Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 100

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 100
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 98 hinar ýmsu hreyfingar hennar. Allt í einu leit hún upp og sá okkur báða, en ekki brá henni hið minnsta, heldur brosti hún til okkar og benti okkur að koma niður. Eg mundi eftir brosi hennar morguninn sem hún hálf- nakin varð á vegi mínum og ég flýði hana. Við fórum nú frá þessu varð- bergi en brátt vorum við komnir þang- að aftur og enn var frúin allsnakin far- in að nudda sig alla. Tók þá baróninn að ræskja sig og var hún þá fljót að líta upp og benti okkur ennþá að koma niður. Mér fór að lítast illa á þetta því ekki vissi ég hvar Price var; kæmi hann að konu sinni þegar hún gæfi okkur merki mátti búast við öllu illu. Ég skoraði því á baróninn að bregða sér niður og komast að hvar Price væri. Var hann fús til þess og kom að vörmu spori með þær fréttir að hann væri lagður af stað til Calcutta og að gestirnir væru úti. Meðan baróninn var að njósna hafði ég augun með frúnni og sá að hún var að fara í skyrtu, svo kom kjóllinn næst, því brækur voru engar og hún var alklædd þegar baróninn kom. Nú kölluðum við og spurðum hvort við mættum koma niður til hennar og svaraði hún okkur svo að hún væri margbúin að bjóða okkur það. Áður en við fórum niður supum við vel á flöskunni, því hálfdegir vorum við þar sem báða grunaði að ævintýri þetta mundi enda með skeflingu. Frúin talaði ensku nokkurn veginn og var bæði kát og fjörug. Bar ekki á að hún hugsaði mikið um Price meðan við vorum að tala við hana, en eftir því tókum við að hún talaði við mat- sveininn um eitthvað sem við ekki skildum og grunaði okkur að hún hefði skipað honum að þegja um komu okkar til sín, því hann sá þegar hún bauð okkur inn í dagstofu þeirra hjóna sem var stór og ekki óskemmti- leg. Hún bauð okkur í staupinu og spurði hvers vegna við hefðum ekki komið þegar hún benti okkur. Það sögðumst við ekki hafa þorað meðan hún var ber og báðum hana fyrirgefa að okkur hefði orðið það á að líta yfir þakgirðinguna og hefðum við ekki getað hreyft okkur úr sporunum er við sáum hennar undurfagra líkama og hefði þegar í stað dottið í hug Eva í Paradís. Hún brosti og sagði að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að við hefðum komið niður þótt hún væri fá- klædd, þar sem flestar ungar stúlkur væru að mestu berar í Howrah og gat- an væri full af þeim. Svo fórum við að tala um hræðslu okkar við Price. Hún gaf lítið út á það, kvað hann nálega sjötugan, en hún væri aðeins 27 ára og sagði okkur að sér þætti gaman að tala við unga menn og skyldum við koma aftur til sín því sér leiddist einveran. Meðan á samtalinu stóð hafði hún hneppt upp kjól sínum að framan svo að sást á brjóst hennar. Hún sat í hæg- indastól móti okkur og hefur að lík- indum hneppt upp kjólnum af vana. Baróninum hefur litist vel á brjóst það er við sáum, því nú stóð hann upp, gekk beint til „frúarinnar í húsinu“ og fór að strjúka það af brjóstinu sem hann náði til. Ég stóð á öndinni og datt ekki annað í hug en að hún mundi reiðast þessum moskitóbitna vini mín- um fyrir að fara að leika sér að brjósti hennar, því svo siðaður var ég þó enn, að ég vissi að þetta var á móti öllum kurteisisreglum. Þetta fór þó allt á annan veg, því nú hneppti frúin upp kjólnum sínum og skyrtu, svo bæði brjóst hennar voru ber, og það var sjón. Okkur virtust þau stór og mikil frá þakinu að sjá en að þau væru slík datt okkur ekki í hug. Baróninn mun hafa orðið hræddur þegar þessar kúlur ultu út úr kjólnum, því hann hætti að strjúka, en frúin sagði að honum væri óhætt að halda áfram. Nú fór Luditz að færa sig upp á skaftið og fór að kitla hana, en á meðan horfði ég á og drakk romm. Svo vildi hún að ég kitl- aði sig og meðan ég var að því drakk baróninn og hvíldi sig. Eins og ég hefi áður um getið var megn negralykt af þessari konu og hálfbauð mér við henni, en baróninn var á góðum vegi að verða skotinn; það ályktaði ég af því að þegar við skildum við hana bað hann um koss og var það auðsótt mál, og að endingu grúfði hann sitt afskræmda andlit milli hinna miklu brjósta og kvaðst geta dáið þannig. Að lokum þakkaði hún okkur skemmtunina og sagðist mundu gefa okkur merki þegar Price væri ekki heima.“ „Við héldum okkur nú næstu daga að mestu leyti uppi á þakinu. Monsoonskiptin voru í nánd og á nótt- unni rigndi stundum; þá urðum við að fara niður í svefnklefana og þar kvaldi veggjalúsin okkur og beit. Ég var illa útleikinn af moskito- og veggjalúsabitum og þrútinn mjög í andliti; mér fór að leiðast þetta til- breytingarlausa líf, því þótt ég hefði eignast kunningja þar sem baróninn var, þá vorum við mjög einmana. Við fundum að ævintýrin mundu enda. Tilbreyting var það að vera í lúðra- flokknum, sömuleiðis að sitja á veit- ingahúsum Hindúa og virða fyrir sér hina ýmsu kynflokka er þangað komu. Einnig var tilbreyting í því að ráfa um líkbrennslugarðinn og horfa á líkin sem verið var að brenna, en varla gat það heitið skemmtun. Hitinn var mikill á daginn og á nóttunni héldu flugur og annar ófögnuður fyrir okkur vöku. Price var farinn að sýna okkur enn meiri ruddaskap en áður, því hann vissi að nú vorum við peningalausir og þá varnarlausir; matur var slæmur og vatnið varla drekkandi. Frúna höfðum við stundum séð vera að bera á sig og nudda síðan við vor- um inni hjá henni en hvorugum okkar hafði dottið í hug að heimsækja hana þótt Price væri ekki heima, og er mér næst að halda að við höfum báðir ver- ið orðnir veikir löngu áður en við viss- um að eitur úr broddum moskitó- flugnanna hafi verið komið í blóð okkar, því helst kusum við að liggja hreyfingarlausir. Leti fylgir hitanum og hún gerði vart við sig hjá okkur og töluðum við oft um að héðan mundum við að öllum líkindum aldrei komast, en ekki vakti það neinar áhyggjur. Föt okkar voru orðin svo óhrein að við vissurn að við gátum hvergi komið, hvorki í kirkju né á skemmtistaði þar sem siðaðir menn komu saman og það var mesta áhyggjuefnið. Einn morgun kom okkur saman um að heimsækja frúna þegar tækifæri gæfist, skemmta henni vel, biðja um sápu og fleira sem okkur vanhagaði um. Við þurftum ekki lengi að bíða því Price fór til Calcutta snemma þann morgun. Við gáfum frúnni merki um að við kæmum og fórum þegar niður í garð til hennar og biðum þar meðan hún klæddi sig. Við vorum nú orðnir svo vanir að sjá hana allsbera frá varð- bergi okkar að okkur brá ekki þótt sumar hreyfingar hennar, meðan hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.