Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 72
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
70
ÞURÍÐUR FORMAÐUR
Hún er þjóðfrægust allra kvenna sem sjó hafa stundað hér við land
Þjóðfrægust þeirra kvenna
sem sjó hana stundað hér við
land er Þuríður Einarsdóttir.
Hún var fædd 1777 að Stéttum í
Stokkseyrarhreppi og voru foreldr-
ar hennar hjónin Helga Bjarnadótt-
ir og Einar Eiríksson, formaður og
bóndi á Stéttum.
Um Þuríði ritaði Brynjúlfur Jónsson
frá Minna-Núpi bókina „Sagan af
Þuríði formanni og Kambránsmönn-
um“, sem gefin var út í Reykjavík
1941 og aukin og endurskoðuð útgáfa
1975. Sagan er rituð af manni sem sá
Þuríði á efri árum hennar og var hún í
vináttu við foreldra Brynjúlfs og fleira
skyldfólk hans. Munnlegar heimildir
hefur ekki skort, en það sem á vantar
um samanburð við ritaðar heimildir
hefur prófessor Guðni Jónsson unnið
við útgáfu og endurútgáfu sögunnar.
Kambsránið
A fyrstu áratugum nítjándu aldar var
agasamt í Árnessýslu og óbótamál
upplýstust ekki, svo að ofbeldismenn
ógnuðu öryggi almennings og eignum
efnamanna. Rán var framið að bænum
Kambi í Flóa aðfaranótt 9. febrúar
1827. Sýslumaðurinn, Þórður Svein-
björnsson, var nýr í embætti og var
honum mikið í mun að upplýsa málið.
Sýslumaður kvaddi fjölda fólks úr
Stokkseyrarhreppi til yfirheyrslu og
þar á meðal Þuríði Einarsdóttur. Hún
var kvödd á fund sýslumanns þegar
hún var að bika bát sinn og fór í
skyndi í vinnufötum á fund hans. Um
þetta atvik segir í Sögunni af Þuríði
formanni og Kambránsmönnum:
Þuríður sagði að sendimaður hefði
rekið svo á eftir sér að hún hefði eigi
fengið að hafa fataskipti - „hefði ég
þó ekki átt að koma fram fyrir yður í
þessum búningi.“
„Jafnt fyrir mig sem aðra,“ segir
hann. „Ég hef heyrt fyrr en nú að þú
gangir hversdagslega í karlmannsbún-
ingi. En til þess þurftirðu að sækja um
leyfi og það skal ég útvega þér, ef þú
gefur mér vísbendingu um hverjir það
Þuríður formaður. Þetta mun eina mynd-
in sem til er afþessum kvenskörungi.
Myndina teiknaði Finnur Jónsson á ■
Kjörseyri sem þekkti Þuríði á yngri ár-
um sínum.
muni vera sem rænt hafa í Kambi.“
Þuríði var ekki um það gefið að hafa
afskipti af þessu máli, en féllst þó á
nauðsyn þess að ofbeldisseggir yrðu
uppvísir að sekt sinni. Þar með var
Þuríður orðin rannsóknarmaður,
vegna þessa ömurlega sakamáls og
þar er kveikjan að ritun sögunnar af
sjókonunni og formanninum.
Upphaf sjómennskuferils Þuríðar
var með þeim hætti sem Brynjúlfur
Jónsson segir frá í sögu sinni:
Fyrsti róður Þuríðar
„Einar bóndi var formaður og vandi
Bjarna son sinn snemma við sjóróðra,
enda var Bjarni svo bráðþroska að
hann var til fulls hlutar, þá er hann var
14 ára. Þuríði langaði mjög til að
koma á sjó og bað föður sinn oft um
það. En þá var það alltítt í Stokkseyr-
arhreppi að kvenfólk reri á sjó með
karlmönnum. Þá var Þuríður 11 vetra
er hún fékk í fyrsta sinn leyfi til að
sitja í bátnum. Það var um vor í góðu
veðri. Hún fór í skinnklæði er Bjarni
átti og voru þau henni mikils til of
stór, en sjóvettlingarnir þó síst við
hennar hæfi, því hún var handsmá. Þá
voru þar tíðkuð haldfæri og vildi Þur-
íður fá að renna færi sem hinir er á
bátnum voru. Henni var veitt það.
Undir eins og færi hennar kom í botn
kom fiskur á öngulinn; það var ýsa.
Þuríður tók að draga og var eigi lítið í
hug, en það vildi ekki ganga greitt;
hún var óvön og orkulítil og sjóvett-
lingarnir til tálmunar. Gekk svo um
stund að ýmist dró Þuríður færið eða
ýsan dró það úr höndum hennar. Þá
féll vettlingurinn af annarri hendi
hennar; þóttist hún þá fá betra átak og
fleygði hinum líka, en ekki sleppti
hún færinu. Tók nú ýsan að mæðast og
lauk svo að Þuríður náði henni. Hún
renndi þegar aftur og kom þegar önn-
ur ýsa á öngul hennar. Fór líkt með
hana og hina. Þetta gekk hvað eftir
annað. Undir eins og Þuríður náði
botni var fiskur á önglinum. Hún
hafði raunar afl við ýsu þá, en hún
komst brátt upp á það dráttarlag að
hún ofþreyttist eigi, gaf þó eigi fiskin-
um færi á að losa sig, en náði honum
ávallt að lyktum. Sá faðir hennar að
tilvinnandi var að lofa henni að róa, er
hún var fisknari en flestir aðrir. Lét
hann því gera henni hæfileg skinn-
klæði og hæfilega sjóvettlinga og
hafði hana svo til hálfdrættis þetta vor
út og tvö næstu vor á eftir. Vetrarver-
tíðirnar mátti hún eigi róa, því að þá
var hún að stunda barnalærdóminn.
Hún var fermd á 14. aldursári.“
Kafli úr riti Brynjúlfs Jónssonar,
sem segir frá fyrstu sjósóknarárum
Þuríðar er tekinn hér upp:
Fyrstu sjósóknarárin
„Þá var Þuríður um fermingaraldur er
hún missti föður sinn. Varð hann sótt-
dauður. Helga bjó með börnum sínum
nokkur ár og var Bjarni fyrir búinu.