Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 Kútterfrá skútuöldinni. maður. Oft hafði hún konur einar að hásetum og farnaðist í hvívetna hið besta. Einnig öðlaðist Halldóra og bróðir hennar frægð af því að þau fæddu bjargarlaust fólk úti í Odd- bjarnaskeri á fiskfangi. Víða um land sóttu konur sjóinn í aldanna rás, en þó hefur það verið misjafnt eftir landshlutum. Alla tíð hefur verið mikið um sjókonur við Breiðafjörð og Bergsveinn Skúlason fræðimaður hefur verið hirðusamur um nöfn margra hverra. Er gaman að því þegar fræðimenn um sjósókn hirða ekki eingöngu um nöfn karla, því enn í dag er það veikur hlekkur í frásögnum og ritum og meira að segja í daglegum fréttum að nafna kvenna sem við sögu koma er ekki getið. Þetta er slæmur kækur - rætt er um Jón og konu hans eða þá Sigurð og dóttur hans og þykir mér þar ekki fróðlega frá sagt.“ Settu það upp sem s kilyrði að fá að róa „Stundum hafa menn verið að halda því fram að konur hafi ekki stundað sjómennsku vegna þess að þetta var erfiðsvinna. En í raun getum við hvorki hér á landi né annars staðar sagt að konum hafi verið hlíft við erf- iðisvinnu. Til dæmis má taka frásagnir af Þórunni í Nesi sem Karvel Óg- mundsson hefur sagt frá, en hún var amma hans. Þórunn var háseti hjá bróður sínum og lét hann hana fylgja skipinu - þ.e.a.s. að hún ýtti úr vör og stökk seinust upp í skipið. Segir frá kátlegum upphrópunum sem karlinn viðhafði við þau tilefni til þess að herða á henni við sjósetninguna, svo ekki hafa henni verið ætluð léttari verkin. En vegna nafnleysis sjókvenna hafa menn dregið þá ályktun að þarna hafi verið um sjaldgæft fyrirbæri að ræða. En þar í móti mælir að þar sem var heimræði og skammt til sjávar voru bú bænda yfirleitt nokkuð vel sett með kvenlegt vinnuafl. Því hefur það verið freisting fyrir þá að beita vinnukonum sínum við sjósóknina og leikur enginn vafi á að það hefur verið gert. Sömu- leiðs er sagt að konur á Snæfellsnesi hafi sóst mjög eftir að fá að róa úr Dritvík, því þar hafi verið frjálslegt og skemmtilegt mannlíf. Munu sumar konur hafa sett það upp sem skilyrði við ráðningu að fá að róa.“ Afi minn gaf Þuríði sinn fyrsta fisk „Þegar ég fór að fást við sagnfræði- nám við Háskóla íslands, þá langaði mig meir til að taka fyrir sögu kvenna en aðra þætti sögunnar. Þetta efni þótti satt að segja ekki vel valið og mér var bent á hve erfitt gæti orðið að leita heimilda. Iðulega var ég spurð þegar ég skyldi skila einhverjum ritgerðum og síðar BA-ritgerð og loks cand mag-ritgerð, hvort ég gæti ekki hugs- að mér eitthvað annað. Þetta var að vísu ekki neitun, en nokkuð áleitin spurning var það. Löngum hefur stjórnmálasaga verið ofarlega á baugi þegar ritað er um ís- lenska sögu, svo og þættir úr atvinnu- sögu. En í atvinnusögurituninni hefur yfirleitt vantað þátt kvennanna. Nú má segja að þessi þáttur, sjósóknin, sé ekki sá þáttur sem verið hefur aðal- verksvið kvenna. En mér fannst þetta forvitnilegt og meðal annars ýtti það nokkuð á mig að afi minn, Jón Jóns- son á Hlíðarenda í Ölvesi, sem var sjómaður í Arnessýslu, var ákaflega hirðusamur um að nefna nöfn þeirra kvenna sem hann vissi að sjósókn höfðu stundað. Það varð til að benda mér á að ef til vill hefði mest kveðið að sjósókn kvenna í Ámessýslu - en þarna voru á meðal ýmsar frændkonur okkar, þar á meðal Þuríður Einarsdótt- ir (f.1777), sem eins og kunnugt er reri frá Eyrarbakka og Stokkseyri - bjó löngum á Stokkseyri en lést á Eyr- arbakka. Afi minn var raunar svo langminnugur að hann mundi Þuríði frændkonu sína og hafði meira að segja fært henni fyrsta fiskinn sinn. Hún var í elli á Eyrarbakka er það gerðist.“ Árabátaöldin „Það var árabátaöldin sem mér varð fyrst fyrir að skoða. Þótt þetta væri bæði erfitt og kaldsamt starf hafði ég fullar sannanir fyrir að þarna höfðu konur verið með og fúsar til að takast þennan starfa á hendur þrátt fyrir vos- búðina. Eg ætla að konur hafi metið það mikils að í sjómennskunni var meira frjálsræði að finna en í flestum öðrum störfum, eins og ég gat um, og þeim fundist þær verða meir menn með mönnum: Þarna unnu þær við hlið karlanna og urðu að skila sama verki og þeir. Um borð í bátunum var ekki jafn létt fyrir aðra að líta framhjá starfsframlagi þeirra og við önnur erf- ið en lítils metin störf sem konum voru fengin. Að vísu voru allar þessar konur fast- ráðin hjú bænda og voru á árskaupi. Því höfðu þær ekki þann hlut sjálfar sem þeim var tildeildur á skipinu. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.