Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 74
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 72 „Þetta fer eftir því hvað konan getur og vill leggja á sig“ - segir Bergljót Þorfínnsdóttir, sem verið hefur 23 ár á sjó og er nú matsveinn á sanddæluskipinu Sóleyju Ekki er gott að segja hve margar konur stunda sjó- mennsku hér á landi um þessar mundir. Sjálfsagt eru þær teljandi á fingrum sér. En áreiðan- lega á engin þeirra lengri sjómanns- feril að baki en Bergljót Þorfínns- dóttir sem nú er matsveinn á sand- dæluskipinu Sóley en var fyrr um margra ára bil á loðnuskipum. Hún hóf sjómennskuferil sinn 1968 og hefur stundað sjóinn með litlum hléum síðan. Mikið hlýtur að vera spunnið í konu sem velur sér slíkan starfsvettvang: Hún hlýtur að af- sala sér að mjög miklu leyti því heimilis- og fjölskyldulífi sem flest- ar konur óneitanlega lifa - og krefj- ast ef til vill að lifa - fremur en karlarnir, hvað sem öllu jafnrétti kynjanna líður. Það þarf seiglu og kjark til þess að stunda svona starf, því oft hafa fjarvistir skipt mánuð- um á ferli Bergljótar. „Ég er fædd á Raufarhöfn þann 30. apríl 1933 og foreldrar mínir voru þau Þorfinnur Jónsson sjómaður og Sum- arlín Gestsdóttir kona hans,“ segir Bergljót í upphafi spjalls okkar. „Við vorum fimm systkinin - þrír bræður og tvær systur. Einna bræðra minna, Pétur Þorfinnsson, er nú látinn, en hann fórst með Stuðlaberginu þann 17. febrúar 1962. Hinir bræður mínir gerðust einnig sjómenn og urðu þekktir skipstjórar. Annar þeirra er Björn Olafur Þorfinnson, sem löngum var með Fífil frá Hafnarfirði og fyrr- um formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar. Hinn er Eggert Þorfinnson sem nú er skip- stjóri á Jóni Finnssyni. Systir mín Rósbjörg er starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég get ekki sagt að það hafi verið algengt að konur hafi stundað sjó- mennsku nyrðra á æskuárum mínum, Bergljót Þorfinnsdóttir: „Þá sjáum við aðyfir skipinu svífur lýsandi hlutur. Hann bar ofurrólega nær og virtist svo stöðvast í hœð sem svaraði aðeins nokkr- um skipslengdum okkar. “ (Ljósmynd Sjó- mannadagsblaðið/ Björn Pálsson) en þó voru alltaf nokkrar konur síldar- kokkar - stundum tóku tvær stúlkur eldamennskuna um borð í skipi að sér saman. Stöku konum man ég líka eftir sem voru matsveinar á vertíðum einn- ig, en það var sjaldgæft. Aðstaðan var líka mjög erfið fyrir konur í þeim þrengslum sem voru á þessum gömlu bátum þegar áhafnir voru svo stórar að oft varð að tvímenna í kojunum. Matargeymslur voru nær engar, kjöt- skrokkarnir kannske hengdir upp ein- hvers staðar aftur á hekki svo elda- mennskan var ekki neinn leikur.“ Síldarárin „En sjósókn var auðvitað fyrirferðar- mikill þáttur í mannlífinu á Raufar- höfn þegar ég var barn og unglingur. Faðir minn átti 12 tonna bát sem Fálki hét og Björn Ólafur bróðir minn byrj- aði snemma að fara á sjó með honum. Svo komu síldarárin með allri þeirri athafnasemi sem þeim fylgdi allt til þess tíma þegar síldin hvarf. Ég var þó orðin fjórtán ára þegar síldasöltun á Raufarhöfn byrjaði fyrir alvöru, því síldin gekk oft svo seint austur um. En svo breyttist það og síldarsöltunin varð stór þáttur í atvinnulífinu. Ég og mitt fólk unnum löngum mikið á síld- arplani Vilhjálms Jónssonar og síðar Ólafs Óskarssonar og ég held að ég geti sagt að við höfum tengst báðum þessum fjölskyldum all náið.“ Ekki var um annað að ræða en reyna að bjarga sér „Ég hóf sambúð um tvítugsaldur sem entist í fjórtán ár, en þá skildum við maðurinn minn að skiptum og stóð ég ein uppi með tvær dætur. Eldri dóttir mín var um það leyti að byrja í menntaskóla, en sú yngri var aðeins fjögurra ára. Ég hafði verið heima- vinnandi húsmóðir en varð nú að fara út á vinnumarkaðinn eins og sagt er. Ekki var um annað að ræða en reyna að bjarga sér. Ég fékk mér vinnu við að stýra mötuneyti, en slík störf hent- uðu mér vel þar sem ég gat haft yngri dótturina með mér. Fyrst var ég með mötuneyti Bæjarútgerðarinnar í Reykjavík en tók síðan við mötuneyti hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins í fæð- ingarþorpi mínu norður á Raufarhöfn. Það átti nokkurn þátt í að ég fór norð- ur að eldri dóttirin fékk vinnu í kaup- félaginu þar og móðir mín, sem í mörg ár hafði verið á heimili mínu í Reykja- vík, fór undantekningarlaust norður á heimaslóðirnar hvert sumar. En vinnan við mötuneytið tók enda þegar síldin hvarf 1968 og sást ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.