Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 97

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 95 unum komu yfir í Faxaborg og tefldu skák við skipverja. Unnu Rússarnir hverja skák, og sama varð reyndin næstu daga. Að kvöldi fyrsta dagsins, sem Rúss- arnir biðu réttarhaldanna, söfnuðust þeir saman á því skipinu, sem næst lá Faxaborg. Höfðu þeir með sér mörg strengjahljóðfæri og sungu rússnesk lög. Safnaðist saman á bryggjunni fjöldi Seyðfirðinga, og Norðmenn og Svíar komu í land á mörgum bátum. Rómuðu allir söng og hljóðfæraslátt Rússanna. Nokkrir Norðmenn reru frá skipum sínum og námu staðar skammt frá landi, léku á harmoníkur og sungu við raust. Og jafnvel skip- verjar á Faxaborg hrifust svo af söng og hjóðfæraslætti Rússanna, að þeir tóku að syngja um kvölddýrðina. „Nú blika við sólarlag sædjúpin köld,“ og „Sjáið hvar sólin nú hnígur,“ sungu þeir nokkrir saman, dreymnir á svip, en ekki mundi nein ástæða til að státa af söng þeirra. Björn Jónsson, lögregluþjónn á Seyðisfirði, hefur mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann getur mælt á þýska tungu, en hana skildu fleiri af rúss- nesku sjómönnunum heldur en ensk- una. Einn daginn kom Björn að máli við rússnesku skipstjórana og bauð upp í keppni í knattspyrnu. Skyldi úr- val úr skipshöfnunum keppa við seyðfirska knattspyrnumenn. Rúss- arnir báru saman ráð sín, og síðan samþykktu þeir að taka boðinu. Kvöldið eftir kom Björn á stórum vörubíl til að sækja knattspyrnuflokk Rússanna. En þá var heldur en ekki komið babb í bátinn. Nei, nei, Rúss- arnir vildu ekki keppa. Björn tók þetta óstinnt upp. Hann sagðist vera búinn að auglýsa kappleikinn, og seyðfirsku knattspyrnumennina kvað hann bíða reiðubúna til leiks. Væri það ekki ænja á Islandi að ganga á gefin lof- >rð, - þeir, sem það gerðu, væru taldir ííðingar. Þennan dag hafði fulltrúi ússneska sendiráðsins komið til seyðisfjarðar, og Björn varð þess vís- iri, að skipstjórarnir og hinir pólitísku íftirlitsmenn á skipunum ráðfærðu sig Jið hann. Eftir stundarkorn var Birni sagt, að ákveðið hefði verið að taka þátt í keppninni. Kappleikurinn var mjög svo fjöl- sóttur. Fregnir um, að til stæði keppni milli Rússa og seyðfirskra knatt- spyrnumanna, hafði borist út í skipin norsku og sænsku, og auk skipverja af varðbátnum, Rússa og Seyðfirðinga, var fjöldi af Norðmönnum og Svíum saman kominn á íþróttavellinum. Rússana skorti æfingu, en duglegir voru þeir, og var leikurinn gæddur miklu fjöri. Honum lauk með sigri Seyðfirðinga. Að honum loknum var hinum rússnesku keppendum boðið til kaffidrykkju með sigurvegurunum. Þá er Rússarnir höfðu hlotið sinn dóm, lét Faxaborgin úr höfn og hélt út á miðin. Út af Loðmundarfirði hitti hún norskt síldveiðaskip innan land- helgislínunnar. Norðmennirnir voru að bæta net. Skipstjórinn hlaut stranga áminningu, og þóttist hann auðsjáan- lega góðu bættur að þurfa ekki að fara í höfn og sæta þar sektardómi. Þá er síldarvertíð lauk, fór Faxa- borgin sunnan um land til Reykjavík- ur. Út af Ingólfshöfða tók hún í land- helgi skoskan togara og fór með hann til Vestmannaeyja. Þar var hann dæmdur í háa sekt. Þannig lauk löggæslustörfum Faxa- borgarinnar undir stjórn Þórarins skipherra Björnssonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.