Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 70
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
68
það sama átti við um vinnumennina -
húsbóndinn hirti aflahlutinn. Hins
vegar getur það hafa vegið upp á móti
rýrum fjárhagslegum ávinningi að
konur sem getið höfðu sér gott orð
sem sjósóknarar áttu betra með að
velja úr vistum. Enn voru við sjósókn
fyrri tíðar ákvæði um happadrætti:
Þannig áttu menn sjálfir ýmsar
óvenjulegri fisktegundir sem þeir
drógu. Ér það sagt um Þuríði formann
að hún hafi séð fyrir gamalli móður
sinni með happadráttum sínum, svo
þarna gat verið um verulega hlutarbót
að ræða. Eftir allt saman voru sjókon-
urnar því á betri kjörum en aðrar kon-
ur, þrátt fyrir vistaákvæðin.
Sjósóknin hefur gefið konum færi á
að verða sýnilegir einstaklingar sem
orð fór af í þjóðfélaginu, en það veitt-
ist annars ekki nema húsfreyjum á
hinum bestu búum og stöku afburða
hannyrðakonum."
Skúturnar koma til sögu með
ný vinnubrögð - og viðhorf
„Þegar kemur að útgerð stærri skipa
hef ég ekki getað fundið að konur hafi
verið hásetar á skipum biskupsstól-
anna og þegar konungsskipin koma til
Vestfjarða virðast konur ekki hafa
fengið þar skiprúm. Engar heimildir
hef ég heldur fundið sem benda til að
konur hafi verið skráðar á skúturnar
eftir að skútuöld hefst. Oljósar spurnir
hef ég samt af að það hafi borið við,
en sannanir um það hef ég ekki.
Með skútunum koma til sögunnar
ný vinnubrögð og að mörgu leyti ný
viðhorf til sjómennskunnar líka. Þótt
skipin væru í sjálfu sér lítil, þá hafa
þau verið nógu stór til þess að bilið
milli háseta og yfirmanna hefur orðið
meira en það var nokkru sinni áður í
íslenskri sjósókn. Vald skipstjórnar-
manna verður mjög mikið. Aður hafa
það ekki þótt góðir formenn sem ekki
voru í nánu sambandi við skipshöfn-
ina, en á skútunum hefur þótt minni
ástæða til þess.
Það sama virðist uppi á teningnum
þegar vélbátarnir koma, en fyrsti
stærri vélbáturinn, þ.e. dekkbátur sem
var beinlínis keyptur til þess að róa til
fiskjar, var bátur sem Jón Sturlaugs-
son gerði út frá Stokkseyri um 1910.
Konum virðist ekki hafa verið hleypt
út á þessa gömlu vélbáta fremur en
skúturnar. Nú er um skipt frá þeirri
skipshöfn sem útvegsbóndinn hélt
með til skips og ég fæ ekki betur séð
en að helsti áhrifavaldurinn sé hið
aukna aflamagn.
Hér hef ég til dæmis fyrir mér frá-
sögn Snjáfríðar Jónsdóttur (f. 1901),
dóttur Jóns Sturlaugssonar, en hún
sagði að bátarnir hefðu getað tví- og
þríróið og komið með þorsk að landi
sem varla var á eins manns færi að
lyfta upp á búkkann þar sem hann var
hausaður. En eigi að síður var það hún
og vinnukonur föður hennar sem
gerðu að aflanum í fjörunni og bjuggu
hann til verkunar, en til þess hefur
auðvitað þurft mikinn mannafla.
Þarna var komin á sú verkaskipting
sem eftir það hefur verið lífseig - að
karlar stundi veiðarnar en konur verk-
unina.
En ekki má gleyma að þrátt fyrir
tilkomu stærri skipa þá hélst það við
að konur voru um borð í bátum þar
sem heimræði var áfram stundað. Það
hefur verið í öllum landshlutum, ekki
síst á Austfjörðum. Stundum reri fjöl-
skylda, þótt löngum væri það regla að
feðgar reru ekki saman á skipi, hvað
þá að bóndi reri ásamt öllum sonum
sínum: Færist skipið var heimilið án
fyrirvinnu.
Svo ég víki nánar að þessu þá segir
maður einn frá því í Arnesingabók er
hann fór sína fýrstu sjóferð og reri hann
með föður mínum, Magnúsi Jónssyni á
Hjalla. Það var vegna þess að faðir hans
vildi ekki hafa hann um borð í skipinu
með sér. Jón afi minn, sem ég hef
minnst á og kallaður var „gamli Jón“ til
aðgreiningar frá syni sínum (Jónar
Jónssynir eru mann fram af manni í
minni ætt) hafði sama hátt á: Hann vildi
ekki að þeir yngri Jón og Magnús faðir
minn reru til fiskjar með sér.“
Án kvennanna hefði ekki
verið hægt að halda úti svo
stórum flota
„Það er þegar síldveiðar hefjast í
stærri stíl að konur taka á ný að sækja
á um að komast í skiprúm og komast
nokkuð greiðlega að. Fjöldi frásagna
er til um konur sem gerðust síldar-
kokkar og þá oft á fjarlægum miðum,
eins og þegar skip úr öllum landshlut-
um söfnuðust saman til veiða fyrir
Norðurlandi. Einu sinni sagði Þor-
steinn Gíslason, fyrrum fiskimála-
stjóri, við mig að hefðu konur ekki
komið til liðs við sjómannastéttina á
síldveiðiárunum miklu eftir 1950
hefði ekki tekist að halda úti svo stór-
um flota sem raun varð á.“
Konur sem öfluðu sér
menntunar á vettvangi
sjónmennskunnar
„Þegar konur eru þarna loks komnar í
sjósóknina að nýju fara sumar af þeim
að afla sér menntunar í sjómennsku.
Þetta eru konur sem frá unga aldri
voru ákveðnar í að leggja sjómennsku
fyrir sig sem atvinnu og langar mig
fyrst að nefna konu sem frá ungum
aldri hafði ætlað sér að verða skip-
stjóri. Henni tókst samt ekki að kom-
ast inn í Stýrimannaskólann og venti
hún þá sínu kvæði í kross og fór í
Loftskeytaskólann. Loftskeytamanns-
starfið varð svo hennar lífsstarf, en
þessi kona var Hjördís Sævar
(f.1932). í fótspor hennar fetuðu þó
nokkuð margar konur og fóru í Loft-
skeytaskólann og hygg ég að þær hafi
yfirleitt staðið sig vel í starfi og unað
því ágætlega. Persónulega er ég kunn-
ug konu, Hrönn Hjaltadóttir að nafni
(f.1941), sem lengi var á Akureyrar-
togurunum. Hún útvíkkaði starf sitt á
ýmsan hátt með því að miðla menn-
ingunni til áhafnarinnar. Hún sá um að
endurnýja bókasafnsbækur um borð,
miðlaði fréttum og tónlist og hélt hvað
lengst kvenna út í þessu starfi. Síðar
breyttist tæknin, ekki var lengur þörf á
sérstökum loftaskeytamönnum um
borð og þar með var saga loftskeyta-
kvenna á fiskiskipum á enda.
Þá hafa nokkrar konur aflað sér
fullra skipstjórnarréttinda. Ein kona,
Sigrún Elín Svavarsdóttir (f.1956),
hefur aflað sér réttinda á varðskip og
ágætir vélstjórar hafa verið útskrifað-
ir. En þar sem erfitt hefur orðið um að
fá störf hafa þær snúið sér að kennslu
í sjómannafræðum eða öðru sem teng-
ist sjósókn og útgerð. Þannig hefur
kona ættuð frá Patreksfirði, Áróra Jó-
hannssdóttir (f.1958), lært útgerðar-
fræði og snúið sér að verslun með fisk
og sjávarafurðir aðrar.“
Komust ekki á frystitogarana
„Þegar frystitogararnir fara að koma