Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 86
SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ
84
Skip rekur á
land í Rauðarárvík
í Reykjavík er þegar kölluð á vettvang
undir stjórn þeirra Guðbjarts hafn-
sögumanns Olafssonar, forseta SVFI
og erindrekanna Jóns E. Bergsveins-
sonar og Jóns Oddgeirs Jónssonar.
Öllum var þegar ljóst að ógerlegt væri
að framkvæma björgun á bátum og
því var línu skotið út í skipið, en skip-
verjar virtust ekkert vita eða kunna
um notkun fluglínutækja. Var því
ákveðið að bíða birtingar. Veðrið herti
enn er á nóttina leið og þá tóku björg-
unarsveitarmenn, sem héldu vörð á
strandstað, eftir því að annað stórt
flutningaskip rak að landi og strand-
aði loks við hliðina á portúgalska
skipinu. Þetta var danska skipið Sonja
Mærsk. Um morguninn skutu skip-
verjar í land línu, komu fyrir fluglínu-
tækjunum og gekk björgun þeirra
greiðlega. Aþrem stundarfjórðungum
hafði allri áhöfn skipsins, 24 mönn-
um, verið bjargað.
Enn lágu margar skotlínur yfir í
Ourem óhreyfðar. Á fjörunni þá um
morguninn voru fimm björgunarmenn
undir stjórn Hafliða Magnússonar
dregnir út í Sonju Mærsk til að að-
stoða og hjálpa áhöfn Ourem. Þá hafði
fjórum mönnum af áhöfn skipsins tek-
ist að komast um borð í Sonju Mærsk
og loks tókst björgunarmönnunum að
ná þangað um borð hinum fimmtán
sem eftir voru. Síðan voru þeir allir
dregnir á land í björgunarstól. Vom þeir
allir illa á sig komnir vegna vosbúðar og
kulda, klæðlitlir flestir og sumir ber-
fættir og enginn í björgunarbelti.
Á meðan Víkverjar og Álftveringar
unnu afrek sitt á Kötlutöngum gerast
stórtíðindi í Rauðarárvíkinni við
Reykjavík. Að kvöldi 27. febrúar
Hn'mfaxi GK 2.
Sonja Mœrsk og Ourem á strandstað í Rauðarárvíkinni.
Richmond Hill í hafsnauð
Varðskipið Ægir hélt sjó skammt utan
við strandstað Persiers. í þann mund
er björgun áhafnarinnar var lokið
barst neyðarkall frá breska flutninga-
skipinu Richmond Hill sem var í
hafsnauð um 80 sjóm. suður af Dyr-
hólaey. Hafði skipið orðið fyrir mikl-
um áföllum í ofviðrinu, misst báða
björgunarbátana og stýrisbúnaður
orðið óvirkur. Eftir nokkra leit fann
Ægir skipið sem hraktist og var
stjórnlaust fyrir sjó og vindi. Þrátt fyr-
ir veðurhæðina tókst giftusamlega að
koma dráttartaug í skipið og fór varð-
skipið síðan með það til Reykjavíkur
þar sem viðgerð fór fram. Á skipinu
var 42ja manna áhöfn og sakaði hana
ekki.
heyrist eimpípublástur frá skipi á Ytri
höfninni. Legufæri portúgalska flutn-
ingaskipsins Ourem halda ekki í
veðurofsanum. Skipið byrjar að draga
legufærin, rekur að landi og strandar
loks í Rauðarárvíkinni aðfaranótt 28.
febrúar.
Bj örgunarsveit Slysavarnafélagsins