Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 76
SJOMAN NADAGSBLAÐIÐ 74 Þáttaskíl á sjómannsferlinum „í október um haustið verða þáttaskil á sjómennskuferlinum hjá mér, en þá réði ég mig um borð í sanddæluskipið Sandey og var það vitanlega mjög ólík tegund af sjómennsku. Skipstjóri var Eggert Sigmundsson og líkaði mér ágætlega að vinna undir hans stjóm. Þar sem hér var um stöðugt úthald að ræða allt árið vorum við tvær konur sem skiptumst á um matseldina og vorum við sína vikuna hvor um borð. Ég vil geta um að konan sem vann á móti mér, Gríma hét hún, var alls 18 ár matsveinn á sanddæluskipunum. Af og til var ég í afleysingum á Perlunni sem sami útgerðaraðili, Björgun, átti. Ég var á Sandey til 1988, en þá lá leiðin um borð í Sóleyju sem ég er nú á. Þar sem vinnan hefur verið minni við sanddælinguna þessi síðustu ár hef ég verið eini kokkurinn um borð. Jafnframt hefur úthaldið styst og nú tvö síðustu árin hef ég aðeins unnið frá mánudegi til föstudags, svo ég á mín helgarfrí eins og gerist og gengur í öðrum störfum.“ Hávaðinn gat orðið mjög siítandi „Margir hafa spurt mig hvernig það sé að vinna um borð í skipi þar sem ekki fer hjá að mikill hávaði vilji verða frá sanddælingarbúnaðinum. Því er ekki að leyna að hávaðinn gat orðið mjög þreytandi og slítandi um borð í Sandey, enda var hún mikið minna skip en Sóley. Um borð í Sól- eyju, sem ber þrisvar sinnum meira en Sandey, er hávaðinn miklu minni, enda er dælubúnaðurinn vökvaknú- inn. Við liggum oftast milli Akraness og Reykjavíkur við að dæla upp skelj- asandi og vinnan er rólegri en áður. Meðan ég var á Sandey var mikið meira byggt og eftirspurn eftir sandin- um því meiri. Stundum vorum við allt að tvo mánuði uppi á Akranesi. Nú er það misjafnt hve lengi við erum úti og fer það eftir hve fljótt gengur að dæla í skipið. Oft förum við þó fjórar ferðir á sólarhring. Nú eru líka færri í áhöfn- inni, sem auðveldar eldamennskuna. Þegar ég var á Sandey voru um 14 manns um borð en á Sóley erum við aðeins sjö á. Því veldur aukin tækni en nú er dælingunni stjórnað nær sjálf- krafa og enginn þarf að vera á dekki. Fyrir hefur komið að við höfum yf- irgefið Faxaflóasvæðið og þá í því skyni að framkvæma dýpkun í höfn- um þar sem mikill sandburður er, eins og í Þorlákshöfn. Þangað hafa sand- dæluskipin oft farið til þess að grynnka og eins var unnið að því á Sandey að grynnka í Helguvík þegar unnið var að hafnargerðinni þar.“ Finnst litið á mig sem hvern annan áhafnarmeðlim „Hvernig er að vera eina konan í því karlasamfélagi sem áhöfn á skipi und- antekningalítið er? Mér hefur fundist að alltaf hafi verið litið á mig sem hvern annan meðlim áhafnarinnar og að það hafi engin áhrif á umgengni mína við skipsfélagana að ég er kona. Kannske ættu allar konur ekki jafn auðvelt með að samlaga sig þessu og ég. Ég skal ekkert fullyrða um það. En hinu er ekki að leyna að það er ekki fyrir hvern sem er að gegna starfi sem þessu. Fólk þarf að vera reiðubú- ið til þess að leggja á sig miklar fjar- verur frá heimili sínu og auðvitað er þetta mikil breyting frá því fjöl- skyldulífi sem ég var vön á fyrra skeiði ævinnar. Þá gerir vinna eins og þessi miklar kröfur til hreysti fólks af augljósum ástæðum: Hávaðinn er allt- af nokkur og vinnudagurinn langur, tólf stundir, og ekkert verður komist frá, ekki heldur þótt legið sé við bryggju nokkrar stundir milli ferða. En ég sé ekkert sem mælir í gegn því að sjómennska sé kvennastarf - það ræðst af því hvað konan getur og vill leggja á sig.“ 23 ár á sjónum „Tómstundum sem gefast á sjónum ver ég einkum til lestrar og les mikið. Þá er spilað um borð og vitanlega tals- vert horft á sjónvarp og hlustað á út- varp, því dagblöðin fáum við vita- skuld ekki nema mjög stopult. Ég fylgist mjög mikið með dagskránni á gömlu Gufunni við vinnu mína og er satt að segja farin að meta það miklu meir en að horfa á sjónvarpið. Eins og ég hef getið um á ég á tvær dætur, Björk og Eddu Báru. Fjarvistir mínar hafa einkum komið niður á þeirri yngri, Eddu Báru, því Björk var vaxin úr grasi þegar ég tók að stunda sjómennskuna. En ég varð að afla mér tekna til þess að koma undir mig fót- unum eftir skilnaðinn. Um það var ekki að fást, þótt víst kostaði þetta stundum innri baráttu. En nú eru báð- ar dæturnar orðnar fullorðnar konur. Þær spjara sig báðar vel og stundum hafa þær leyst mig af hér á sanddælu- skipunum... Ekki er gott að segja hve lengi ég end- ist í viðbót í þessu starfi. Ég get kom- ist á ellilífeyri eftir tvö ár, en mundi þá skorta 17-18 mánuði í fullan rétt, svo vera má að ég haldi út þann tíma. Þá mun ég eiga 25 ára feril að baki í stéttarfélagi mínu, Matsveinafélagi Is- lands. Þar af hef ég verið 23 ár á sjón- um - sem hlýtur að teljast orðið nógu langur tími.“ AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.