Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 36
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 34 að við reyndum útgerð á slíkum skip- um og sæjum hvernig það gengi. Þetta var þó fellt þá. En nokkru síðar kom stöðnunar- tímabil í togaraútgerðinni og vildu menn þá frekar fara að leggja áherslu á bátaútgerð. En það líkaði mönnum hjá FFSI ekki og bar þá Henry heitinn Háldánarson fram þá hugmynd að sambandið reyndi að komast yfir verksmiðjuskip. Þar með ættum við að geta hafið atvinnurekstur. Og þar sem Henry var slíkur maður að hann hreif alla með sér, afbragðs félags- málamaður og góðmenni mikið, tókst honum að fá samþykkt fyrir þessu. Pólverjar voru þá að smíða tíu séríu- togara og vildu þeir láta okkur hafa eitt skipanna, sem borga mátti í fiski að mestu, og var tilboðið því mjög hagstætt. En ekki fengum við þó já- yrði við tillögunni hjá ríkisstjórninni. Skipið var 2700 smálestir og átti að kosta 2 milljónir dollara og fyrir slíkri upphæð þurfti ríkisábyrgð og hún fékkst ekki. En svo fengum við vitneskju um að á Spáni voru tveir nýir skuttogarar til sölu á spottprís og mundu þeir henta ágætlega til saltfiskveiða. Var þegar drifið í að kanna þetta mál og eftir nokkurn undirbúning var farið til Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og leitað eftir samþykki. Bjarni tók okkur mjög vel og reyndi að greiða götu okkar sem hann best gat og m.a. lét hann ríkisstjórnina kosta ferð þriggja manna úr okkar hópi til Spánar að skoða skipin ásamt tveimur tæknimönnum. Er ekki að orðlengja það að mönn- um leist mjög vel á skipin og vildu kaupa þau, þótt tæknimennirnir hefðu að vísu sínar efasemdir. Er það trú mín að öllu samanlögðu að af þessum kaupum hefði orðið ef sá sorglegi at- burður hefði ekki gerst að Bjarni Benediktsson lést meðan mennirnir voru erlendis. Og þegar hann var ekki til staðar urðu viðbrögð ríkisstjórnar- innar þau að við fengum þvert nei. Er ég ekki frá því að hefðum við fengið þessi skip væri FFSÍ með útgerð í dag og hana kannske öfluga. En þetta brölt okkar hafði samt þau áhrif að menn fóru að gefa skuttogurunum gaum og fóru að kaupa þá til landsins. En ekki létum við bugast við þetta áfall. Við fréttum af því að tveir nýir frystitogarar væru til sölu vestur í Bandaríkjunum. Höfðu menn þar gef- ist upp við útgerð skipanna vegna þess að mannskapur fékkst ekki á þá vegna hins langa úthalds. Fengum við Odd Ólafsson lækni á Reykjalundi, sem nú var orðinn þingmaður Reyk- nesinga, til þess að tala máli okkar og gerði hann það gegn því skilyrði að annað skipið yrði gert út frá Keflavík. Gátum við greiðlega fallist á það, því við létum okkur litlu skipta hver út- gerðarstaðurinn yrði. Oddur var um þessar mundir úti í Bandaríkjunum og fór hann á fund forstjóra útgerðar þeirrar sem togar- ana átti. En þegar þá komu upp vand- ræði sem stöfuðu að því að bandarísk lög heimiluðu ekki að skipin yrðu seld úr landi. Var það okkur mikið áfall, því verðið var tiltölulega mjög hag- stætt. Auk þess endurtók gamla sagan sig þegar til kasta ríkisstjórnarinnar kom, sem enn reyndist ófáanleg til þess að láta okkur fá neina ríkistrygg- ingu. Þar með féll þriðja tilraun okkar um sjálfa sig, en mikið starf var unnið í því skyni að koma þessu fram og finnst mér alltaf miður að það skyldi ekki heppnast.“ Forseti FFSÍ „Fyrsti forseti FFSÍ var Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri hjá Ríkisskip og gegndi hann forsetaembættinu til dauðadags 1961. Engum hafði dottið í hug að bjóða fram gegn þessum ágæta manni, en eftir lát hans tók að bera á nokkrum leiðindum. Okkur vélstjór- um fannst að við ættum nú tilkall til formannsstólsins a.m.k. eitt tímabil eftir að skipstjórnarmenn höfðu fyllt hann svo lengi. Við höfðum að vísu löngum átt varaforsetann, en þótti það ekki nóg. Þetta kostaði nokkrar deilur sem lyktaði með því að Kristján Aðal- steinsson skipstjóri á Gullfossi var kjörinn næsta tímabil. Var ekkert út á embættisfærslu Kristjáns að setja, en samt var mönnum svo heitt í hamsi að við lá að sambandið spryngi. Loks var það gefið eftir árið 1963 að vélstjórar fengu forsetaembættið og var ég valinn til þess að gegna því. Eg var þá orðinn formaður Vélstjórafélagsins og hafði sótt þing FFSÍ allt frá 1948 og setið í stjóm þess um skeið. Formaður var ég í tvö ár eða til 1965, en sat þó áfram í stjórninni eða til 1973. Ég hafði ánægju af að gegna forsetastarfinu og held að ég geti sagt að ég hafi lifað mig inn í starfið. Sam- starfið við samstjómarmenn mína var gott, þrátt fyrir stöku hnökra eins og verða vill.“ Húsnæðismálin - leiðin inn í Borgartún „Ekki get ég rifjað upp sögu mína og reynslu af félagsmálum vélstjóra án þess að geta um húsnæðismálin. Án þeirrar baráttu væri hin glæsilega bygging við Borgartún ekki risin. Vélstjórafélagið hafði löngum að- setur niðri í Ingólfshvoli og var fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar þar Þor- steinn Árnason, mikill félagsmála- maður. Farmanna- og fiskimannasam- bandið og Sjómannablaðið Víkingur höfðu hins vegar aðsetur í húsi Fisk- hallarinnar gömlu við Tryggvagötu sem flestir muna vel eftir. En nokkru eftir að ég var kominn í stjórn Vél- stjórafélagsins kom Guðmundur Jens- son framkvæmdastjóri FFSI og for- vígismaður Víkings til okkar og fór að ræða um að laust húspláss væri að fá hjá þeim í Fiskhöllinni við Tryggva- götu. Taldi hann að það mundi bæta og auka samvinnu sjómanna ef félag- ið flytti aðsetur sitt þangað. Er ekki að orðlengja það að okkur leist vel á hug- myndina: Vélstjórafélagið flutti bú- ferlum og var í húsi Fiskhallarinnar næstu þrjú eða fjögur árin. Rættist það á að samvinna og skilningur jókst við nábýlið, eins og Guðmundur Jensson hafði spáð. Senn var farið að ræða í fullri alvöru um að þessi félagasamtök sameinuð- ust um kaup á húseign og varð Báru- gata 11 fyrir valinu. Þangað var flutt og þarna höfðu aðsetur sitt Aldan, Stýrimannafélag íslands, Vélstjórafé- lag íslands, Mótorvélstjórafélag ís- lands, Félag loftskeytamanna, Bryta- félagið og kvenfélög þessara félaga. Á Bárugötunni var hin besta aðstaða. M.a. var þvottaloft á efstu hæð inn- réttað sem glæsilegur fundarsalur, sem oft var leigður út til skemmtana- halds og gaf þannig nokkrar tekjur. Þarna var Vélstjórafélagið í nokkur ár, eða þar til M.E. Jessen lést 1966. Hann átti hús þarna rétt hjá og varð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.