Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 101

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 99 fór í flíkurnar, væru ekki hinar kven- legustu, þar sem karlmenn voru við- staddir. Við fórum síðan inn í stofu og allt fór eins og áður, að öðru leyti en því að nú hneppti hún ekki kjól sínum nema um mittið, brjóstin voru ber þegar hún settist niður; við kitluðum hana og skelltum lófunum á þau og hún hló dátt. Romm gaf hún okkur og við báðum hana um meira, því oft var þörf en nú var nauðsyn, þar sem við ætluðum ofan að Hugli að þvo föt okkar. Hún lét okkur hafa það sem við báð- um um og í staupinu fengum við svo að við vorum vel hreyfir er við skild- um við hana, og enn kyssti baróninn hana að skilnaði.“ Þvottadagur við Hugli-fljót „Nú þóttumst við færir í allan sjó, hálfkenndir með nóga sápu og von um enn einu sinni að verða líkir hvítum mönnum. Við skunduðum svo ofan að fljóti, fórum úr hverri spjör og byrjuðum þvottinn og gengum þar vel fram. Við þvoðum allt sem við stóðum í, hengd- um það á runna til þerris og hvíldum okkur meðan það þornaði. Hindúar voru nálægt okkur að þvo tuskur eða lauga sig. Meðan við biðum eftir að föt okkar þornuðu gerðum við það að gamni okkar að maka okkur leðju og for, ganga þannig litaðir fram og aftur á bakkanum innan um Hindúa þá sem þarna voru. Þeir störðu á okkur og ekki að furða, því það hefur verið ljót sjón að sjá okkur þannig, en þó börðu þeir okkur ekki. Eftir að hafa þvegið okkur rækilega og skolað fórum við í þurr, hrein föt okkar og leið prýðilega, en við vorum með því markinu brenndir að í hvert sinn sem okkur leið vel urðum við að fara á ævintýri. Fáeina aura áttum við enn og gátum því fengið okkur „strammara,“ en fyrst kom okkur saman um að ganga upp eftir árbakk- anum og litast um hvort við sæum ekki kvenmenn vera að lauga sig, kvenmenn sem við hefðum skemmtun af að horfa á og mættum líta á, án þess að vera reknir burtu sem hundar. Ekki höfðum við farið langt þegar við komum auga á hóp kvenna sem voru að svamla í ánni og settumst við niður þegar við vorum komnir eins nærri og okkur þótti hæfilegt. Hér mátti sjá kvenþjóðina á öllum aldri, frá hrumum kerlingum að börnum á öðru og þriðja ári. Við tókum þetta vísindalega og reiknuðum út hve margar konur færu í eina frú Price; svo reyndum við að hugsa okkur kropp hennar með fallegasta höfðinu sem við sáum í þessum hóp. Baróninn var sannfærður um að hann gæti fengið frúna til að synda fyrir okkur, ef hann færi þess á leit, svo við gætum gengið úr skugga um hvernig hún væri á að líta á sundi, en ég bað hann blessaðan að nefna það ekki og freista þess ekki að gera hana enn vitlausari en hún þegar væri þegar við værum í heimsókn hjá henni. Okkur þótti svo gaman að horfa á kvenfólkið að við dvöldum þarna lengi dags. Tilbreyting var nóg því þegar einn hópur hafði verið úti í ánni nokkra stund, fór hann og annar kom í staðinn. Einu sinni sáum við kven- mann sem okkur virtist vera frúin. Hún var að sjá jafnhá og brjóstin voru lík, en þegar hún sveipaði af sér klæði því er hún hafði vafið utan um sig sáum við þegar að hér voru kálfar og læri miklu rýrari en á frúnni okkar, og þetta sannfærði okkur um hve fallegur kroppur hennar í raun og veru var.“ Hindúar halda „fórnarhátíð“ „Hinn 23. mars vaknaði ég við um- ferð mikla á aðalgötunni sem var skammt frá húsi okkar. Hélt ég fyrst að Hindúar hefðu gert uppreisn og vakti því baróninn. Við sáum þegar að múgur og marg- menni var saman kominn; voru allir í hvítum hjúpum með rauðum blettum hér og þar - óreglulegum þó - líkast því sem rauðu víni hefði verið skvett á þá. Við félagarnir risum þegar á fætur og grunaði að hér væri meira en lítið um að vera, jafnvel stórhætta á ferð- um, væri hér um hernað að ræða. Eng- inn af mönnum þeim sem við sáum bar vopn, en ekki var takandi mark á því. Forvitnin knúði okkur út á strætið. Þar hittum við einn af gestum hús- bóndans og spurðum hann hvað um væri að vera. Hann sagði okkur að um þetta leyti árs (jafndægur) streymdu þúsundir Hindúa niður að Hugli til þess að færa fljótsguði fórnir og dýrka hann, að slíkt hið sama hefðu þeir gert frá ómuna tíð, og væru þessir menn pílagrímar. Við spurðum hann hvort hætta mundi nokkur á ferðum þótt við yrðum á vegi þessara manna; hann kvað öllu óhætt, því hér væri ekki ófriður á ferðinni, en það kvað hann vilja ráða okkur til að reyna að sjá sem mest af því sem gerðist þá þrjá daga sem pílagrímarnir væru við fljótið, ef við ekki hefðum séð slíkt áður. Ganges er hið helgasta fljót Ind- lands og þangað streyma pílagrímar frá öllum landshlutum. Að líkindum hafa þeir Hindúar sem komu til Hugli átt heima uppi í fjallendinu Neapal eða Assam og farið þá leiðina sem skemmri var, því Hugli er einnig heil- agt fljót. Flestir komu að norðvestan og staðnæmdust í Howrah og við hinn vestri árbakkann lauguðu allir sig þessa daga. í förinni voru fílar, asnar og nautgripir, allt skreytt litklæðum og blómum; þar voru „Gayal“-uxar, auk annarra dýra sem ég ekki þekkti. Fílarnir báru klyfjar, nautgripirnir báru kerrur hlaðnar ávöxtum, lík- neskjum (brúðum) af ýmsum stærð- um, sum eins og 5-6 ára gamalt barn. Allur þessi farangur var fórn sem guði þeirra í fljótinu var færð og í það var öllu varpað, blómvöndum, líkneskj- um skreyttum pelli og purpura, kókos- hnetum, bananaknippum, sykurreyr og sætindum. Fljótið var á köflum al- þakið þessum áðurnefndu hlutum og fyrsta kvöldið sem pílagrímarnir dvöldu í Howrah gengum við barón- inn ofan að fljóti til þess að ná ávöxt- um og fundum líkneski eitt, hirtum það og seldum Price þá um kvöldið fyrir 3 glös af rommi á hvorn. Þetta líkneski var um 30 þumlungar á hæð, klætt rauðum dúk, alsettum gylltum, fléttuðum strengjum. Andlit og hendur voru ljósrauðar en kinnar dökkrauðar. Price hræddi okkur með því að hefðu Hindúar séð til okkar með helgidóm þeirra í höndunum þá hefðu þeir drepið okkur. Fáum dögum seinna bauð frúin okkur inn til sín, til þess að sjá lík- neskið á stað sínum í stofunni og var að því hin mesta prýði. Þetta var í síðasta sinn sem ég kitlaði hana. Hvað baróninn hefur gert eftir að við skild-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.