Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 38
SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ
36
það að ráði að Vélstjórafélagið keypti
húsið og hafði í huga að það yrði eins-
konar minningarhelgidómur um Jes-
sen. Þangað var skrifstofa félagsins
jafnframt flutt og um leið var Spari-
sjóði Vélstjóra leigður sá eignarhlutur
sem við áttum á Bárugötu 11, en
sparisjóðurinn hafði verið stofnaður
árið 1961. Þar var sparisjóðurinn svo
til húsa næstu þrjú árin eða þar til
hann flutti í Nóatún, en Jón Júlíusson
eigandi verslunarinnar Nóatúns var
formaður stjórnar hans.
Svo ég haldi áfram að rekja þessa
sögu þá er það einn góðan veðurdag
að Jón Júlíusson kemur til mín og seg-
ir mér að við Borgartún sé lóð á lausu.
Ég sat þá í stjórn FFSI og biður hann
mig að athuga það innan sjómanna-
samtakanna hvort vilji muni fyrir
hendi til að festa sér lóðina, en hún sé
vel í sveit sett - mitt á milli gömlu
hafnarinnar í Reykjavík og hinnar
nýju Sundahafnar. Ég beið ekki boð-
anna með að leggja hugmyndina fyrir
fund og var samþykkt að reyna að
koma þessu í kring. Fórum við einir
þrír á fund borgarstjóra, en hann var
þá Geir Hallgrímsson. Hét hann að
greiða fyrir málinu og skyldum við
borga 400 þúsund krónur í gatnagerð-
argjöld. Gátum við samið um að borga
þá fjárhæð á löngum tíma, en efna-
hagurinn var heldur naumur hjá félög-
unum þá.
Ég hætti afskiptum af félagsmálum
skömmu síðar og rek þessa sögu því
ekki nánar, en nýir menn komu að
málunum sem hrintu framkvæmdum
af stað. En vænt þykir mér um að hafa
átt þátt í að koma þessu málefni af
stað í upphafi. Mér er kunnugt um að
það hræddi ýmsa í byrjun að Spari-
sjóður vélstjóra, sem þarna átti að fá
aðstöðu og var orðinn mjög öflugur,
mundi verða ráðríkur er að ráðstöfun
byggingarinnar kæmi. En sá ótti hefur
reynst ástæðulaus og mun nær sanni
að sparisjóðurinn hafi gefið þessum
félögum öllum byr undir báða vængi.“
Hlynntur stofnun
sjómannaflokks
„Alltaf er ég með hugann við málefni
sjómanna. Stundum hefur verið rætt
um að stofna sjómannaflokk og
bryddaði Guðmundur heitinn Jensson
oft upp á þeirri hugmynd. En við töld-
um alltaf að ekki væri rétt að við
stimpluðum okkur þannig, því innan
sjómannastéttarinnar væru menn með
mismunandi stjórnmálaskoðanir og
væri réttara að þeir beittu sér innan
stjórnmálaflokkanna gömlu.
En nú þegar svo mikið er rætt um
þýðingu sjávarútvegsins fyrir þjóðar-
búið og að honum þrengt um leið á
svo margvíslegan hátt finnst mér að
sjómenn séu ekki hafðir nægilega
mikið með í ráðum. Því er ég nú miklu
fremur en fyrr á því að þessi gamla
hugmynd Guðmundar Jenssonar um
sjómannaflokk sé raunhæfur kostur.
Slíkan flokk mundi ég styðja, kæmu
menn sér þá á annað borð saman um
hverjir ættu að fara í framboð. Ég játa
að klofningur FFSÍ eykur ekki á bjart-
sýni mína um að þetta geti tekist. En
ég vona einlæglega að þótt samböndin
standi nú sér - skipstjórnarsamband-
ið, farmannasambandið, vélstjóra-
sambandið og sjómannasambandið,
þá takist þeim að vinna sem mest sam-
an - og kannske að stofnun sjómanna-
flokks sem ég tel að eigi fullan rétt á
sér núna.“
„Af einkahögum mínum er það að
segja að sex næstu árin eftir að ég
hætti félagsstörfum var ég yfirvél-
stjóri Hitaveitunnar. En eftir að ég lét
af því starfi tók ég að kenna við Iðn-
skólann í Hafnarfirði. Fann ég þá vel
hve félagsmálin höfðu gefið mér mik-
ið en reynsla mín af þeim kom mér að
góðu haldi í allri umgengni við nem-
endur mína. Ég kenndi til síðustu ára-
móta, en fékk þá aðkenningu af
hjartakveisu og má segja að ég sé í
hvíld nú um sinn.
Konan mín er Asdís Einarsdóttir og
eigum við eina fósturdóttur, sem nú er
16 ára gömul. En þótt ég sitji á friðar-
stóli um sinn fylgist ég með af áhuga
og er reiðubúinn til að láta enn að mér
kveða ef ég fyndi að kraftar mínir
gætu á einhvern hátt orðið mínum
gömlu félögum og stétt þeirra að
gagni.“
AM
Kveðjur til sjómanna.
Neðanskráð fyrirtæki og stofnanir senda
sjómönnum árnaðar- og heillaóskir á sjómannadaginn 1994
Kveðja frá Tálknafirði:
Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf.
Kveðja frá Akranesi:
Haraldur Böðvarsson og Co.