðal sjómanna og bindindisstarfsemi því brýnt hagsmunamál í þeirri stétt, enda beittu Bárufélögin sér fyrir þeim mál- um. En aðalstarf Bárufélaganna beindist að kjaramálum stéttarinnar og var það fyrst og fremst varnarbar- átta. Með stofnun Bárunnar hefst óslitin saga stéttarsamtaka á Islandi. Það er fyrsta fjölmenna félagið sem verka- fólk stofnar og frá þeim tíma hélst þráðurinn óslitinn. Þaðan í frá hafa starfað stéttarfélög hér á landi. í Báru- félögunum fengu menn reynslu í kjarabaráttu og félagsstarfsemi. Þaðan komu mennimir sem síðar veittu verkamannafélaginu Dagsbrún, Há- setafélaginu og Alþýðusambandi ís- lands forystu á fyrstu árum þessara samtaka. (Birt með leyfi aðstandenda Ólafs R. Einarssonar sagnfræðings).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.