Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 71
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69 til landsins gerðu konur sér góðar vonir um að komast á þessi skip þar sem fiskverkunin, sem alltaf hefur leikið í höndum kvenna, var verulegur þáttur í vinnunni á skipunum. En það hefur gengið erfiðlega. Samt eru það ekki skipstjórarnir sem hér hafa verið konunum andsnúnastir, heldur eru það útgerðirnar, menn sem eru fjarri starfsvettvangi. Þannig dreg ég þá ályktun að þegar skipstjórarnir hættu að hafa úrslitaorðið um hverjir ráðnir voru á skipin, þá hafi það orðið kon- um óhagstætt. Og þegar viðhorfin eru þannig stoðar lítt þótt konur mennti sig í sjómannafræðum. A seinustu ár- um hafa þær smám saman verið settar í land, en rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að árin eftir 1970 voru toppurinn í sjósókn kvenna hérlendis. En þrátt fyrir þetta held ég að sjó- mennskan verði á komandi tímum at- vinnuvegur sem bæði kynin geta stundað. Eg minnist þess að fyrir nokkrum árum las ég viðtal í blaði við rússneska sjómenn sem komu hingað. Þar voru allmargar konur um borð og furðaði blaðamaðurinn sig nokkuð á því. En skipstjórnarmenn sögðu að það væri mjög heppilegt vegna allrar umgengni og hreinlætis um borð að hafa bæði konur og karla í skipshöfn. Kannske má segja að íslenskir sjó- menn séu svo mennilegir að allt sé í góðu gengi sem að umgengni lýtur um borð hjá þeim. En þó tel ég að nokkuð sé til í því að þeir vinnustaðir þar sem hópurinn er blandaður séu að jafnaði snyrtilegri.“ Tvær bækur um sjósókn kvenna „Ég tók að kynna mér þetta í háskóla- námi mínu eins og ég sagði. Þau rit mín sem ég hef gefið út um þetta komu að vísu ekki út strax og ég hafði lokið rannsóknum mínum, en vinnu vegna fyrri bókarinnar lauk ég árið 1982, þótt bókin kæmi ekki fyrr en tveimur árum seinna. Þar sem ég átti von á að erfitt yrði um öflun ritaðra heimilda, en átti aftur á móti aðgang að heimildarmönnum ýmsum í Arnessýslu, byrjaði ég rann- sóknina með landfræðilegri afmörk- un. Ég helgaði mig sjósókn kvenna frá suðurströndinni með þungamiðju í Arnessýslu, því þar voru hafnirnar. Ég hafði spumir af mörgum sjókonum á þessu svæði á eldri og nýrri tíma, enda svo að sjá sem konur hafi átt auðveld- ara með að komast í skipsrúm í ver- stöðvum þar sem gömul hefð var fyrir sjósókn kvenna. Strax þegar togaraút- gerð hefst frá Þorlákshöfn eru konur með. Því nefndist fyrsta bók mín „Sjósókn sunnlenskra kvenna frá ver- stöðvum í Árnessýslu 1697-1980.“ Eftir að bókin kom út var iðulega haft samband við mig og mér bent á konur sem verið höfðu til sjós hér og hvar annars staðar. Til þess að negla nú þessar frásagnir fastar og fá stað- fest að þarna væri ekki um munnmæli ein að ræða, þá valdi ég að halda rann- sókninni áfram á grundvelli lögskrán- ingar, en þar er auðvitað um opinber skjöl að ræða. Þetta reyndist kosta mikinn lestur og mikill pappír fór um hendur mínar áður en yfir lauk. Þegar á öðrum áratug aldarinnar fer ég að rekast á konur í þessum skjöl- um. En þá eru þær um borð í farþega- skipunum sem þernur og verða all margar í því starfi. Athyglisvert er að sumar af þeim hafa verið svo seigar að þær hafa verið þemur allan sinn starfsaldur og orðið nafnkenndar fyrir hve lengi þær entust. Nokkuð snemma á öldinni sést líka að konur komast á vélbáta frá Breiða- fjarðarhöfnum og síðan frá Vestfjörð- um, einkum Patreksfirði. Nokkur dæmi eru um konur á vélbátum norð- anlands. En einna erfiðlegast hefur þeim gengið á Austfjarðaflotanum.“ Lögskráningin reyndist götótt „Það auðveldaði mér ekki verkið að ég hef tryggar heimildir fyrir því að ekki mun lögskráningin alltaf hafa verið nógu fullkomin. Konur hafa ver- ið á bátum og skipum án þess að vera skráðar. Stundum fóru þær í siglingu með eiginmönnum sínum eða feðrum og vissu þá vanalega ekki sjálfar að þær höfðu ekki verið skráðar. Oft gerðu líka tvínefnin, sem orðið hafa tískufyrirbæri á síðari ártugum, mér erfitt fyrir. Hirðuleysislega er með slík nöfn farið í skráningarskjöl- um og sama manneskja skráð á mis- munandi vegu. Vegna slíkra vafaat- riða varð ég stundum að fella nöfn úr talinu um sjókonur sem prentað er í þessari síðari bók minni, „Sjókonur á Islandi 1891-1981“, en sú bók kom út 1988“ Konur hafa frá upphafi tekið þátt í fískveiðum og sjósókn „Ekki hef ég haldið þessum rann- sóknum áfram eftir að síðari bókin kom, þar sem ég þykist hafa sannað að konur hafi frá upphafi tekið þátt í fisk- veiðum og sjósókn á Islandi og gera að nokkru marki enn í dag. Ég sneri mér að því að kanna upphaf verka- kvennafélaga í landinu. Líkt og með sjósókn kvenna er saga þessara félaga breytingum undirorpin og er eins og nú sjái fyrir endann á þeirri sögu. Fyr- sta verkakvennfélagið kemur upp 1909, mjög mörg eru stofnuð á þriðja áratugnum og upp úr 1940 fjölgar þeim verulega. En nú munu ekki nema fjögur starfandi verkakvennafé- lög vera eftir í landinu, því þau hafa verið innlimuð í sameiginleg félög verkafólks. Er saga þeirra því bráðum öll, eins og ég sagði. Bók mín um sögu þessara félaga nefnist „Þörfin knýr - upphaf verkakvennahreyfingar á íslandi“ og kom hún út 1991.“ Hér ljúkum við þessu fróðlega spjalli við Þórunni Magnúsdóttur og er óhætt að segja að saga íslenskrar sjósóknar á henni mikið upp að unna fyrir hið merka framlag hennar. AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.