Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 96

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 96
SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ 94 maður sagði við sjálfan sig: „Kannski liturinn freisti þeirra!“ Stýrimaður sótti síðan dýfuna og bar hana inn, og í fjórða sinn bauð hann Rússunum matinn. Og nú brá svo við, að þeir tóku að horfa girndar- augum á réttina, og loks þreif einn þeirra hníf og gaffal, skar stykki úr kjötlærinu og setti á disk sinn. Hann dró síðan að sér sósu og kartöflur og tók til snæðings. Hann kjamsaði og varð léttbrýnn, leit til hinna og sagði eitthvað. Og nú þrifu hinir þrír hníf og gaffal, og svo var þá réttanna neytt af bestu lyst. Stýrimaður fór upp í stýrisklefann til skipherrans, og þeir tóku að huga að skipunum, sem áttu að fylgja þeim eftir. Tvö þeirra voru mjög skammt undan, en hin drógust aftur úr. Höfðu þeir orð á því hvor við annan, skip- herra og stýrimaður, að vonandi hefðu skipstjórarnir ekki í hyggju að heltast úr lestinni og leita síðan uppi móður- skipin rússnesku. En - nei, nú hertu silakeppirnir á vélunum - bar ekki á öðru en skip þeirra væru gangbetri en varðbáturinn. Og hvað var nú þetta? Annað skipið, sem fylgt hafði Faxa- borg fast eftir, var nú að skríða fram úr henni á bakborða. Áfram hélt það, jók enn hraðann, leit út fyrir, að skipstjór- inn hyggðist verða á undan verði lag- anna til Seyðisfjarðar - eða hvað? Nú sveigði skipið á stjórnborða, sveigði meir og meir uns stjórnborðshlið þess vissi beint við stefninu á Faxaborg- inni, sem klauf sjóinn með næstum níu mflna hraða. Svo sneri rússneska skipið við, stefndi á móti varðbátnum og renndi fram hjá honum stjórnborðs megin. Þegar það hafði lokað hringn- um, sneri það við á ný og lötraði síðan í kjölfar lagavarðarins, fór nákvæm- lega jafnhratt honum. Hann var dálítið glettinn, þessi skipstjóri, hafði gaman af að sýna, hvað hann gæti, ef hann þar eftir vildi! Skipherra og stýrimaður tóku nú til að semja skýrslu um athafnir sínar þennan dag, samtímis því sem þeir gættu réttrar stefnu. Þá var það allt í einu, að einn af stýrimönnunum rúss- nesku kom upp til þeirra. Það kom nú í ljós, að hann kunni hrafl í ensku. Hann bað um að fá að líta á skipshafn- arskrár rússnesku skipanna. Skipherra rétti honum þær. Skipstjórinn leit ekki á þær, en gerði sig líklegan til að fara með þær niður til félaga sinna. Skip- herra kallaði til hans og bannaði hon- um að fara með skrárnar, og fyrsti stýrimaður greip í hann. En Rússinn neitaði að afhenda skjölin. Þá seildist fyrsti stýrimaður til þeirra og hrifsaði þau af honum. Síðan sagði skipherra að Rússinn gæti fengið að renna aug- unum yfir skrárnar þarna uppi, en engin tiltök væru til, að hann fengi að fara með þær. Rússinn blés vonskulega og fór nið- ur í salinn, án þess að segja neitt við orðum skipherra. Eftir nokkur augna- blik kom upp annar af Rússunum. Hann kunni einnig hrafl í ensku og krafðist þess að fá að sjá skipshafnar- skrárnar. Skipherra neitaði hvatlega og sagði við fyrsta stýrimann: „Mér fer nú ekki að lítast á blikuna. Flautaðu niður í vélarrúmið. Þeir eru þó víst ekki búnir að gera út af við Zóphónías?“ Stýrimaður gerði eins og fyrir hann var lagt, og vélstjórinn svaraði. „Það er víst allt í lagi með hann,“ sagði stýrimaður. Skipherranum létti. Hann vék sér skörulega að þeim rússneska og skip- aði honum að hypja sig niður í salinn. Rússinn varð ofurlítið skoteygur, gaut augunum til skipshafnarskránna, en flýtti sér síðan niður til félaga sinna. Skipherra og stýrimaður bjuggust nú við frekari aðgerðum af hendi Rússanna, en eftir þetta voru þeir hinir rólegustu, og veiðiskipin rússnesku héldu sig nærri varðskipinu. Klukkan tólf á miðnætti renndi flotinn inn á höfnina á Seyðisfirði. Það var blíða- logn og mjög heitt í veðri, hitinn hvorki meira né minna en tuttugu stig á Celsíus. Sjórinn var gljár og sléttur, og hin háu hrikafjöll spegluðu sig í dökkum og tindrandi fletinum. Faxaborgin lagðist þegar í stað að bryggju. Við hana síbyrti eitt af rúss- nesku skipunum, og síðan lögðust hin hlið við hliðj uns þarna voru fimm skip í röð. Uti á höfninni sindruðu fjölmörg ljós. Geislarnir merluðu skyggðan sjóinn. Það var sem upp á yfirborðið legði bjarma neðan úr dimmum djúpunum frá alljósuðum undirheimasölum. Þegar birti af degi, sýndi það sig, að sjötíu norsk og sænsk síldveiðaskip lágu þarna úti á höfninni. Strax og Faxaborgin og fylginautar hennar voru lagstir við bryggju, fór skipherra upp í bryggjuhús og hringdi til sýslumannsins, tilkynnti honum töku skipanna og bað hann skipa vörð úr landi. Sýslumaðurinn var Hjálmar Vilhjálmsson, sem nú er skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hann brást vel við óskum skipherra, en illa gekk honum að fá menn til varðstöð- unnar. Það leið og beið, en loks kom lögregluþjónninn, Björn Jónsson úr Firði, og með honum tveir menn, sem gefið höfðu kost á sér fyrir þrábeiðni sýslumanns. Svo gekk þá skipshöfnin á Faxaborg til náða eftir unnið dags- verk og lét liði sýslumannsins það eft- ir að gæta Rússanna. Næsta dag var uppi fótur og fit á Seyðfirðingum. Kom margt manna út á bryggju að líta á Rússana og skip þeirra, og var auðheyrt, að mönnum þótti skipshöfnin á Faxaborg hafa reynst allvel. Þá komu og bátar frá skipunum norsku og sænsku, og Svíar og Norðmenn spókuðu sig á bryggj- unni, blönduðu geði við Seyðfirðinga og virtu engu síður fyrir sér kempurn- ar níu á Faxaborg, en hina knálegu rússnesku sjómenn. Það dróst í nokkra daga, að réttar- höldin hæfust. Var beðið eftir túlk frá Reykjavík og rússneskum sendi- manni, sem veita skyldi löndum sín- um fulltingi. Loksins kom Pétur Thor- steinson, nú sendiherra í Moskvu, sendur af íslensku ríkisstjórninni, og með honum fulltrúi frá rússneska sendiráðinu. Rússarnir játuðu sök sína, og voru þrír af skipstjórunum dæmdir í fulla sekt, en einn, skipstjór- inn á Burna, skyldi aðeins greiða lítil- fjörlega upphæð fyrir hjálp sína við skipverja á Wolna. Skipstjórarnir hétu: Mikael Lukin, Movoselof Lef, Spricen Vladimar og Ivanov Alexand- er. Það rættist allvel úr Rússunum þessa daga, sem þeir dvöldu á Seyðis- firði. Daginn eftir að þangað kom, gengu skipstjórarnir á land og skoð- uðu vandlega síldarverksmiðjuna. I för með þeim voru fjórir menn, sem virtust hafa allmikil völd á skipunum, en voru þó ekki stýrimenn. Var sagt, að þeir væru eins konar fulltrúar stjórnarvaldanna. Þennan dag urðu þeir á varðbátnum þess vísari, að ýms- ir af Rússunum kunnu talsvert hrafl í ensku. Nokkrir af rússnesku sjómönn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.