Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 10% meðan olíukostnaður er um 7.5%. Danir fullyrða að með skipu- legum vinnubrögðum megi minnka viðhaldskostnaðinn um allt að 30%. Viðhaldskostnaður fiskiskipa er um 5 milljarðar á ári og sé hægt að lækka hann um 30% er um hvorki meira né minna en 1.5 milljarð að ræða. Og þótt okkur tækist ekki að lækka hann nema um 10% erum við engu að síður að tala um verulega fjármuni eða um 0.5 milljarða. Það verður að játast að margir út- gerðarmenn eru ekki alveg með á nót- unum í þessu efni, átta sig ekki á um hvað málið snýst og halda sjálfsagt einhverjir að þarna sé bara á ferð ein- hver valdagræðgi í okkur. Þeir álíta sumir að við ætlum með þessu að næla okkur í hærri laun, en auðvitað leggja menn ekki á sig aukna vinnu án þess að fá eitthvað í staðinn. En við höfum boðið útgerðum upp á að reyna þetta fyrirkomulag í sex til átta mán- uði og reynist það skila ávinningi, þá verði honum skipt. Hér er því ekki verið að fara fram á launaauka fyrir- fram. Líka og ekki síður hefur borið á að skipstjórnarmenn halda að verið sé að taka spón úr þeirra aski, sem er mesti misskilningur hjá þeim. Til þess að vinna að þessu máli höf- um við ráðið til okkar sérstakan starfs- mann til þess að aðstoða okkar menn, en halda þarf sérstök námskeið vegna þessa. Skipuleggja þarf skýrt viðhald sem skráð er í tölvu og er býsna flókið mál og krefst mikils undirbúnings. Þá er Vélskólinn farinn að miða sína kennslu við að framtíðin verði þessi °g leggja aukna áherslu á skipulegt viðhald. Margt hefur breyst frá því er saga vélstjóranna hófst um borð í gufuskip- unum en þá og lengi fram eftir var öllu handstýrt. Þetta hefur gjörbreyst. Nú er flest orðið sjálfvirkt og og þegar skipstjórinn tekur upp „telegrafið“, þá stýrir hann vélinni um leið. Þarna er enginn milliliður niður í vél. En í stað- inn hefur komið ákaflega flókinn bún- aður. Ef við lítum á frystitogara þá er þar um borð mikill og flókinn raf- og vélbúnaður. Mikil rafmagnsfram- leiðsla, frystikerfi, flókinn vindubún- aður og allur fiskvinnslubúnaðurinn á millidekkinu, mikil sjálfvirkni og vökvaknúin tæki. A þessum skipum þarf t.d. tvo menn til að sjá um still- ingar á fiskvinnsluvélunum. En ef eitthvað af þessu bilar þarf vélstjórinn að sinna því og sá búnaður sem undir hann heyrir eykst stöðugt. Þess vegna þarf hann að hafa mjög víðtæka menntun og nú á seinni árum hefur tölvutæknin bæst við. I sem skemmstu máli þá verður verksvið vélstjórans sí- fellt flóknara, krefst víðtækari og meiri menntunar, á sama tíma og tæk- in í brúnni til staðsetningar og fiski- leitar verða sífellt nákvæmari og ná- kvæmari og einfaldari í notkun.“ Afrek sem sjaldan er á minnst „Eg vil í framhaldi af þessu koma að atriði, sem ómaklega hefur verið haft hljótt um og er bæði gamalt og nýtt. Þar á ég við þau stórvirki á sviði við- gerða um borð sem vélstjórarnir hafa unnið fyrr og síðar. Þannig hafa þeir bjargað bæði miklum verðmætum og stundum mannslífum. Ég kom að þessu í ræðu minni á Sjómannadaginn í fyrra og sagði að þarna væri um af- rekssögu að ræða sem menn gefa ekki þann gaum sem skyldi. Mýmörg dæmi má finna um að skip hafi lent í vélarbilunum og verið á reki svo sól- arhringum skipti meðan unnið var að viðgerð við mjög erfiðar aðstæður. Loks hefur tekist að gera við og koma skipi og áhöfn heilu í höfn. Ég hef sjálfur reynt svipað, en þá voru það verðmætin sem fyrst og fremst voru í húfi. Þetta gerðist meðan ég vann hjá Fiskifélaginu. Við vorum að kanna olíueyðslu um borð í skipun- um og ég fór einn loðnutúr með Há- koni ÞH. í fyrsta kastinu tókst ekki betur eða verr til en svo að annar helmingurinn af nótablökkinni datt af þegar átti að fara að hífa nótina inn og féll í sjóinn. Nú voru góð ráð dýr, en við vorum langt frá landi. En þó var hringt í land og spurt hvort fá mætti varahlut. Svo reyndist ekki vera, nýtt stykki var ekki til í landinu, og við gengumst þá í það að smíða nýjan skjöld á blökkina og þetta tókst fyrir myrkur. Við fylltum skipið um nóttina og komum að um morguninn með allt þetta verðmæti. Þetta sýnir hverju máli það skiptir að menn kunni til verka. Atvikum af þessu tagi þarf að koma meir inn í umræðuna en verið hefur. Þeir eru of margir í okkar sam- félagi sem gera sér ekki grein fyrir mikilvægi starfa vélstjóranna um borð.“ Okkar áherslur komu aldrei í ljós „Það var 1991 sem við sögðum okkur úr Farmanna- og fiskimannsamband- inu. Aðdragandinn var alllangur og reyni ég að rekja hann hér í sem stystu máli. Fyrsta skrefið sem stigið var til stofnunar Farmanna- og fiskimanns- ambandsins 1937 var bréf sem vél- stjórar rituðu til yfirmannafélaganna 1922. Þar lögðu þeir til að stofnað yrði sérstakt farmannaráð. Hugsunin sem að baki lá var sú að ætli sjómenn að koma einhverjum málum fram verða þeir að standa sameinaðir. Það segir sig sjálft að Alþingi eða aðrir ráðaað- ilar eru ekki reiðubúnir til að taka mál alvarlega sem aðeins einhver hluti sjómannastéttarinnar stendur að baki. Formaður undirbúningnefndarinnar að stofnun FFSÍ var reyndar Hall- grímur Jónsson sem var formaður Vélstjórafélags íslands árum saman og var þá almennt álitið að hann yrði fyrsti forseti samtakanna. En þegar til kastanna kom hófust upp deilur sem lyktaði með því að fyrsti forsetinn var skipstjórnarmaður. Þótt þetta skipti ef til vill ekki meginmáli, þá varð þróun- in sú að skipstjórnarmenn og vélstjór- ar hafa löngum myndað tvær fylking- ar í sambandinu. Þegar við gengum út voru samtökin orðin ríflega fimmtug og á því tímabili höfðu vélstjórar ekki átt forseta nema átta ár - þrátt fyrir styrk sinn innan sambandsins. Þótt mestu máli skipti auðvitað að forset- inn sé hæfur maður, þá varð varla ann- að út úr þessu lesið en það að aðeins önnur fylkingin ætti hæfa menn til að gegna starfinu! Forveri minn, Ingólfur Ingólfsson, var forseti eitt kjörtímabil. En þegar næst var mætt til þings komu sumir með fyrirmæli um það frá sínum fé- lögum að þeir mættu ekki endurkjósa hann. Skýringu á því hef ég satt best að segja aldrei fengið, því enginn held ég að deili um að Ingólfur hafi unnið vel fyrir stétt sína og verið ágætlega hæfur forseti. Ég hafði og ekki setið lengi í formannssæti Vélstjórafélags- ins þegar ég fann að þetta samstarf var aldri heilt - eitthvað vantaði upp á. Ég var varaforseti FFSÍ um skeið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.