Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 26
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
24
Mdnaðarblad. Vcrð:
kr. 1,50 drgangurinv.
fíorgUt fyrir /■ júli.
HJ U
tfppsögn ógild nemd
komin skrifleg til rit-
■stj. fyrir 1. scplcmber.
1. ár,
Ma< 1892.
Nr. 5.
Góftii* iHiMiii, <*tr s.jo íiÖ si£llitgti vorri niitni vorða Kamfnra bæði óvoöuroK tjön, okki
ehnmpris fyrir farniinu on skipiö, hoUlttr og fyrir líf vort. Ktt* humiraöshöföinginu trúöi
hctur Ktýriiuaniiintiui oj: skiiisei^nmlannm cn l’nlM.tÍllögtmj. ’Post. gjörn. XXVII. 10-11.
y.
a
6
Ck
i£
C-
tc
•/‘3?
*C
- o
- cí
K
II
j;
— sr
K «
n —
SC
bjer alla, *em eru 4 ekipimi meö þjer. Veriö l>cr,s vegim, góöir mcnn mcö glööu goðl,
pví Jeg treyetl Guöl, nö þaö inunl efnaut, eem mjer vnr »ngt. Poet, gjðrn. XXVII, 22-25,
Forsíða tímarits Odds V. Gíslasonar,,,Sæbjargar, “ sem helgað varheill íslenskra
sjómanna.
Hann fór iðulega utan á þessum árum
- til Bretlands, Þýskalands og Frakk-
lands og dvaldi í Kaupmannahöfn vet-
urinn 1873-4. Framaðist hann vel í
þessum ferðum og fékk við það meira
heimsborgarasnið en þá var títt, en allra
manna ljúfastur var hann í viðmóti, ekki
síst við alþýðu manna, og skirrðist ekki
við að ganga að hverju verki sem var ef
svo bar undir. I Reykjavík naut hann
líka hins mesta álits og vinsælda. Þann-
ig hlaut hann hæsta atkvæðatölu við
bæjarstjómarkosningamar 1871 og var
síðan endurkosinn allt þar til hann flutt-
ist úr bænum.
Prestur og
sjósóknari í Grindavík
Það kemur á óvart að þrátt fyrir öll hin
veraldarlegu umsvif sín reyndist Odd-
ur enn ekki orðinn afhuga prestskap,
„enda var hann einkennilega samsett-
ur maður, ákafamaður og brennandi í
andanum,“ eins og komist hefur verið
að orði um hann. Sótti hann um
prestakall að Lundi í Borgarfirði og
tók prestvígslu þangað haustið 1875.
En þremur árum seinna var honum
veittur Staður í Grindavík og þjónaði
hann því prestakalli fram til 1894 er
hann tók sig upp og flutti til Ameríku.
Þetta tímabil er veigamesti kaflinn í
starfsferli hins óvenjulega hugsjóna-
manns.
Hann hafði sem áður segir hneigst
til sjómennsku og þótti jafnan hinn
mesti víkingur til sæfara. Er ekki vafi
á því að það var nálægðin við sjóinn
sem hefur dregið hann til Grindavík-
ur, því ekki var þar eftir fjárgróða að
slægjast. Grindavík var í þá daga fá-
tækt og lítið fiskiver og stundaði séra
Oddur jafnan sjó með prestskapnum
og var afburðaformaður, dugmikill og
áræðinn. En ekki lét hann sjósóknina
bitna á embættisverkunum og var ætíð
tilbúinn að snúa heim úr róðri ef til
hans var leitað um embættisverk. Var
þá hvít voð breidd á þekju prestseturs-
ins og sást hún utan af miðunum.
Baráttan fyrir
öryggismálum sjómanna
Sr. Oddur þótti mjög snjall ræðumað-
ur, vel orði farinn og sérstaklega bæn-
heitur. Trúhneigð hans var djúp og
einlæg og hann var jafnan boðinn og
búinn að leggja allt í sölurnar fyrir
áhugamál sín.
En framar öllu öðru átti sjómanna-
stéttin hug hans og hjarta. Hann ferð-
aðist oftlega frá einni verstöð til ann-
arrar til að ræða við sjómennina og
búa í haginn fyrir þá, og af fátækt
sinni gaf hann út blöð og bæklinga til
að berjast fyrir hagsmunum þeirra og
öryggi. Þannig hélt hann í heilt ár úti
mánaðarritinu „Sæbjörg“, sem eink-
um fjallaði um slysavarnir og björg-
unarmál, en hafði þá ekki bolmagn til
að standa lengur hjálparlaust undir
kostnaðinum. Einnig skrifaði hann
smáritasafn um ,,Fiskveiðimál“ og
annað um „Líf og lífsvon sjómanna.“
Loks gaf hann út á vegum ensks smá-
ritafélags nokkra bæklinga fyrir sjó-
menn um kristileg efni og nefndi
„Hjálpræðisorð.“
En sr. Oddur lét ekki sitja við orðin
ein. A sinn kostnað lét hann gera fyr-
irmyndir að bárufleygum og margs
konar björgunartækjum öðrum, og eitt
sinn þegar óvenjutíð manntjón höfðu