Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77 stöðuga ógn af kafbátunum haft mikil áhrif á alla áhafnarmeðlimina. Bæði það að verða vitni að því þegar önnur skip urðu fyrir árás og einnig hitt að standa ofanþilja langtímum saman með björgunarvestin reyrð um sig á milli vonar og ótta þegar tilkynnt hafði verið að vart hefði orðið við kaf- báta. Þá urðu allir um borð að sofa alklæddir til að vera tilbúnir að rjúka upp á þilfar þegar aðvörunarmerki var gefið. Og margir buguðust. „Vissulega hafði þetta áhrif á alla í rúmlega 30 manna áhöfn skipsins. Ég man sérstaklega eftir einum manni, en hann var birgðavörður um borð og sá um að panta vistirnar. Hann var norsk- ur eins og flestir um borð. Fyrir þá Norðmennina var það að sjálfsögðu aukið álag að vita af fjölskyldunum í Noregi og fá engar fréttir af hvernig þeim reiddi af í öllum þeim þrenging- um sem þar voru. Hann átti ung börn og keypti mikið af fatnaði á þau í Eng- landi. En við vorum alltaf að segja honum að börnin yxu úr grasi og hann yrði að gera ráð fyrir því í innkaupun- um. En það var alveg sama, hann keypti alltaf sömu stærðirnar og börn- in þurftu þegar hann var heima. Hann vildi ekki skilja það að þau hefðu eitt- hvað breyst síðan hann sá þau síðast. Honum hrakaði stöðugt, varð utan við sig og ráðvilltur og var að lokum leystur úr. skiprúminu og komið fyrir á hressingarhæli í Englandi. Sömu sögu er að segja af einni þern- unni sem var á skipinu. Hún fór að fá hinar ýmsu grillur um að það væru njósnarar um borð í skipinu og mikið þunglyndi sótti á hana. Hún varð að lokum að hætta á skipinu og fá hjálp.“ Gerd Grieg En það var sem betur fer ýmislegt fleira sem Rósu var minnisstætt úr þessum siglingum og af öðrum toga en áður hefur verið greint frá. ,,Gerd Grieg, leikkona og eiginkona norska rithöfundarins Nordal Grieg, sigldi nokkrum sinnum með Lyru frá Englandi til íslands, en hún setti á svið nokkur leikrit í Reykjavík á stríðsár- unum. Hún var mjög geðug kona og kynntumst við þernurnar henni vel. Hún var oft mjög óttaslegin á þessum siglingum yfir hafið og þurftum við oft að sitja hjá henni í klefa hennar og ræða við hana um hin ýmsu málefni til þess að reyna að beina hugsunum hennar frá hættunum sem gætu steðj- aðað. Þá man ég eftir því að eitt sinn vor- um við að flytja hjúkrunarfólk til Eng- lands. Fólkið var að fara í frí frá skyldustörfum á Islandi, en við flutt- um einmitt mikið af hermönnum á milli landanna. Þá var allt í einu til- kynnt að allir ættu að setja á sig björg- unarvesti og vera ofanþilja, því vart hefði orðið við ferðir kafbáts. Þá kom til mín bresk hjúkrunarkona og nánast grátbað mig um að fara niður í klefann sinn og ná í veskið sitt; hún hefði gleymt því í öllu óðagotinu en gæti ekki fyrir nokkurn mun skilið það við sig. Ég taldi að þarna gæti verið um einhverja mikilvæga persónulega muni eða skjöl að ræða, sem hún vildi hafa við höndina ef eitthvað gerðist og varð við beiðni konunnar. Þegar ég kom aftur með veskið þakkaði hún mér vel fyrir, tók upp ilmvatnsglas úr veskinu og bar ilmvatnið á andlit sér. Sagði síðan að nú liði sér allri mun betur. Þau geta svo sannarlega verið undarleg viðbrögð fólks þegar hættur steðja að. Þýskur svipur um borð Sem betur fór urðum við aldrei fyrir áföllum á Lyru í stríðinu en áhöfnin hafði skýringu á því sem gaman væri að segja frá. Skipið var áður í eigu Þjóðverja og var notað af þeim í fyrri heimsstyrjöldinni. Sumir í áhöfninni töldu sig sjá svip fyrrum skipslæknis þeirra um borð. Ein þernan, sem var frá Lapplandi, hélt því stöðugt fram ásamt fleirum að hún hefði séð hann og hefði hann gefið ákveðnar vís- bendingar um ókomna atburði. Hann hefði ætíð birst í ljósum frakka þegar óveður var í aðsigi en í læknasloppn- um þegar hætta steðjaði að. Stundum stóðst þetta eftir að einhver hafði orð- ið var við hann, hvort sem það var tilviljun eða ekki. Hvað sem því leið þá vildum við trúa því að skipið okkar væri undir ákveðnum verndarvæng á meðan á þessum siglingum stóð á hættutímum.“ Að stríðinu loknu fór Rósa tvær ferðir með Lyru til Englands. Aðra þeirra til Newcastle þar sem náð var í norska hermenn sem dvöldust þar á stríðsárunum og breskar eiginkonur sumra þeirra. Eftir að hún hætti sem skipsþerna á Lyru starfaði hún í Noregi í eitt ár og fluttist síðan aftur til íslands. Viötal: Sigþór Eiríksson Kristinn Reyr Stiginn er gamall garpur úr greipum œgis á land og hetja ung, sem hnýtir við höftn tryggðaband. Stórborg íslenzk og útver, innfarðar byggðarlag hefa samstilla hátíð og hylla sjómann í dag. Sj ómannadagur Um nón er lársveigur lagður á leiði hins óþekkta manns, alþjóð saknar og syrgir sérhvern af bræðrum hans, er starfsglaður lagði í lófa landsins svo marga gjöf en hvarfí vitstola hryðjur og hrannaða djúpsins gröf. I dag sé minningin máttur til meira öryggis þeim, sem börðust í hryðjum við bráðan brotsjó og náðu heim. Stórborg íslenzk og útver, innfjarðar byggðarlag njótiyðar um ár fram, þér íslenskir sjómenn í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.