Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 89
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
87
„Draugaskipið“ -
Hæringur hinn mikli
Hér er stiklað á stóru um verksmiðjuskipið Hæring er keypt var frá Bandaríkjun-
um árið 1948. Skipið skyldi einkum vinna úr Faxaflóa- og Hvalfjarðarsíldinni, sem
því miður brást að kæmi. Þarna reyndist því um lítt arðbæra fjárfestingu að ræða
^ vi-d BoR&U ViÐ^
KOMUM VéSTUP. > R 1 F
Hærineur og Rífshöfn.
En af þv> að Haeringur
er nu kominn á dagskra
einu sinnl enn, og af þvi að
upplyst er að Rússar viija
ekki grípinn ne neinir aðr
ir, er ekki ur vegi að hug-
leiða a ný þá liUugw. «em
íram hefir komið um aJkfara
nieð hann vestur a Riíshofn
og sökkva hcnum þar við
hafr.armannvirkín og nota
sem verksmióju og bóiverk. *
HÆIR'NCUR.
Ýmsar hugmyndir skutu upp kolli um til hvers mœtti nýta Hæring. Þessar teikningar úr Speglinum sýna að bœði var stungið upp á
að gera skipið að kartöflugeymslu og láta það gegna hlutverki verksmiðju og bólverks íRifi, eftir að því hefði verið sökkt þar vestra.
að var í maí 1948 sem hlutafé-
lagið Hæringur keypti sam-
nefnt skip frá Bandaríkjun-
um. Skip þetta var smíðað í Buffalo
1901 og var því orðið 47 ára gamalt
þegar það kom til landsins. Hinir
nýju eigendur létu breyta því og
setja í það nauðsynlegar vélar til
sfldarvinnslu. Upphaflega var skip-
ið smíðað til þess að flytja járngrýti,
en síðar tók bandaríski herinn það í
sína þjónustu á stríðsárunum.
Breytingum á skipinu var lokið í ág-
úst sama ár og það var keypt og hélt
það að því loknu áleiðis til Islands
undir stjórn Ingvars Einarssonar skip-
stjóra. Ingvar var síðan skipstjóri á
Hæringi allan þann tíma sem skipið
var við íslenska strönd. Heimförin frá
Portland í Oregon - fylki á Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna - til hafnar í
Reykjavík tók fimmtíu sólarhringa.
Það var því loks um miðjan október
að skipið kom til hafnar í Reykjavík.
Hæringur var þriðja skipið sem
sigldi undir íslenskum fána í gegnum
Panamaskurðinn undir stjórn Ingvars
Einarssonar. Hann hafði einnig siglt
fyrsta íslenska skipinu þessa leið og
var það í október 1945. Hafði hann
farið til Bandaríkjanna á vegum Fiski-
málanefndar árið 1944 að kynna sér
hringnótaveiði á frambyggðum skip-
um. Þar lét hann smíða slíkt skip,
Fanneyju, fyrir Fiskimálanefnd og
dvaldist ytra meðan á smíðinni stóð.
Ingvar var svo með þennan bát uns
hann fór út að taka við Hæringi.
Stærsta skipið í flotanum
Hæringur var stærsta skipið sem Is-
lendingar höfðu eignast fram að