Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 46
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
44
Neskaupstað 1943 og því meira í
Reykjavík 1946. Eg gerðist þá vél-
stjóri á bátum uns ég dreif mig í Vél-
stjóraskólann, en honum lauk ég
1952. Ég gerðist þá umsvifalaust 1.
vélstjóri á Goðanesinu frá Neskaup-
stað sem síðar fórst við Færeyjar. Þar
var ég um borð uns ég 1953 var beð-
inn um að fara einn túr sem 1. vélstjóri
á Neptúnusi hjá Tryggva Ofeigssyni.
Þeir túrar urðu fleiri eða tíu ár alls
áður en yfir lauk. Ég er ófeiminn að
geta þess að það var Tryggvi sjálfur
sem fór fram á það við mig - en ég hef
aldrei sótt um vinnu á ævi minni. Ég
var á skipinu undir stjórn þess fræga
aflaskipstjóra Bjarna Ingimarssonar
og fór alltaf ágætlega á með okkur,
enda var ég á Neptúnusi í tíu ár.“
Byrjaði í 48 fermetra bílskúr
,,Ég hóf sjálfstæðan atvinnurekstur
1963, byrjaði í 48 fermetra bílskúr.
Senn hafði ég svo mikið að gera að ég
varð að vísa frá mér verkefnum og þar
á meðal stundum til Vélsmiðju Sig-
urðar Sveinbjörnssonar að Skúlatúni
6. Einn daginn lagði Sigurður til að ég
keypti af sér verkstæðið og það varð
úr að ég keypti húsnæðið og mikið af
verkfærunum - án þess að ráðgast við
neinn bankastjóra. Það var árið 1965.
En eftir þrettán ár var orðið allt of
þröngt um mig í Skúlatúninu og ég fór
að leita fyrir mér um rýmra húsnæði.
Það fann ég hér að Súðarvogi 4 og
flutti mig hingað 1978. Fyrst var ætl-
unin að ég yrði með húsnæðið á leigu
en ég festi kaup á því innan nokkurra
daga. Lóðin var 7000 fermetrar. Hér
hefur starfsemin vaxið geisilega og
hef ég hérna 5000 fermetra gólfpláss."
Upphafið var
gömul Bolinder-vél
,;En við ætluðum að ræða um safnið.
Ég hef líklega alltaf verið haldinn
söfnunarnáttúru, þótt ég gerði mér
ekki grein fyrir því - hef haldið upp á
ýmsa muni og á meira að segja fyrstu
bólusetningarvottorðin mín og próf-
skírteinin úr barnaskólanum! En
snemma tók ég að halda til haga ýms-
um munum sem lutu að skipum og
útgerð. Fyrsti gripurinn er Bolinder-
vél sem ég eignaðist fyrir um 30 árum.
Síðan hef ég stöðugt verið að sanka að
mér gömlum gripum.
Það kostaði mikinn undirbúning að
koma upp húsnæðinu sem hýsir safn-
ið. Skálinn sem smiðjan hjá mér er í er
með 10,5 metra vegghæð og yfir kem-
ur rjáfrið. Ég sá að það mundi ekki
þrengja að smiðjunni þótt ég setti upp
loft yfir henni og það ákvað ég nú að
gera. Bita fékk ég flesta svo að segja
gefins og eru þeir af þeim gæðum að
þeir skapa langtum meira burðarþol
en krafist er. Svo kom þetta eitt af
öðru en framkvæmdin tók hér um bil
ár að mig minnir. Gólfflöturinn er 340
fermetrar.
Næstu árin fóru í að gera munina
sem ég var búinn að draga að mér
sýningarhæfa. Mikið bíður þó lagfær-
ingar enn.“
Fjöldi sýningarmuna
bíður í geymslum
„Nú getur hér að líta um 3000 muni
og hundruð hluta bíða enn í geymsl-
um eftir að vera gerðir í stand, svo
safnið er alltaf að vaxa. Ekki þarf ég
að hafa einn fyrir því að safna öllu
þessu, því stöðugt er verið að gefa
mér hluti - stundum heilu bílfarmana!
Safnið á marga velunnara.
En svo vikið sé að nokkru því sem
athygli vekur hér inni má benda á
þann hluta af safninu sem snertir síld-
veiðar á árabilinu 1926-1960 eða þar
um bil. Hér eru ótal gerðir af nóta-
hringjum og tromlum, davíður, tvö
handsnúin snurpuspil, fjöldi af kopar-
skjöldum sem notaðir voru til að
merkja síldartunnur og þannig gæti ég
haldið lengi áfram. Þetta er einstæð
heimild um þessar veiðar og getur
ekki eignast sinn líka úr þessu.
Þá ber hér mikið á blökkum af gam-
alli og löngu úreltri gerð, margar að
miklu leyti úr tré. Hér eru líka svo-
nefndar ,,jómfrúr“, sem notaðar voru
til að strekkja reiðann á gömlu segl-
skútunum okkar. Allt er þetta upp-
runalegt - engar eftirlíkingar.
Þá er hér veglegt úrval af gömlum
keðjum, sem ekki sjást lengur. Þær
voru handsmíðaðar og ekkert smá-
verk sem að baki þeirri smíði hefur
legið. Þegar ég hef fengið þær í hend-
ur hafa þær oftast verið brynjaðar af
ryði. Því fann ég upp sérstaka aðferð
til þess að fægja þær. Ég útvegaði mér
3-400 lítra loftkút og setti festingar á
báða enda hans. I kútinn lét ég svo
nokkuð af sandi, renndi síðan keðjun-
um ofan í hann og lét gamlan fræsara
knýja kútinn hring eftir hring í 2-3
klukkustundir. Þá var allt ryðið farið
af þessum gömlu keðjum og að slitinu
frátöldu litu þær nú ágætlega út.“
Glóandi komápsar og vélsímar
,,Á sérstökum palli hér á safninu hef