Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 27
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25 orðið af bátum við Faxaflóa gerði hann sér ferð til Reykjavíkur og flutti „hvert erindið af öðru í bænum til að brýna fyrir mönnum hvað gera mætti og þyrfti til að stemma stigu fyrir slíku eftirleiðis.“ Tókst honum með óþreytandi og brennandi málflutningi að vekja sterka hreyfingu um slysa- varnir, og varð það m.a. til þess að útgerðarmenn bundust samtökum um að hafa jafnan við höndina lýsisforða í hverju skipi til að verja það áföllum í vondum sjó. Var talið að þetta hefði á næstu árum bjargað ófáum mannslíf- um. Sitthvað annað sem hann barðist fyrir, svo sem sjómannatryggingar, stéttarfélag sjómanna og sjómanna- ráð, þurfti enn um langan aldur að bíða síns tíma. Vestur um haf Það er ömurlegt til þess að vita hversu þessi eldheiti og ósíngjarni baráttu- maður átti lítillar hjálpar að vænta. Ýmsir urðu meira að segja til þess að leggja stein í götu hans og því var það ekki fyrst og fremst af neinni ævin- týraþrá að séra Oddur sótti um lausn frá embætti og flutti í aðra heimsálfu 1894, þá kominn fast að sextugu. Þar með lauk starfi hans í þágu íslenskra sjómanna og verðugt að minnast þess nú að öld liðinni. Við komuna til Ameríku gekk hann í þjónustu íslenskra safnaða í Nýja Is- landi og Selkirk og gegndi prestsemb- ættum hjá þeim fram til ársins 1903 er hann sagði skilið við hið envangelisk- lútherska kirkjufélag íslendinga. Hon- um fannst það sníða skoðunum sínum of þröngan stakk, því að frelsið var hon- um enn fyrir öllu, og næstu árin gerðist hann farandpredikari á eigin spýtur. Oddur fékkst líka nokkuð við lækn- ingar, m.a. með handayfirlagningu og fyrirbænum þessi árin og þótti það vel gefast. En best lýsir það þessum eld- huga að kominn á sjötugs aldur tók hann að nema læknisfræði og lauk prófi sem fullgildur læknir nokkru fyrir andlát sitt. Oddur V. Gíslason lést í Winnepeg þann 10. janúar 1911. Islensk sjómannastétt má ætíð minnast þessa frumkvöðuls hags- munamála sinna með þökk og virð- ingu. Hann hóf fyrstur kyndil barátt- unnar fyrir samtökum sjómanna og öryggismálum þeirra. Kristinn Reyr SÆBJARGARGOÐINN Hér bar hann niður á jaðar brimöldu og hrauns í fallhlífforlaga. Og hugsjónamaður sté með hempu að vegabréfi í hlað sálnahirðirinn sœbjargargoðinn séra Oddur á Stað. Lærður hafði hann staðið við lifrarkagga og brœðslu gósenlönd gist og numið sér bráði ífang afNesjum suður hvað frœgt varð um Frón. En bœnir hins snauða brákaða og sjúka blessuðu um ár þau hjón. Skinnklæddur skynjaði prestur skaparans anda og forsjá hvað nánast við fleytuna í Staðarvör. Og kraup honum hljóður í kapellu hjartans talaði við hann í sjóferðabæn á tungu sem báðir skildu og tók hann með sér í róður. Hann gekk ekki á sjónum að gefa ræðurum trúna á upprisu holdsins og englaflug en svam kingum skipið. Og sundkappans tök færðu hásetum sönnur á fágœta íþrótt og björgun úir feigðarvök. Fótgangandi hann fór um kring til að kenna á kjölfestupoka og bárufleyg með sjómenn að lœrisveinum. Hver bátstapafregn brýndi hrópandans raust að hasta á holskeflufylking helgráa fyrir járnum svo náð yrði í naust. En drottinholl altaristafla drúpti yfir tæmdum kaleik inni í kór bágstaddir lutu höfði og beygðu af er bjargráðahöndin kvaddi. Og vonsvikinn maður vék héðan brott og sigldi vestur um haf. Kristinn Reyr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.